Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 22.06.2007, Blaðsíða 66
SMS LEIKUR Yippee-Ki-Yay, Mo...! JOHN MCCLANE ER MÆTTUR AFTUR! ÞARF AÐ SEGJA MEIRA! HEIMSFRUMSÝND 27. JÚNÍ UM LAND ALLT! SENDU SMS JA DHF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA! V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . 9. HVER VINNUR! Þriðja júní sl. voru liðin 30 ár frá útkomu plötunnar Exodus með Bob Marley & The Wailers. Exodus er að mati margra besta plata Marleys og ein af bestu plötum sögunnar. Til að halda upp á afmælið var plat- an nýlega gefin út í 30 ára afmælisútgáfu, eða útgáfum réttara sagt þar sem það eru fimm mismunandi út- gáfur í boði: Vínyll, CD, CD og DVD (með tónleikum í Rainbow Theater í London í júní 1977), 144 síðna harðspjaldabók (CD fylgir) og USB-minniskubbur. Exodus er fyrsta platan sem kemur út á því formi, en fleiri fylgja í kjölfarið, m.a. nýja White Stripes platan Icky Thump. 3. desember 1976 réðust 7 byssumenn inn á heimili Bob Marley í Kingston á Jamaíka og skutu á Marley sjálfan, eigin- konu hans Ritu og fleiri viðstadda. Þrem- ur dögum seinna yfirgaf Marley Jam- aíka og dvaldi næstu 16 mánuði í útlegð í London. Það var þar í Fall Out Shelter og Basing Street hljóðverunum sem efnið á Exodus og Kaya sem kom út árið á eftir var tekið upp. Sú pólitíska óöld sem ríkti á Jam- aíka var þannig kveikjan að þessu meistaraverki Bob Marley. Lögin tíu á Exodus eru öll frábær, en frægust eru sennilega titillag- ið, Natural Mystic, Jamming, Three Little Birds, One Love og Waiting In Vain. Exodus var fyrsta plata Marley til að fara á topp sölulistans í Bretlandi og hún hafði mjög mikil áhrif á tónlistarlífið þar. Þetta var í miðri pönkbylgjunni og pönkið og reggíið rugluðu saman reitum, m.a. hjá sveitum eins og Clash og Members. Tímaritið Time útnefndi Exodus plötu 20. aldarinnar, en það val vakti á sínum tíma mikla athygli. Flestir hefðu veðjað á Bítlana, Dylan eða Beach Boys. Exodus er hinsvegar ekkert síður vel að titlinum komin (ef maður ætlar sér á annað borð þá firru að velja plötu aldarinnar) heldur en Abbey Road eða Pet Sounds. Þetta er fullkomin poppplata, en hefur um leið þjóðfélagslegan undirtón og eins og öll alvöru meistara- stykki þá hljómar hún alltaf jafn fersk; – það er hreinlega ekki hægt að fá leið á henni. Plata 20. aldarinnar þrítug Tónlist hinnar goðsagna- kenndu ofursveitar The Traveling Wilburys er nú loks fáanleg í fyrsta sinn í rúman áratug. Steinþór Helgi Arnsteinsson fór yfir feril sveitarinnar. Um mitt árið 1988 þurfti George Harrison að gera lag á b-hlið smá- skífunnar This is Love sem hafði verið að finna á plötunni Cloud Nine þetta sama ár. Harrison hafði unnið mikið með Jeff Lynne, leiðtoga ELO, um þetta leyti en þeir fengu Tom Petty, Roy Orbinson og Bob Dylan til að vinna með sér að lagi í hljóðveri þess síðastnefnda í Santa Monica í Kaliforníu. Eftir tvo daga varð til lagið Handle With Care og auðvitað áttuðu menn sig á því að þar var á ferð meira og merkilegra efni en eitthvað til þess að eyða á b- hlið. Að frumkvæði Harrison varð til hljómsveitin The Trembling Wil- burys (Harrison og Lynne kölluðu ýmis tæki í hljóðverinu Wilbury sem var stytting á We‘ll bury them in the mix). Lynne stakk síðan upp á Traveling í stað Trembling sem allir samþykktu. Í lok árs 1988 kom síðan út plat- an Traveling Wilburys Vol. 1. Þrátt fyrir