Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 35
Rúrik Gíslason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélag- ið Viborg. „Það er mjög ánægju- legt að vera búinn að klára þetta. Þegar rétta tilboðið kom var ekki spurning um neitt annað en að grípa það,“ sagði Rúrik í gær. Rúrik líst vel á klúbbinn en hann fékk samning sem kom honum sjálfum á óvart. „Áhugi þeirra á mér skipaði líka stóran sess. Þetta er góð deild en þrátt fyrir að þetta sé ekki stærsta lið í heimi er þetta frábært tækifæri fyrir mig,“ sagði Rúrik í gær. Fór til Viborg Stabæk er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar nú þegar deildin er hálfnuð. Eftir þrett- án leiki hefur Stabæk 28 stig en Brann er í öðru sæti með 26. Hann og Svíinn Daniel Nanns- kog ná vel saman í framlínunni. Veigar sagði í samtali við Verdens Gang að hann væri sannkallaður draumafélagi í framlínunni. „Við erum ekkert endilega að reyna að skemmta fólki, svona spilum við bara. Við bætum hvor annan upp og náum fullkomlega saman. Ég vona svo sannarlega að við náum að halda uppteknum hætti,“ sagði Veigar.. Fyrsti leikur Stabæk eftir fríið er gegn Brann, lykilleikur fyrir framhaldið í deildinni. Veig- ar segir að liðið verði að passa að misstíga sig alls ekki, þá geti illa farið. „Við verðum að vinna nánast alla leikina okkar til að tryggja okkur gullið. Brann á ekki eftir að tapa mörgum leikj- um. Toppbáráttan verður hníf- jöfn,“ sagði Veigar Páll. Við náum full- komlega saman FH er aftur komið á beinu brautina eftir öruggan og sann- færandi sigur á arfaslöku liði Vík- ings, 4-1. FH var mörgum klössum betri og Víkingar virkuðu á köfl- um eins og miðlungs neðrideildar- lið þegar meistararnir yfirspiluðu þá í blíðunni í Hafnarfirði. FH-ingar voru rassskelltir af Val í síðasta leik, 4-1, og í ljósi þeirra úrslita vakti nokkra athygli að Ól- afur Jóhannesson, þjálfari FH, skyldi ekki gera neina breytingu á byrjunarliði sínu frá þeim leik. Hjá Víkingi vakti helst athygli að Björn Viðar var kominn í framlín- una í stað Egils Atlasonar. Leikurinn fór rólega af stað. Meistararnir voru yfirvegaðir í sínum leik en Víkingar mættu þeim nokkuð ofar á vellinum en maður gerði ráð fyrir. Það hafði lítið sem ekkert gerst þegar Matthías Vilhjálmsson kom FH yfir með einhverju fallegasta marki sumarsins. Hann skoraði þá með glæsilegri bakfallsspyrnu langt út í teignum. FH-ingar færðust allir í aukana við markið og byrjuðu að þjarma enn frekar að gestunum. FH not- aði breidd vallarins vel og sótti upp báða kanta þar sem Tryggvi og Matti voru í fantaformi. Stungu- sendingar FH-inga voru einn- ig baneitraðar og það var einmitt eftir góða stungusendingu Tomm- ys á 29. mínútu sem Matthías Guð- mundsson kom FH í 2-0. Sex mínútum síðar fór Matthías illa með varnarmann Víkings og Guðmundur skilaði sendingu hans í netið. 3-0 og nánast öll skot FH enduðu í netinu. Héldu margir að FH myndi halda áfram að valta yfir Vík- inga en það voru gestirnir sem minnkuðu muninn skömmu fyrir hlé þegar Daði Lárusson skoraði skrautlegt sjálfsmark eftir horn- spyrnu Arnars Jóns Sigurgeirs- sonar. FH-ingar höfðu leikinn í hendi sér allan síðari hálfleikinn og Vík- ingar komust vart nálægt boltan- um á löngum köflum. Það vant- aði oft lítið upp á að liðið bætti við mörkum og Víkingar héldu út hálfleikinn þar til komið var í upp- bótartíma er Atli negldi síðasta naglann í kistu Víkinga eftir góða sendingu Tryggva. FH-ingar sýndu í gær þann kar- akter sem býr í liðinu en tapið stóra gegn Val hreyfði ekki við þeim á nokkurn hátt. FH-ingar af- greiddu Víking á sama fagmann- lega hátt og þeir hafa afgreitt flest önnur lið deildinni í sumar. Vörnin var massíf með Guðmund Sævarsson fremstan í flokki en hann pakkaði landsliðsmanninum Gunnari Kristjánssyni saman og lét mikið að sér kveða í sókninni. Miðjan lenti í engum vandræðum með mótspyrnuna og sóknarlín- an var mjög lífleg og þá sérstak- lega Matthías Guðmundsson og Tryggvi á köntunum. Matthías Vil- hjálmsson átti líka sína spretti. Víkingar voru einfaldlega núm- eri of litlir fyrir Risann í Hafnar- firði sem beitti refsivendi sínum óspart í fyrri hálfleik. Víking- ur átti nokkrar ágætar sóknir en sóknin leið talsvert fyrir getuleysi miðjumannanna sem komust vart í boltann. Vörnin var í basli nánast allan leikinn, bakverðirnir réðu ekkert við kantmenn FH og stór- ar holur mynduðust í miðju varn- arinnar sem FH nýtti sér til hins ítrasta. „Þeir voru óheppnir að mæta okkur eftir tapleik því við mætt- um geysilega grimmir og kláruð- um leikinn í fyrri hálfleik,“ sagði bakvörðurinn Guðmundur Sæv- arsson sem átti frábæran leik í liði FH. „Tapið þjappaði liðinu saman og það var enginn skjálfti í Krik- anum. Grétar Sigfinnur Sigurðsson og félagar í vörn Víkings voru í mikl- um vandræðum með sóknarmenn FH allan leikinn. „Við vorum sund- urspilaðir í fyrri hálfleik og vörn- in var skelfileg. þeir voru bara betri,“ sagði Grétar. Víkingur fékk að kenna á refsivendi FH-inga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.