Fréttablaðið - 04.07.2007, Síða 17
Brynhildur Melot er átta ára gamall nemandi í
Vesturbæjarskóla. Hún er í sumarfríi núna en
ætlar síður en svo að sitja aðgerðalaus og er
meðal annars búin að fara á sumarnámskeið
hjá Kramhúsinu.
Brynhildur er mjög ánægð með námskeiðið sem hún
var á í Kramhúsinu og segir að margt skemmtilegt
hafi verið gert á því. „Fyrst fórum við í svona minn-
isleiki til þess að læra nöfnin á öllum og svo í dans og
leiklist. Systir mín er að kenna afró í Kramhúsinu og
við vorum líka hjá henni og síðan lærðum við að gera
einhvers konar labbandi pýramída og fengum trúð í
heimsókn,“ segir hún.
Sumarnámskeiðin í Kramhúsinu eru vikulöng og
Brynhildur var að fara á námskeið í fyrsta skipti en
sennilega ekki það síðasta. „Ég gæti alveg hugsað
mér að fara aftur á svona námskeið,“ segir hún
ánægð.
Allt á námskeiðinu var jafn skemmtilegt að sögn
Brynhildar og hún getur alls ekki gert upp á milli.
„Mér finnst bara mjög gaman að fara á svona nám-
skeið á sumrin,“ segir hún.
Brynhildur er því ekki hætt að fara á námskeið í
sumar þótt hún sé búin á námskeiðinu í Kramhúsinu.
Næst á dagskrá er nefnilega reiðnámskeið. „Ég hef
heldur aldrei farið á reiðnámskeið áður svo ég hlakka
mjög mikið til,“ segir hún.
Gangandi pýramídi,
afró og reiðnámskeið
BORGARTÚNI 29 | 105 REYKJAVÍK | ICELAND | WWW.EXIT.IS | TEL. +354 562 2362 | FAX. +354 562 9662
// Starfsþjálfun í Evrópu
Austurríki, Spánn, Frakkland, Ítalía, Malta, Þýskaland, Bretland
og Írland. Ef þú ert á aldrinum 18 – 30 ára er starfsþjálfun góð leið til
þess að læra tungumál, öðlast starfsreynslu og kynnast ólíkri menningu.
Hægt er að sækja um Leonardo da Vinci styrk sem rennur til greiðslu
á hluta kostnaðar.
Smurþjónusta
fyrir allar gerðir bíla
Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla
Komdu með bílinn til okkar!
Frábær verð og góð þjónusta!
Alltaf heitt á könnunni!