þessar kanónur innan borðs héldu þeir sig við leyninöfn og köll- uðu sig Nelson (Harrison), Otis (Lynne), Lefty (Orbison), Charlie T. Jr. (Petty), Lucky (Dylan). Þessi nýstofnaða hljómsveit varð hins vegar fyrir áfalli í desember sama ár þegar Roy Orbinson lést sviplega. Sveitin ákvað hins vegar að halda áfram og var rætt um að Del Shannon (þekktastur fyrir slag- arann sinn Runaway frá 1961) tæki stöðu Orbinson. Shannon framdi hins vegar sjálfsmorð árið 1990. Traveling Wilburys Vol. 3 leit síðan dagsins ljós í október árið 1990 og aftur breyttu þeir félagar nöfnum sínum. Margar sögusagnir hafa verið uppi um ástæður þess að Vol. 2 kom aldrei út, og segja sumir að það hefði verið í virðingarskyni við Orbinson en aðrir telja að um ein- falt grín hafi verið að ræða. Hvað sem því líður þá fékk Vol. 3 ekki nærri eins góðar viðtökur og fyrri platan, þó að platan hafi vissulega selst í milljónum eintaka. Eftir því sem leið á áratuginn komu reglulega upp sögusagn- ir um að ný plata væri í bígerð en aldrei varð neitt meira úr þeim get- spám. Plöturnar tvær voru síðan aldrei endurútgefnar sökum rétt- indaágreinings en réttindin voru í höndum Harrisons. Hann lést svo eins og margir vita árið 2001. Petty gaf síðan út í viðtali við XFM- útvarpsstöðina í Bretlandi að stefnt væri að endurútgáfu platnanna og Lynne staðfesti slíkt í viðtali við Q- tímaritið í febrúar síðastliðnum. Í dag hefur því langþráðum áfanga verið náð. Sett með báðum plötum Traveling Wilburys, auk mynddisks sem inniheldur myndbönd sveitar- innar og heimildamynd er nú fáan- legt um allan heim. Plötur sveitar- innar hafa fyrir þetta gengið kaup- um og sölum á netinu og víðar og verið fáanlegar frá fjögur þúsund krónum og allt upp í rúmar tíu þús- und krónur. Aðdáendur geta því tekið gleði sína á ný og hlustað á hið frábæra byrjunarlag Vol. 3, She‘s My Baby, skemmt sér yfir gömlu mynd- böndunum og fengið gæsahúð yfir Handle With Care á nýjan leik. Við- tökurnar láta heldur ekki á sér standa en platan fór í efsta sæti plötusölulistans í Bretlandi og hjá Amazon. Rokksveitin Gavin Portland er á tónleika- ferð um Bretland sem stendur yfir til 2. júlí. Fyrst hitar sveitin upp fyrir Hell is for Her- oes en eftir það heldur hún nokkra tónleika ein og sér. „Þetta hefur gengið ágætlega. Þetta eru stærri staðir en við erum vanir, þannig að þetta er upp- lifun fyrir okkur,“ segir söngvarinn Kolbeinn Þór Þorgeirsson, sem býr í Englandi. „Við erum þyngsta bandið í „line-up“- inu og maður sér að sumir eru ekki alveg að fíla það en okkur er alveg sama. Þó svo að það væri bara einn af þrjú hundruð sem fílar okkur þá væri það alveg nóg því þetta fólk hefur engan sjéns í að heyra í okkur annars.“ Gavin Portland hefur þegar spilað í Liver- pool en Kolbeinn segir þá félaga ekkert hafa getað skoðað sig um í borginni. „Við eigin- lega týndumst í Liver- pool í tvo tíma og hlupum inn rétt fyrir „sándtékk- ið“. Hinar hljómsveitirn- ar eru allar með leiðar- kerfi í bílunum sínum en við erum bara með gömlu góðu kortabókina,“ segir Kolbeinn og bætir við: „Við komum náttúrlega úr hardcore-pönksenunni og erum vanir harki og því að hlutirnir séu einfaldir. Við erum bara komnir til að spila og spjalla við fólk og allar hugmyndir um baksviðsherbergi og umboðsmenn eru svolítið undarlegar.“ Týndust í Liverpool
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.