Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 28
Nú hefur aldeilis dregið til tíðinda í heimi mínum og dagar stræt- óferða dauðans og fóteymsla vegna óhóflegra labbitúra eru taldir. Ástæðan er sú að Brúnó er kominn inn í líf mitt. Brúnó er lít- ill og nettur. Brúnó er gam- all og sætur. Brúnó er appelsínu- brúnn á litinn en það er litur sem ég hélt að væri ekki til þangað til ég sá Brúnó. Hann er svolítið svona „seventís“. Brúnó er sem sagt voða krúttleg bíldrusla sem kærastinn festi kaup á í síðustu viku. Stoltara andlit hef ég sjald- an séð en þegar hann keyrði inn götuna. Nú þeytumst við um fjöll og firnindi án þess að þurfa að treysta á góðvild annarra með að lána okkur bíl. Ef okkur langar til Ísafjarðar, förum við bara þangað. Lífið er talsvert auðveldara með Brúnó. Smáralindin virðist ekki jafn fjarlægur draumur og ferðir í Ikealand verða fjórfalt fleiri. Mér þykir reyndar frekar sorg- legt að kaupa bíl akkúrat núna þegar gróðurhúsaáhrifin eru að setja heiminn úr skorðum. Ég hugga mig við það að bíllinn er lítill og sparneytinn. Svo er ekki eins og eitthvað annað hafi komið til greina enda virðist strætókerf- ið ekki vera til þess að nota það. Ég held að strætóarnir séu bara til skrauts, til þess að gera borgina aðeins heimsborgarlegri. Það er ekki eins og maður sjái fólk inni í strætóunum! Bara svona ein- staka hræða sem fær líklega borg- að fyrir það að sitja þarna. Áður fyrr var ég voða ánægð með strætó og sat þar heilu tím- ana á meðan strætó keyrði fram og til baka um borgina. Ég man líka þegar það kostaði 25 kall í strætó. Núna heyrir maður af því að skiptinemar í háskólunum tími ekki að fara í strætó. Tíma ekki! Hljómar það ekki eitthvað skringilega? En ég er hætt að velta mér upp úr því og bruna í Brúnó mínum um allan bæ. Bónus-vinningur 6 milljónir Alltaf á mi›vikudögum! 100 50 150 1. vinningur MILLJÓNIR Fá›u flér mi›a fyrir kl. 16 í dag e›a taktu sén s á a› missa af flessu ! MILLJÓNIR Á LAUSU! E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 5 8 0 Potturinn stefnir í 50 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 100 milljónir og bónusvinningurinn í 6 milljónir. Ekki gleyma að vera með, nældu þér í áskrift.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.