Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 11
Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri heimsækir Yuri Luzhkov, borgarstjóra Moskvu, í byrjun næsta mánaðar. Heimsóknin er í boði borgarstjór- ans rússneska. Samkvæmt drögum að dagskrá, sem Fréttablaðið hefur undir hönd- um, munu borgarstjórarnir tveir ræða um formlegt samstarf borg- anna tveggja, orkumál og þátttöku Moskvu í áætluninni Ungt fólk í Evrópu. Einnig verður rætt um samning þess efnis að Moskva og Reykjavík verði systurborgir. Í ferðinni verður haldinn umræðufundur um orku- og vist- fræðimál í viðskipta- og iðnaðar- ráðuneyti Rússa í Moskvu. Á dag- skránni eru umræður um viðskiptatengsl landanna tveggja og viðskiptatækifæri tengd endur- nýjanlegum orkulindum. Heimsókninni lýkur síðan sjö- unda júlí þegar Vilhjálmur færir Luzhkov tvo íslenska stóðhesta að gjöf við hátíðlega athöfn. Íslenski hópurinn heldur heim á leið daginn eftir. Auk Vilhjálms borgarstjóra býður Moskvuborg ellefu borgar- fulltrúum og starfsmönnum Reykjavíkurborgar í heimsóknina. Átta makar fara með, en þeir borga undir sig sjálfir. Tíu fórust í eldsvoða á hjúkrunarheimili í þorpi í Síberíu í Rússlandi gærmorgun. Yfir 300 sjúklingar björguðust úr eldinum. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús með brunasár og önnur meiðsl. Eldvarnarkerfið virkaði sem skyldi en vakthafandi hjúkrunar- kona var fjarri þegar það fór af stað og gat því ekki gert sjúkling- um viðvart og kallað á slökkvilið. Ógætnir vistmenn eru taldir hafa valdið eldinum. Eldurinn í gær bætist við röð mannskæðra eldsvoða í Rússlandi undanfarið sem hafa margir orðið vegna grófrar vanrækslu á öryggiseftirliti. Tíu fórust í eldi í Rússlandi Árlegum vorleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar er nýlokið. Leiðangurinn var hluti af langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðunum við Ísland. Athug- anir voru gerðar á alls 111 stöðum umhverfis landið, bæði á land- grunninu sjálfu og utan þess. Rannsóknir voru gerðar á hita og seltu sjávar, næringarefnum í sjó, svifþörungum og dýrasvifi. Mælingarnar sýna hita og seltu í hærra lagi sunnanlands og vestan, hita um meðallag og seltu heldur undir meðallagi fyrir norðan og austan land. Lítill gróður var víðast hvar en átumagn við landið nálægt langtímameðallagi. Einnig fóru fram athuganir á loðnu og loðnulirfum og á völdum stöðum var safnað sýnum til mælinga á geislavirkum efnum og koldíoxíði. Árlegum vor- leiðangri lokið Forsætisráðherra Nepals, Girija Prasad Koirala, vill að konungur Nepal, Gyan- endra, og krónprinsinn Paras afsali sér krúnunni áður en íbúar Nepals ganga til mikilvægra kosninga sem ákvarða pólitíska framtíð þjóðarinnar, að því er nepalskir fjölmiðlar greina frá. Koirala hefur stungið upp á að fimm ára gamall sonarsonur Gyanendra fái að taka við krúnunni án formlegra valda sem muni bjarga hinu 240 ára gamla konungsveldi. Gyanendra, sem er afar óvinsæll í Nepal, neyddist til að láta af valdboðsstjórnun sinni í fyrra eftir að mótmæli höfðu staðið yfir mánuðum saman. Konungur Nepals Íslenskur karlmaður sem handtekinn var í Brasilíu í fyrrasumar með 12 kíló af hassi bíður enn dóms. Hann situr í fangelsi í Sao Paulo samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðu- neytinu. „Við höfum ekki heyrt af málinu í einhvern tíma og vitum ekki hvenær dóms er að vænta í málinu,“ segir Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu. Annar íslenskur karlmaður, Hlynur Smári Sigurðarson, hefur fengið reynslulausn og kennir í dag Brasilíubúum ensku í samfélagsþjónustu. Bíður enn dóms í Brasilíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.