Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 2
María, er allt komið í hund og kött á heimilinu? Andlát manns á fimm- tugsaldri í ferjunni Norrænu í október í fyrra má að öllum lík- indum rekja til umferðarslyss sem hann lenti í áður en hann fór um borð í skipið. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefnd- ar umferðarslysa sem gerð var opinber í gær. Bíllinn valt í Berufirði eftir að maðurinn missti stjórn á honum. Hann var fluttur á heilsugæslu- stöð og fundu sjúkraliðar ekkert að honum. Krufningarskýrslur benda til þess að milta mannsins hafi skaddast í veltunni og það hafi síðan rofnað síðar um dag- inn. Því hafi fylgt mikil blæðing sem dró manninn til dauða. Í skýrslunni er úttekt gerð á þeim 28 banaslysum sem urðu í umferðinni í fyrra. Fram kemur að orsakir banaslysa séu oftast vísvitandi brotahegðun og að ölv- unar- og hraðakstur hafi verið orsök rúmlega þriðjungs bana- slysa á árunum 1998 til 2006. Nefndin telur líklegt að sex þeirra 31 sem lést hefðu lifað af ef þeir hefðu notað bílbelti. Þá kemur fram að bílbeltanotkun í banaslys- um var mun minni í fyrra en á árunum 1998 til 2005. Í fyrra var bílbeltanotkunin 47 prósent, en 60 prósent að meðaltali árin á undan. Þá segir að margir ökumenn sem orsökuðu banaslys í fyrra hafi verið með fjölda brota á öku- ferli sínum og að um helmingur ökutækja í banaslysum hafi verið Taka þarf málefni útlendinga til endurskoðunar og færa verkefni sem þeim tengjast sem mest á eina hendi. Þetta segir Hildur Dungal, forstjóri Útlend- ingastofnunar. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu á mánudag eru rúmlega 1.800 manns, þar af um 1.300 Pól- verjar og 250 Litháar, skráðir með íslenska kennitölu hér á landi en hafa ekki verið skráðir hjá Vinnu- málastofnun eins og venja er. Af þessum sökum er lítið sem ekkert vitað um hvar þetta fólk er eða yfir höfuð hvað það gerir hér á landi. „Það er tiltölulega auðvelt að vera virkur í þjóðfélaginu án þess að vera með leyfi sem fólk þarf venjulega að hafa,“ segir Hildur. „Það er vont fyrir alla að hafa ekki yfirlit yfir þá sem koma hingað lands, til þess að vinna eða gera eitthvað annað í styttri tíma en þrjá mánuði. Ég myndi vilja sjá meira samstarf milli þeirra stofnana sem hafa með mál- efni útlendinga að gera. Ég tel að það sé heppi- legt að hafa flest þessi mál á einni hendi en ég hef trú á því að með örri stækkun útlendingasamfé- lagsins hér þá sjái stjórnvöld þörf- ina fyrir að hafa þessi mál á einni hendi.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun geta ástæðurn- ar fyrir því að fólkið er ekki á skrá hjá Vinnumálastofnun verið ýmsar. Til dæmis getur verið að einstaklingurinn sem fékk kenni- töluna í gegnum starfsmannaleigu hafi aldrei skilað sér til landsins, hafi unnið hér á landi í nokkra daga og farið svo af landinu en oft- ast er um að kenna seinagangi atvinnurekanda fólksins. Verði sem mest á einni hendi Átta sovéskir hermenn, sem jarðsettir höfðu verið á sínum tíma hjá minnis- merkinu Bronshermanninum á áberandi stað í miðborg Tallinn, höfuðborg Eistlands, voru í gær endurjarðsettir í hermannakirkju- garðinum þangað sem minnis- merkið var flutt fyrir skemmstu. Málið hefur valdið alvarlegri milliríkjadeilu á milli Eista og Rússa. Rússar álíta flutninginn örgustu goðgá. Minnismerkið minnir Eista aftur á móti á fimm áratuga ok Sovétríkjanna í landinu. Sendiherra Rússlands í Eist- landi, Nikolai Uspensky, neitaði að vera viðstaddur jarðsetninguna í gær. Sovéthermenn endurgreftraðir Vinna við mótvægisað- gerðir stjórnvalda vegna áhrifa aflasamdráttar á sjávarbyggðir hefur tekið lengri tíma en upp- haflega var ráðgert. