Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 12
Efnahags- leg staða Norðurland- anna, miðað við önnur ríki, er eindæma góð þótt munur sé á stöðu og horfum einstakra landa. Fjármálaráðherrar Norðurlandanna hittust nýverið í Helsinki og báru saman bækur sínar. Kom í ljós að hag- vöxtur á síðasta ári var minnstur á Íslandi, 2,6 prósent, en mestur í Finnlandi, 5,5 prósent. Verðbólga var mest hér á landi, 6,8 prósent, í Noregi mældist hún 2,5 pró- sent en annars staðar var verðbólgan 1,3-1,9 prósent. Viðskiptajöfnuður var jákvæður á hinum Norðurlöndunum en talsverður viðskipta- halli var á Íslandi. Afkoma ríkissjóðs var best í Noregi á síð- asta ári en Ísland kom þar á eftir. Ríkissjóðir allra Norðurlandanna voru reknir réttum megin striks en til sam- anburðar var afkoman á evru- svæðinu í heild neikvæð og verð- ur áfram, gangi spár eftir. Atvinnuleysi var langminnst á Íslandi af Norðurlöndunum, það mældist 1,3 prósent á síðasta ári. Minnstur hagvöxtur á Íslandi Héraðsdómur Reykja- ness hefur sýknað Álftanesbæ af kröfu Halds ehf. um að felld verði úr gildi ákvörðun bæjaryfirvalda um að synja félaginu um bygging- arleyfi á lóð við götuna Miðskóga. Harðvítugar deilur spruttu vegna málsins í desember síðstliðnum á milli Kristjáns Sveinbjörnssonar, forseta bæjarstjórnar Álftaness, og Henriks Thorarensen, annars eigenda Halds. Sá síðarnefndi sakaði Kristján um að beita vald- níðslu til að koma í veg fyrir að húsið yrði byggt, þar sem það myndi skyggja á sjávarsýn Kristj- áns úr eigin húsi. Skipu- lags- og byggingar- nefnd Álftanes- bæjar synj- aði Henrik um útgáfu byggingar- leyfis í nóvember, og krafðist hann að sú ákvörðun yrði felld úr gildi. Hann krafðist þess til vara að bærinn greiddi honum skaðabætur, þar sem hann hefði augljóslega keypt lóðina með það að augnamiði að reisa á henni hús, og hafi því orðið fyrir fjárhags- legu tjóni þegar honum var mein- að það. Henrik taldi teikningar sínar og plögg uppfylla alla skilmála sem deiliskipulag frá árinu 1980 kvað á um. Skipulagsstofnun og lög- fræðingar sem skoðuðu málið fyrir Henrik voru á sama máli. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að deiliskipulag- ið hafði aldrei verið fullgilt af sveitarstjórn og ekkert deiliskipu- lag væri í raun í gildi á svæðinu. Því þyrfti að miða við skilyrði sem sett eru í aðalskipulagi, og þau skilyrði uppfyllti fyrirhugað hús Henriks ekki. Af þeirri ástæðu fellst dómur- inn á það „að lóð stefnda hafi ekki hlotið formlega afgreiðslu sem byggingarlóð.“ Þykir dómnum engu breyta þar um að byggt hafi verið á öðrum lóðum í nágrenninu án athugasemda. Dómurinn vísaði frá skaða- bótakröfunni þar sem ekki þótti nægilega vel sýnt fram á eða gert sennilegt að nokkurt tjón hafi hlotist af lóðarkaupunum og engin gögn lögð fram því til stuðnings. Önnur rök bæjarins fyrir synjuninni byggðust á nátt- úruverndarsjónarmiðum, þar sem umrædd lóð náði út í fjöru sem er á náttúruminjaskrá. Dóm- urinn fellst einnig á þau rök. „Þessi dómur kemur mjög á óvart,“ segir Henrik. „Mér finnst mjög skrítið að það sé verið að dæma deiliskipulag ógilt sem hefur verið byggt eftir í aldar- fjórðung.“ Hann býst við því að dómnum verði áfrýjað. Kristján segist sáttur og ánægður með dóminn. „Ég tel hann réttan og samræmast lögum og reglum. Hann staðfestir allt sem ég hef sagt um þetta mál frá upphafi.“ Byggt eftir ógildu deiliskipulagi í 27 ár Héraðsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétt hafi verið af Álftanesbæ að synja lóðareiganda um byggingarleyfi á lóðinni. Deiliskipulag sem byggt hefur verið eftir frá 1980 hefur aldrei verið í fullu gildi. Kemur á óvart, segir eigandinn. Ólíkt öðrum afbrotum hefur fíkniefnabrotum fjölgað stöðugt frá árinu 2001. Brotunum hafði fjölgað um 58 prósent árið 2005 miðað við meðaltal síðustu fimm ára þar á undan. Þetta kemur fram í masters-rit- gerð í refsirétti eftir Evu Sigrúnu Óskarsdóttur, sem lauk laganámi við Háskóla Íslands í vor. Ragn- heiður Bragadóttir var leiðbein- andi við rannsóknina. Gera má ráð fyrir að