Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 24
greinar@frettabladid.is Skýrsla Ríkisendurskoðunar um há-skólastigið sem kom út nýlega er um margt merkileg. Ánægjulegt er að sjá hversu vel Háskóli Íslands kemur út þrátt fyrir skerta samkeppnisstöðu. Aftur á móti er áhyggjuefni hversu mik- ill aðstöðumunur er á einkareknum há- skólum og opinberum. Að einkareknir háskólar skuli fá sama ríkisframlag og þeir opinberu hefur skapað óæskilegan aðstöðumun og veikt samkeppnisstöðu opinberu háskólanna af skýrslunni að dæma. Skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir að auka þarf fjárframlög til Háskólans á Akureyri. Mikilli og örri fjölgun nemenda við háskólann hafa óneitan- lega fylgt vaxtarverkir. Fjölgun nema þýða aukin útgjöld. Því miður virðist núverandi menntamála- ráðherra ekki sýna þessu mikinn skilning. Háskól- inn á Akureyri hefur fyrir löngu sannað tilveru- rétt sinn og vonandi fær hann tækifæri til að halda áfram að vaxa og dafna. Að sama skapi verður að telja undarlegt að fjár- framlög til Menntaskólans á Akureyri hafi verið skert um 30% á hverju ári sl. 3 ár. Einnig að for- sendur fjárveitinganna hafi breyst jafn oft á tíma- bilinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, sagði í útskriftarræðu sinni 17. júní, að skólayfirvöld ætluðu ekki að sitja með hendur í skauti. Miðað við stöðuna væri það álitlegur kostur að gera MA að einka- skóla. Samkeppnisstaða skólans byði ein- faldlega ekki upp á að reglum og for- sendum fjárveitinga væri sífellt breytt. Vonandi verður þessi kostur ekki ofan á, jafnvel þó ekki sé stefnt á að taka upp skólagjöld. Gæði kennslu á ekki að vera háð framlögum fyrirtækja. Stjórnvöld verða einfaldlega að búa svo í haginn að fjárframlög standi undir rekstri skólans. Sú spurning vaknar hvort búið sé að hrinda af stað yfirlýstri ætlun Sjálfstæðisflokks- ins um einkavæðingu í menntakerfinu. Markvisst sé verið að skera niður fjárframlög til opinberra skóla og skerða samkeppnisstöðu þeirra til að gera einkavæðingu girnilegri. Markmið menntakerf- isins verða aldrei fjárhagsleg í mínum huga. Þau snúast fyrst og fremst um gæði menntunarinnar og hversu vel okkur tekst að búa börn og ungmenni undir lífið. Þarna kristallast grundvallarmunur á stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins, sem ítrekað hefur lýst yfir vilja til einkavæð- ingar menntakerfisins. Höfundur er alþingismaður. Einkavæðing í menntastefnu? Íljósi síbreytilegra lífshátta mannsins, aukinnar tækni og getu hafa kröfur efnahagslífsins til náttúrunnar stöðugt verið að breytast. Stjórn náttúruauðlinda er flókið og umfangsmikið verkefni. Markmiðin geta verið mismunandi – allt frá friðun til hámarksnýting- ar. Núverandi stjórnkerfi fiskveiða hlýtur því að koma til gagngerar endurskoðunar í ljósi niðurstaðna Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorskstofnsins. Árangur stjórn- unarinnar er í engu samræmi við markmiðin. Það er siðferðileg og lagaleg skylda að leita allra leiða til að ná árangri við stjórn nátt- úruauðlinda – fyrir okkur sjálf, náttúruna og komandi kynslóð- ir. Ef núverandi stjórnkerfi skilar ekki þeim árangri sem að er stefnt verðum við að vera tilbúin til þess að skoða nýjar leiðir. Annað væri ábyrgðarlaust. Auðlindir sjávar hafa lengi verið hornsteinn efnahagslífsins – eink- anlega á landsbyggðinni. Mark- mið laga um stjórn fiskveiða kveða á um nauðsyn verndar og hag- kvæmrar nýtingar fiskistofnanna auk