Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 58
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Sigfús Gunnarsson, starfsmaður Ís- landspósts, lét gamlan draum rætast, þegar hann gerði sér nýlega lítið fyrir og gekk á Hvannadalshúk í fyrsta sinn á ævinni. „Ég hafði virkilega gaman af ferð- inni, enda veður gott og útsýnið alveg einstakt,“ rifjar Sigfús upp, sem gekk ásamt sjötíu öðrum starfsmönnum Ís- landspósts. Hann segir ferðina hafa verið farna fyrir tilstuðlan tiltekinna starfsmanna innan fyrirtækisins, sem hafa tekið upp heilsusamlega lífshætti. „Þetta var mín fyrsta ferð á Hnúkinn,“ heldur hann áfram. „Ég hef nú oft keyrt þarna framhjá og ætlað að skella mér upp eftir. En tilhugsunin um að keyra alla leið austur, gista um nóttina, ganga í fjórtán tíma daginn eftir og keyra svo í bæinn, hefur aftrað mér. Ætli ég hafi bara ekki verið of latur til að nenna að standa í öllu þessu brölti.“ Eða þar til nú og segir Sigfús ástæð- una helst þá að hópnum hafi gefist kostur á að gista í tvær nætur á Hótel Skaftafelli. Þar af leiðandi hafi starfs- mennirnir getað hvílt lúin bein eftir alla gönguna, enda ekki vanþörf á ef marka má Sigfús. „Þetta eru náttúrlega fjórtán tímar,“ segir hann. „Þarna er mjög bratt í byrj- un, sem er gott því þá finnur fólk sam- stundis hvort það hefur nógu mikið þrek til að halda áfram. Enda erfitt að ætla að snúa við þegar upp á jökulinn er komið, því þá þurfa menn að gera það upp á eigin spýtur. Þess vegna hættu tveir við strax í upphafi, en restin fór alla leið. Mér finnst það bara nokkuð gott miðað við sjötíu manna hóp.“ Að sögn Sigfúsar var hann, líkt og aðrir meðlimir í hópnum, búinn að und- irbúa sig fyrir gönguna eftir leiðbein- ingum frá leiðangursstjórunum, þeim Haraldi Ólafssyni og Ingþóri Bjarna- syni. Til marks um það hafi hann nokkr- um sinnum gengið á Esjuna og farið á Snæfellsjökul mánuði áður. Þar að auki sé hann búinn að hjóla og skokka í fjöl- mörg ár, enda mikið fyrir útivist. En skyldi göngugarpurinn ætla að gera framhald á göngunni á Hnúkinn? „Nei, ég er nú ekki viss um það,“ svarar hann. „Ég er svo hræddur um að verða fyrir vonbrigðum, ef veðrið verður ekki eins gott og síðast. Annars ætla ég ekki að útiloka neitt, enda á maður víst aldrei að segja aldrei. Þannig að hver veit, ef veðurspáin er góð.“ AFMÆLI „Leikstjóri verður að vera allt í senn lögreglumaður, ljósmóðir, sálgreinandi og skepna. Fyrsti ríkissaksóknarinn fangelsaður Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengda- móðir, amma, dóttir, systir og frænka, Jónfríður Valdís Bjarnadóttir Mosabarði 15, Hafnarfirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 12. júní sl. Útför verður frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 22. júní kl.15.00. Kristófer Bjarnason Róbert Örn Kristjánsson Elsa Esther Kristófersdóttir Bárður Þór Sveinsson Alexandra Ýr Bjarni S. Kristófersson Gunnþóra Rut Bragadóttir Elsa Esther Valdimarsdóttir Bjarni Gissurarson Gissur Bachmann Bjarnason Ingigerður Guðmundsdóttir Dagbjört Jóna Bjarnadóttir Magnús Halldórsson Sævar Örn Bjarnason Anna Bjarnadóttir Valdimar Bjarnason Kolbrún Hjálmtýsdóttir og aðrir aðstandendur. 50 ára Jóna Th. Viðarsdóttir formaður Hundaræktarfélags Íslands, er 50 ára í dag. Á þessum tímamótum bjóða Jóna Theodóra og Magnús Jónatansson ætting jum og vinum til veislu í Rafveituheimilinu Elliðaárdal í kvöld milli kl. 18 og 21. Hinn 26. júní 1982 voru Þuríður K. Þorbergsdóttir og Gísli Gunnarsson gefi n saman í Glaumbæjarkirkju. Í tilefni af því og fleiri tímamótum á árinu bjóðum við til garðveislu í Glaumbæ laugardagskvöldið 23. júní og hefst hún klukkan 20.00. Klæðnaður eftir veðri, en vonast er eftir miðnætursól. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Áslaug Árnadóttir hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, áður til heimilis að Asparfelli 10, Rvk, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 18. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 27. júní kl. 13.00. Sigurbjörg Pétursdóttir Guðbjörg Aðalheiður Pétursdóttir Hallgrímur Friðriksson Áslaug María Sigurbjargardóttir Ólafur Sævarsson Atli Þór Alfreðsson Linda Ósk Valdimarsdóttir Ratan Pétur Friðrik Hallgrímsson Mamata Björk Hallgrímsdóttir og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og kveðjur við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, Ingileifar Bryndísar Hallgrímsdóttur Lynghaga 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki B4 Landspítala í Fossvogi og starfsfólki Sóltúns fyrir einstaka alúð og hlýhug í veikindum hennar. Hallgrímur Gunnarsson Steinunn Helga Jónsdóttir Gunnar Snorri Gunnarsson Áslaug Gunnarsdóttir Þór Þorláksson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hörður Stefánsson fyrrv. flugvallarvörður í Norðfirði, Þelamörk 1b, Hveragerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 19. júní. Kristín Munda Kristinsdóttir Stefán Karl Harðarson Sólveig Margrét Magnúsdóttir Kristinn Grétar Harðarson Aðalheiður Ásgeirsdóttir Hörður Harðarson Anna Margrét Pétursdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.