fíkniefna- brotin séu fleiri, þar sem langt því frá öll þeirra eru kærð til lögreglu. Fjölgun þeirra má mögulega skýra með betra eftirliti. Nær öllum öðrum tegundum afbrota hefur farið fækkandi á sama tímabili. Þrátt fyrir að refsingar hafi verið þyngdar hefur framboð fíkniefna aukist, að því er fram kemur í rannsókninni. Lögregla lagði hald á meira magn fíkniefna í fyrra en árið áður, samkvæmt bráðabirgðatölum. Til dæmis var lagt hald á 46 kg af amfetamíni árið 2006, en tæp 9 kg árið 2005. Sama gildir um kókaín, en í fyrra var lagt hald á tæp 13 kg af kókaíni. Árið 2005 var aðeins lagt hald á rúmt kílógramm. Ein undantekning er á þessu, en hald var lagt á 26.231 e-töflu árið 2001, en aðeins 2.089 töflur árið 2006. Segir í rannsókn Evu að þetta megi mögulega rekja til þynginga refsinga vegna e-taflna á sama tímabili. Brotum fjölgar þrátt fyrir þyngri refsingar Varnarmálaráðherra Japans, Fumio Kyuma, sagði af sér í gær vegna ummæla sem hann lét falla um að kjarnorkuár- ásir Bandaríkjamanna á Hírósíma og Nagasakí árið 1945 hefðu verið óumflýjanleg leið til að binda endi á stríðið. Ummæli Kyumas voru gagnrýnd harðlega í landinu því margir líta svo á að kjarnorkuár- ásirnar hafi verið óréttlætanleg slátrun á óbreyttum borgurum. Þjóðaröryggisráðgjafi japönsku ríkisstjórnarinnar, Yuriko Koike, tekur við embætti varnarmálaráð- herra af Kyuma. Hún er fyrsta konan sem gegnir embættinu í Japan. Ummæli um árásir gagnrýnd Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi fyrir helgi frumvarp ríkisstjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta að hertri löggjöf um innflytjendur. Fjórtán atkvæði vantaði upp á að frum- varpið yrði að lögum. Í frumvarpinu er lagt til að landamæragæsla verði hert og markvissum aðgerðum beitt til að fækka ólöglegum innflytjendum á vinnustöðum. Milljónir ólöglegra innflytjenda hefðu fengið lagaleg réttindi með því að snúa stuttlega aftur til heimalandsins. Bush var vonsvikinn að lokinni atkvæðagreiðslu, en frumvarpið átti stuðningsmenn og andmæl- endur bæði meðal demókrata og repúblikana. Innflytjenda- stefna Bush felld Fyrir utan hótel á Ródos, þar sem nú fara fram Eyjaleikarnir svonefndu, var færeyski fáninn dreginn að húni á sömu fánastöng og danski fáninn og hafður undir honum. Að færeyski fáninn skyldi ekki fá að blakta jafnrétthár öðrum fánum Norðurlanda fór fyrir brjóstið á færeyskum mótsgestum og Högni Hoydal, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar á Lögþinginu, krafði utanríkisráðherrann Per Stig Möller skýringa. En Árni Ólafsson, talsmaður Færeyjamála í danska utanríkis- ráðuneytinu, tjáði Politiken að málið væri stormur í vatnsglasi. Utanríkisþjónustan hefði ekki haft neitt með það að gera að flaggað skyldi hafa verið með þessum hætti fyrir utan umrætt hótel. Danir krafnir skýringa Íranar nota líbönsku Hezbollah-samtökin sem staðgeng- il til að hervæða sjíamúslima í Írak og íranskar sérsveitir aðstoðuðu við árásirnar í Karbala í janúar. Þetta fullyrðir bandarísk- ur hershöfðingi. Þetta eru hörðustu ásakanir sem hafa komið frá Bandaríkjamönn- um um að Íransstjórn taki þátt í að kynda undir óöld í Írak. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem haldið er fram að Hezbollah-samtökin taki beinan þátt í átökunum í Írak. Hezbollah-liði var handtekinn í suðurhluta Íraks og er hann sagður hafa verið að vinna fyrir sérsveitir Írans. Íransstjórn sögð fjarstýra árásum Atvinnulífshópur Framtíðarlandsins hefur unnið og sent inn athugasemdir vegna frummatsskýrslu um álver í Helguvík. Í athugasemdunum kemur fram að í álverinu myndu örfá hundruð manns fá atvinnu og margfeldisáhrif þess verði ekki meiri en af annarri atvinnustarf- semi. Leiddar eru líkur að því að eftir muni standa mikil mann- virki, mikið jarðrask og töpuð orka. Segir einnig að margt þykir benda til þess að fjárfestingar fyrir stóriðju séu ekki arðsamar í efnahagslegum skilningi og álverið muni skilja eftir sig fátækari þjóð en ella. Athugasemdir við skýrslu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.