Fréttablaðið - 22.06.2007, Side 16

Fréttablaðið - 22.06.2007, Side 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Farið til Ibiza Athafnastjórnmál Vesalings Verzlingar Ferðataskan aldrei lengi í geymslu Skothvellir og kindajarm er það fyrsta sem heyrist þegar gengið er inn á æf- ingasvæði sérsveitar ríkis- lögreglustjóra. Kindurnar virtust óhultar en það sama verður ekki sagt um skot- mörk íslenskra og norskra sérsveitarmanna sem hafa æft á svæðinu undanfarna daga. Þetta er fyrsta stóra sameiginlega æfing norsku og íslensku sérsveit- armannanna, þó fámennir hópar hafi af og til æft saman, segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn og yfirmaður sérsveitarinnar. Þegar Fréttablaðið leit í heimsókn á æfingasvæðið á Miðsandi í Hval- firði í gær stóðu yfir skotæfingar og um 30 íslenskir sérsveitarmenn og annar eins fjöldi norskra kol- lega þeirra voru dreifðir um svæð- ið. Það er að vissu leyti tímanna tákn að svo margir norskir sérsveitar- menn koma hingað til æfinga, en það sem helst dregur þá hingað er góð aðstaða sem myndaðist til slíkra æfinga eftir að bandaríska varnarliðið hvarf á braut. Mörg mannvirki standa nú auð á Mið- nesheiði, þar með talið kvik- myndahús og skóli, og munu sér- sveitarmennirnir æfa aðgerðir við aðstæður sem gætu komið upp í slíkum byggingum, til dæmis tengt gíslatökum, segir Jón. Aðstæður sem sérsveitin æfir fyrir virðast fjarlægar á Íslandi, sérstaklega í hinum friðsæla Hval- firði. Jón segir æfingarnar til að mynda taka mið af aðstæðum sem komið hafa upp erlendis, svo sem skotárás í skóla í Colombine og gíslatöku í leikhúsi í Moskvu. Einnig sé reynt að gera sér í hug- arlund aðstæður sem komið gætu upp hérlendis og búa sig undir það versta. Jón segir mikils virði að geta æft með erlendum sérsveitar- mönnum, þannig hafi báðir aðilar tækifæri til að læra af því sem aðrir séu að gera. Ekki sé þó bein- línis markmiðið að samhæfa sveit- irnar þannig að unnt sé að kalla eftir liðsauka milli landa, enda ekki ljóst hvort slíkt gengi á annað borð upp lagalega. Hann segir þó að ef einhvern tíma komi til þess sé gott að hafa prófað að vinna saman á æfingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur æft á Miðsandi í Hvalfirði frá árinu 2004, og hafa einhverjir meðlimir sveitarinnar æft þar í hverri viku undanfarið, segir Jón. Hann segir mikinn áhuga á því að sérsveitin fái svæðið frá ríkinu sem varanlegt æfingasvæði, enda vandfundinn betri staður fyrir slíkar æfingar. Jón segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um var- anlega ráðstöfun á svæðinu, en bendir á að afar dýrt sé að byggja svona gott æfingasvæði upp frá grunni. Ekki kallað á liðsauka milli landa Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 27. júní og 4. júlí. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Stökktu til Costa del Sol Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/ íbúð í viku. 27. júní eða 4. júlí frá kr. 34.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.