Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 4
Taktu þátt og safnaðu stimplum hjá Olís. Glæsilegir vinningar í boði! Við höldum með þér! Stjórnvöld í Ástralíu kynntu í gær áætlun um að banna áfengi og klám á svæðum frum- byggja í norðurhluta Ástralíu til þess að sporna við misnotkun á börnum sem er útbreidd meðal frumbyggja samkvæmt opin- berri skýrslu sem kynnt var í síð- ustu viku. Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, boðaði hertari reglur um velferðarbætur til frumbyggja til þess að taka á því sem hann sagði „neyðarástand í landinu“. „Við erum að fást við hóp ungra Ástrala sem hafa aldrei kynnst hugtakinu sakleysi æskunnar.“ Samfélagsinnviðir frumbyggja eru að gliðna í sundur vegna ofdrykkju, atvinnuleysis, fátækt- ar og fleiri þátta samkvæmt skýrslunni. Ofdrykkja er sögð meginorsök fyrir vanrækslu barna sem skapi tækifæri fyrir barnaníðinga. Verði áætlunin samþykkt verður sala, eign og flutningur áfengis bannaður í sex mánuði. Gróft klám, sem mikið fram- boð er af meðal frumbyggja sam- kvæmt skýrslunni, verður einnig bannað. Fram kemur að börn, sem hafi greiðan aðgang að grófu klámi, séu mörg með brenglaða mynd af kynlífi vegna þess. Nokkrir leiðtogar frumbyggja fordæmdu þegar áætlunina og sögðu hana forsjárhyggju stjórn- valda sem hefðu skert réttindi þeirra og skapað hin félagslegu vandamál sem plaga samfélag frumbyggja. Þeir gagnrýndu einnig að ekkert samráð hafi verið haft við þá og mótmæltu fyrirhuguðum hömlum á hvernig frumbyggjar verji velferðarbót- um. Aðrir fögnuðu nýju reglunum sem kveða á um að á sumum svæðum þurfi frumbyggjar að verja að minnsta kosti helmingi bótanna í mat og aðrar nauðsynj- ar. Er þessu ætlað að draga úr eyðslu fólks í áfengi og fjár- hættuspil. Velferðarbætur yrðu einnig tengdar skólagöngu barna. Sumir vara þó við því að svona aðgerðir, sem eiga bara við frum- byggja, gætu brotið jafnréttis- lög. Áfengis- og klámbann á meðal frumbyggja Misnotkun á börnum er útbreidd meðal frumbyggja Ástralíu samkvæmt nýrri skýrslu. Stjórnvöld vilja banna áfengi og klám á svæðum frumbyggja til þess að taka á vandanum. „Neyðarástand,“ segir John Howard, forsætisráðherra Ástralíu. Grenilús hefur leik- ið tré á höfuðborgarsvæðinu grátt og víða má sjá tré sem virðast með litlu lífsmarki. Þórarinn Benedikz, skógfræðingur á Mógilsá, segir að ástandið sé óvenju slæmt en trén muni jafna sig. „Ef það er komið nýtt brum á trén þá bendir það til þess að þau muni ná sér á strik. Trén geta drepist vegna lúsaskemmda en það er fátítt,“ segir Þórarinn og bætir því við að það taki trén lang- an tíma að ná sér að fullu. „Það getur tekið nokkur ár. Við höfum fylgst með trjám eftir lús- afaraldur austur á Héraði og í Breiðdal og það hefur tekið þau á bilinu fimm til tíu ár að ná þeim trjám sem ekki fengu lús. Þetta er svo mikið nálatap og tré sem fá lús missa mikla vaxtaorku.“ Grenilúsin hefur mest herjað á sitkagreni en aðrar amerískar teg- undir eins og hvítgreni og blá- greni hafa einnig farið illa. Þórar- inn segir að lúsin fari á kreik á haustin og skemmdirnar séu frá því síðastliðið haust. „Nálarnar drepast yfir veturinn og falla svo á vorin. Lúsin drepst yfirleitt á veturna en ef veturinn er mildur nær hún að halda ung- viðinu á lífi og heldur áfram að dreifa sér,“ segir Þórarinn. Fimmtán ára drengur gerði keisaraskurð á barnshaf- andi konu undir eftirliti foreldra sinna, sem bæði eru læknar, í tilraun til að komast í heimsmeta- bók Guinnes. Aðgerðin var tekin upp á myndband. Faðirinn sýndi starfssystkinum sínum í ind- versku læknasamtökunum myndbandið og var í kjölfarið tilkynnt að athæfið væri ólöglegt og siðlaust. Faðirinn, sem gæti verið ákærður auk þess að missa læknisréttindi sín, sýnir enga iðrun og sakar hina læknana um afbrýðisemi. Hann segist hafa þjálfað son sinn í þrjú ár. Gerði keisara- skurð 15 ára Þorri foreldra leikskóla- barna í Reykjavík, eða 93 prósent þeirra, er mjög eða frekar ánægður með þjónustu leikskólanna og 97 prósent telja sýnt að barninu þeirra líði þar vel. Þetta kemur fram í nýrri könnun meðal foreldra sem gerð var á vegum leikskólasviðs og kynnt í leikskólaráði 20. júní. Þá kom fram í könnuninni að níu af hverjum tíu foreldrum sem eiga barn sem fær sérþjónustu í leikskóla, svo sem vegna fötlunar, tungumáls eða þroskafrávika, eru ánægðir með þá þjónustu. Alls tók 3.141 foreldri þátt í könn- uninni sem er um 64 prósent allra foreldra leikskólabarna í borginni. Flestir foreldrar eru ánægðir Íslandspóstur hefur ráðist í átak til að vekja almenning, húsbyggjendur og verktaka til umhugsunar um byggingareglugerð, er varðar póstlúgur og póstkassasamstæð- ur. Markmiðið er að bæta starfsumhverfi bréfbera. Þau vandamál sem bréfberar þurfa einna helst að glíma við eru ómerktar bréfalúgur, lúgur eða póstkassar sem eru of litlir og lúgur sem eru of neðarlega á útidyrahurðum. Þá vill einnig brenna við að ekki séu póstkassa- samstæður í fjölbýlishúsum. Starfsumhverfi bréfbera bætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.