traustrar atvinnu og byggð- ar í landinu. Undanfarin misseri hefur megináherslan verið lögð á hagkvæmni og skilvirkni. Afla- heimildir hafa því færst á færri hendur, sótt hefur verið á færri skipum og tæknin leyst manns- höndina af hólmi. Sjávarbyggð- ir hafa borið hitann og þung- ann af hagræðingunni. Afleiðing- in er öllum ljós: Störfum fækkað svo þúsundum skiptir, fjárfest- ingar dregist saman, sveitarfélög tapað tekjum, fasteignaverð lækk- að og fólki fækkað – svo einfalt er það. Af þessu verður ráðið að mikl- ar eignatilfærslur hafa átt sér stað frá landsbyggðinni. Á sama tíma hefur eftirlitsiðnaður byggst upp á höfuðborgarsvæðinu. Það getur aldrei verið sanngjarnt að einung- is einn hópur landsmanna, íbúar sjávarbyggða, taki á sig allar byrð- arnar vegna upptöku kerfis í sjáv- arútvegi sem ætlað var að þjóna heildinni. Hagræðing hefur orðið í sjávarútvegi, en markmiðið um blómlegar byggðir, trausta atvinnu og eflingu fiskistofna hefur ekki náðst. Stjórnvöld standa því nú frammi fyrir stórum og erfiðum spurningum varðandi stjórn fisk- veiða og framtíðarskipulags sjáv- arútvegsins. Ein þeirra spurninga er hvort nú- verandi markmið með stjórn fisk- veiða eru samrýmanleg. Það er augljóst, ef ná á hámarkshagræð- ingu og skilvirkni í greininni að störfum í sjávarbyggðunum mun fækka, nema önnur atvinnutæki- færi komi til. Hér verður þó að hafa í huga að þessar byggðir hafa sérhæft sig í sjávarútvegi. Það er styrkleiki þeirra en um leið veik- leiki þegar horft er til nýrra at- vinnutækifæra og frekari upp- byggingar. Það er markmið nú- verandi ríkisstjórnar að ráðast í átak í samgöngu-, mennta- og fjar- skiptamálum. Það er líka eðlilegt að ríkisvaldið stígi skref í þá átt að létta byrðum af sjávarbyggð- um vegna félagslega íbúðakerfis- ins auk þess sem auðlindagjald- ið hlýtur í auknum mæli að renna til sjávarbyggða, ella væri aðeins um áframhaldandi eignaupptöku á landsbyggðinni að ræða. Þá hefur verið rætt um að færa opinber störf út á landsbyggðina. Allt þetta styrkir byggðirnar og veitir þeim ný tækifæri. En duga þessi úrræði til að sporna gegn þróun undanfarinna ára? Svarið við spurningunni, þegar horft er til lengri tíma, er ekki augljóst en það mun taka tíma að byggja upp atvinnulíf sem skapar störf á móti þeim sem hafa glatast og styrkja grunngerð þessara sam- félaga. Sé horft til skemmri tíma er svarið augljóslega nei. Ef horf- ið verður frá stefnu arðsemis, hag- ræðingar og skilvirkni í greininni hljóta menn að spyrja: Hverskonar atvinnuvegur verður sjávarútveg- ur í framtíðinni? Verður hann sam- keppnishæfur á alþjóðamörkuðum? Á hann að verða styrktur atvinnu- vegur í þágu landsbyggðarinnar? Á að hverfa aftur til þess horfs sem var fyrir upptöku kvótakerfisins? Á að halda áfram á þeirri leið sem við höfum verið undanfarin ár eða á að kúvenda í nafni neikvæðra fé- lagslegra-, atvinnu- og umhverfis- áhrifa núverandi skipulags. Það er afar mikilvægt að fram fari ítarleg umræða um framtíð sjávarútvegsins á næstu misser- um. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja vinnu við rannsókn á áhrif- um núverandi fiskveiðistjórnun- arkerfis á sjávarbyggðir í land- inu. Sú vinna getur ekki beðið – í hana verður að ráðast strax því engan tíma má missa. Þetta er löngu tímabær umræða því inn í hana munu spinnast sjónarmið um það hvernig við viljum sjá Ísland byggt til framtíðar og hvað við erum tilbúin til að leggja á okkur fyrir þá sýn. