Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 4
Eldur kom upp í Malbik- unarstöðinni Höfða við Sævar- höfða í gærmorgun klukkan tíu. Kviknað hafði í við rætur blönd- unarturns stöðvarinnar er neisti hljóp í dísilolíu sem notuð er við malbiksgerð. „Við úðuðum olíu á vagn og það virðist hafa komist neisti í þá olíu og það dugði til að upp kom eldur,“ segir Valur Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Malbik- unarstöðvarinnar. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn og tókst greiðlega að slökkva eldinn. Lögregla lokaði Sævarhöfða við Malarhöfða, en þykkan og svartan reyk lagði frá svæðinu. „Það er talsvert tjón, rafmagns- lagnir og ýmislegt er ónýtt,“ segir Valur. „Við erum með aðra stöð þarna svo að við getum eitt- hvað framleitt, en ekki eins mikið og við hefðum annars gert.“ Nokkur hætta var á sprengingum á svæðinu vegna olíutanka og - leiðslna í jörðu. Að minnsta kosti fjórir menn af þeim átta sem hafa verið handteknir vegna mis- heppnuðu hryðjuverkatilræðanna í London og Glasgow eru læknar frá Írak, Jórdaníu og Indlandi. Samkvæmt upplýsingum Sky- sjónvarpsstöðvarinnar eru tveir menn til viðbótar, sem handteknir voru í Glasgow á sunnudag, læknanemar á sjúkrahúsi í borg- inni. Yfirvöld í Glasgow hafa neit- að að staðfesta þetta. BBC gengur lengra og heldur því fram að allir mennirnir átta hafi unnið í breska heilbrigðiskerfinu: sjö sem lækn- ar eða læknanemar og einn á rannsóknarstofu sjúkrahúss. Á föstudag aftengdi lögreglan í London sprengjur í tveimur bílum sem stóðu í miðborg Lundúna og á laugardag keyrðu tveir menn jeppa fullan af sprengiefni á flug- stöðvarbyggingu Glasgow-flug- vallar. Engan sakaði i tilræðunum annan en ökumann jeppans sem liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Glasgow. Að sögn BBC heitir hann Khalid Ahmed og er læknir en lögreglan í Glas- gow hefur ekki viljað staðfesta það. Áttundi maðurinn sem var handtekinn heitir Muhammed Haneef og er indverskur læknir. Hann var tekinn höndum á alþjóðaflugvellinum í áströlsku borginni Brisbane á mánudags- kvöld. Haneef var á leiðinni til Indlands. John Howard, forsætis- ráðherra Ástralíu, sagði að lög- reglan væri að yfirheyra annan lækni í landinu. Lögreglan handtók svo tvo menn í Blackburn á Norðvestur- Englandi um hádegisbilið í gær á grundvelli laga um hryðjuverka- varnir. Mennirnir, sem vitni sögðu að litu út fyrir að vera frá Suður- Asíu, höfðu náð í átta stór gas- hylki í iðnaðarhverfi í bænum. Slík gashylki voru notuð í öllum þremur hryðjuverkatilræðunum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni kom fram að of snemmt væri að stað- festa hvort handtaka mannanna tengdist hinum tilræðunum þrem- ur. Eftir árásina á Glasgow-flug- völl á laugardag var lýst yfir hæsta vástigi í Bretlandi, sem þýðir að búist er við hryjuverka- árás hvenær sem er, og hefur lög- reglan í Bretlandi brugðist skjótt við í rannsókn sinni. Gordon Brown forsætisráð- herra tilkynnti í gær, í fyrstu ræðu sinni á þingi eftir að hann tók við völdum, að stofna ætti nýtt þjóðaröryggisráð. Brown mun sjálfur fara fyrir ráðinu sem reglulega mun gefa út áætlun um þjóðaröryggi þar sem sagt verður frá mögulegum ógnum sem steðja að Bretlandi. Fjórir hinna hand- teknu eru læknar Samkvæmt upplýsingum breskra fjölmiðla eru flestir ef ekki allir þeirra átta manna, sem eru grunaðir um aðild að misheppnuðu hryðjuverkatilræðunum í London og Glasgow, læknar eða læknanemar og múslimar af erlendum uppruna. Kim Jong Il, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði í gær að ríkin sem vilja að yfirvöld í landinu hætti við kjarnorkuáætlanir sínar eigi að standa við eigin skuldbindingar í afvopnunarsamningnum sem gerður var í febrúar. Kim sagði þetta á fundi með aðstoðarutan- ríkisráðherra Kína, Yang Jiechi, í gær, að því er kínverskir fjöl- miðlar greindu frá. Í samningnum kemur fram að Norður-Kórea eigi að loka stærsta kjarnakljúfi sínum og fá marg- háttaða aðstoð í staðinn. Orð Kims koma í kjölfar þess að í síðustu viku leystist loks deila um fé Norður-Kóreustjórnar sem fryst hafði verið á erlendum bankareikningum. Kim vill standa við samninginn Pókermót sem haldið var laugardaginn 16. júní síðastlið- inn er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Búið var að senda málið til lögfræðisviðs, en rannsaka þarf ákveðna þætti frekar áður en tekin verður ákvörðun um ákæru, segir Karl Vilbergsson, lögfræðingur hjá lögreglu höfuðborgarsvæðis- ins. Hann segir að lögum samkvæmt taki ríkissaksóknari ákvörðun um það hvort gefin verði út ákæra í málum sem þessum, og málið fari væntanlega þangað. Líklega séu þó um tvær vikur í það hið minnsta. Um 150 pókerspilarar tóku þátt í mótinu, en lögregla stöðvaði það þegar 20 til 30 voru eftir. Verður sent til ríkissaksóknara Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,08 prósent í 5,8 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær, sem skilaði sér í því að vísitalan endaði í 8.408 stigum. Hún hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað um 31,15 prósent það sem af er árs. Mest var hækkun á gengi bréfa í Föroya Banka, sem fór upp um 3,04 prósent. Mesta lækkunin var hins vegar á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfyrirtækinu Atlantic Petroleum en gengi bréfanna fór niður um 1,82 prósent. Úrvalsvísitalan aldrei jafn há

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.