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins vildu þingmenn Samfylkingarinnar fara betur yfir framkomnar tillögur, ekki síst efnahagsleg áhrif þeirra, án þess þó að þeir geri um þær efnis- legan ágreining. Ríkisstjórnin ætlar að kynna aðgerðaáætlunina samhliða því sem sjávarútvegsráðherra grein- ir frá ákvörðun um veiðiheimild- ir næsta fiskveiðiárs. Búist var við að ákvarðanirnar yrðu opinberaðar í kjölfar ríkis- stjórnarfundar í gær en af því varð ekki. Aðgerðaáætluninni er ætlað að treysta þær sjávarbyggðir sem verða fyrir mestum búsifjum vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í þorskveiðum. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins er unnið eftir því leiðarstefi að hafa þær eins almennar og unnt er, þó þannig að innviðir sveitarfélag- anna sem verst verða úti styrkist. Helst er horft til samgöngu- bóta og bættra fjarskipta og miðar vinnan að því að flýta þegar ákveðnum framkvæmd- um. Sem dæmi er skoðað hvort hraða megi framkvæmdum við göng um Óshlíð. Ekki er rætt um að stofna til nýrra fjárveitinga til mótvægis- aðgerða vegna eflingar byggða í vanda heldur tilfærslu verkefna milli ára. Þingmenn Samfylkingarinnar komu saman í gærmorgun og hittast á ný á morgun. Er búist við að þá reki þingflokkurinn smiðshöggið á aðgerðaáætlunina fyrir sitt leyti. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins hittist síðdegis á mánudag og fór ítarlega yfir stöðuna. Á þeim bæ hefur verið búið svo um hnúta að ekki er talin sérstök ástæða til að þingflokkurinn ræði málið aftur. Ítarlegar fjallað um mótvægisaðgerðirnar Ákvörðun um veiðiheimildir verður kynnt þegar vinnu við mótvægisaðgerðir vegna áhrifa aflasamdráttar á sjávarbyggðir er lokið. Samfylkingin vill skoða málið betur. Í bígerð er að flýta framkvæmdum fyrir nokkra milljarða króna. Vaxandi áhugi er á íslenskunámi fyrir útlendinga í Háskóla Íslands. Í sumar sóttu þrisvar sinnum fleiri nemendur en hægt var að taka á móti um að komast að á fjölþjóðlegu sumarnámskeiði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samkvæmt upplýsingum Háskóla Íslands verða þrjú námskeið haldin í sumar og sitja þau 54 nemar alls. Á vefsíðu skólans segir að mikill áhugi sé á að læra íslensku víða um lönd, sérstaklega í Norður-Evrópu og Norður-Ameríku. Færri fá að læra íslensku en vilja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fundaði með Ellen Johnson-Sirleaf, forseta Líberíu, 1. júlí síðastliðinn. Ingibjörg og Johnson ræddu málefni Afríku og Líberíu, „þróunarsamvinnu og stöðu kvenna og hvar þurfi einkum að herða baráttuna til að tryggja konum og börnum mannréttindi og frelsi“, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Johnson bauð Ingibjörgu á ráðstefnu um málefni kvenna í Afríku sem haldin verður í hennar nafni vorið 2009. Johnson er fyrsta konan í Afríku til að verða lýðræðis- lega kjörinn þjóðhöfðingi. Fundaði með Sirleaf-Johnson Lögregla hefur undanfarna daga þurft að hafa talsverð afskipti af ölvuðum útigangsmönnum á Austurvelli. Varðstjóri segir kvartanir hafa borist frá almenningi og veitinga- mönnum í nágrenninu. Hann segir þetta árlegan viðburð þegar vel viðrar. Útigangsmenn vilji gjarnan sóla sig í góða veðrinu en eigi ekki heima innan um fjölskyldufólkið. Hann segir nokkra hafa þurft að gista fangageymslur eftir að hafa angrað veitingastaða- gesti og fólk sem flatmagar í grasinu á Austurvelli. Ölvuðum vísað af Austurvelli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.