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingar. Ósamrýmanleg markmið I ngibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er nú stödd í Noregi þar sem hún hittir í dag Jens Stoltenberg forsæt- isráðherra. Áður ræddi hún við Anne-Grete Strøm-Erich- sen varnarmálaráðherra og Jonas Gahr Støre utanríkisráð- herra. Eitt aðalmálið á dagskrá viðræðna Ingibjargar við hina norsku kollega sína var hinn nýi tvíhliða samningur Íslands og Noregs um eflt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Eftir fundi hennar með Strøm-Erichsen og Gahr Støre var haft eftir henni að samningurinn væri rammasamningur og eftir ætti að reyna á hvert innihaldið yrði. Það sé fyrst og fremst undir Íslend- ingum sjálfum komið. Því sé nauðsynlegt að fram fari umræða meðal þjóðarinnar um hvað hún sé tilbúin að leggja af mörkum til eigin varna. Íslendingar þurfi að horfast í augu við verulega aukningu í útgjöldum til varnarmála en sá útgjaldaliður verði í fyrsta sinn í næstu fjárlögum. Þetta eru orð í tíma töluð. En það er ekki nóg að ný varnar- stefna Íslands birtist í fjárlögum. Útgjöldin þarf að rökstyðja. Eins og fram kemur í umfjöllun Fréttablaðsins í dag um varn- arsamstarfið við Norðmenn eru Norðmenn almennt mjög já- kvæðir gagnvart slíku samstarfi við Íslendinga. En eins og Jo Gade, einn æðsti embættismaður norska varnarmálaráðuneytis- ins, tjáði blaðinu þá eru skýr takmörk fyrir því hvað Norðmenn geta lagt Íslendingum til í þessu sambandi. Daglega áréttingu fullveldisyfirráða Íslendinga yfir lögsögu sinni á láði, legi og í lofti verði þeir sjálfir að annast. Norðmenn ætli sér ekki að yfir- taka það hlutverk sem bandaríska varnarliðið gegndi hérlendis. Enda er í raun óeðlilegt annað en að fullvalda þjóð annist þennan grundvallarþátt sjálfstæðis síns sjálf. Þótt þjóðin hafi vanist því í áratugi að erlent herlið gegndi að mestu þessu hlutverki, svo að segja sem verktaki, er ábyrgðin hennar. Að hún sýni þá ábyrgð í verki er orðið brýnt verkefni eftir að hið erlenda herlið yfirgaf landið. Enginn ætlast til að Íslendingar komi sér upp flugher. Aug- ljóslega geta þeir lagt annað og skynsamlegra til sameigin- legra varna NATO. En það þýðir líka að Íslendingar þurfa bæði að finna út úr því hvað þeir geta gert til að uppfylla fullveldisá- réttingarhlutverkið í lögsögu sinni umfram það sem Landhelgis- gæzlan gerir nú þegar – og hvernig þeir geta styrkt eigin varn- ir jafnframt því að leggja eitthvað áþreifanlegt fram til sameig- inlegra varna NATO. Það síðastnefnda er í raun mótframlag hins herlausa Íslands til NATO fyrir framlag þess til varna Íslands. Samstarfið við Norðmenn á örugglega eftir að reynast Íslend- ingum vel á þessari vegferð. Að minnsta kosti er það fullkom- in tímaskekkja að ala á fornum fyrirvörum gegn slíku samstarfi með því að vísa til ásælni Noregskonungs til áhrifa hérlendis á miðöldum eða til fiskveiðideilna þjóðanna á liðnum árum, eins og heyrzt hefur í umræðunni. Engin ástæða er til að ætla annað en að báðir aðilar nálgist þetta samstarf af fullum heilindum með hagsmuni beggja þjóða að leiðarljósi. Vissulega er það svo að grannþjóðir eiga gjarnan í mestu hagsmunaárekstrunum. En í þessu sambandi gildir, að ágreiningur á einu sviði útilokar ekki samstarf á öðru þegar gagnkvæmir hagsmunir eru í húfi. Grannþjóðir taka höndum saman FINNDU ÚT HVAÐ BLUETOOTH GETUR GERT FYRIR ÞIG GERÐUVERÐSAMANBURÐ VERÐ FRÁKR. 2.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.