Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 29
Minningarútgáfa með tónsmíðum Árna Björns- sonar tónskálds er komin út á tveimur diskum sem geyma úrval tónsmíða hans: kammerverk, kór- og einsöngslög, auk þriggja dægurlaga sem hann samdi. Útgáfan er helguð minning- um þeirra hjóna, Árna og Helgu konu hans. Er nú loks fáanlegt yfirlit um höfund- arverk þessa virta tónlist- armanns sem hrifinn var frá verki á miðjum aldri. Árni var fæddur í Kelduhverfi í Þingeyjarsýslum 1905. Hann ólst upp í fornu bændasamfélagi þar sem tónlistariðkun var af skorn- um skammti og möguleiki til tón- listarmenntunar enginn. Ungur heillaðist hann af orgelslætti og sýndi þegar óvanaleg efni til að tileinka sér tækni hljóðfærisins sem varð til þess að vandamenn hans sáu hvílíka hæfileika hann hafði. Hann komst á sextánda ári í skamma hríð til kennslu á Húsavík og fór sautján ára gam- all til Akureyrar veturpart og fékk kennslu í píanóleik. Heim sneri hann og stofnaði á næstu árum kóra í heimahéraði sínu og lék á orgel í kirkjum. Hann fór ekki til náms suður til Reykjavík- ur fyrr en um tvítugt og naut þá ókeypis leiðsagnar Páls Ísólfsson- ar sem þá var nýkominn heim frá námi í Þýskalandi. Tónlistarskóli Reykjavíkur var þá nýstofnaður og settist Árni þar á skólabekk og var með fyrstu nemendum sem útskrifaðist þaðan. Hann kast- aði sér í tónlistarlíf bæjarins, lék með Hljómsveit Reykjavíkur og Lúðrasveit Alberts Klahn, kenndi á píanó og lék í danshljómsveit- um. Tómstundir sínar nýtti hann til tónsmíða enda stefndi hugur hans þangað. Rétt fertugur axlar Árni sín skinn og fer út til Bretlands. Stríðið var í hámarki og auðsótt ungu fólki að komast að í bresk- um skólum: herskyldan og stríðið sáu til þess. British Councel gerði það sem þurfti til að sækja nem- endur til nálægra landa og nutu Árni og margir yngri listamenn á Íslandi góðs af því og sóttu nám þessi árin til Bretlands. Árni hóf nám í Konunglega tónlistarskól- anum í Manchester og lauk því á tveimur árum og sneri þá heim til Reykjavíkur. Næstu árin voru blómatími Árna. Íslenskt tónlist- arlíf tók mikið stökk á eftirstríðs- árunum og Árni var mikilvirkur í starfi sínu sem tónskáld: hann tók til verka í mörgum greinum tónbókmennta og hafði metnað til að vinna stærri verk en markað- ur og máttur voru til. Hafði hann hug á óperusmíð og var kominn með textahöfund með sér, Guð- mund Daníelsson. Klippt var á frekari frama Árna þegar hann varð fyrir fólskulegri líkamsárás tveggja manna í Þing- holtunum í Reykjavík. Hann var fyrir miklum höfuðhöggum og blæddi inn á heilann. Árásin var um langt árabil í minnum höfð meðal landsmanna sem einstakt ofbeldisverk sem átti sér fáar ef nokkrar hliðstæður. Áverkar Árna voru svo alvarlegir að hann var ekki nema hálfur maður: starfsgeta hans verulega skert, minni laskað: sjálfsagðir kunn- ugleikar við lestur og nána kunn- ingja og vini voru horfnir. Hann varð að læra það upp á nýtt. Tón- listarhæfileika sínum og tón- heyrn glataði hann ekki, en form- gáfa hans var ekki söm og áður. Helga kona Árna reyndist honum slík stoð á seinni helmingi ævinnar að eftir var tekið. Á diskunum tveimur sem koma nú út með tilstyrk sjóða á borð við Minningarsjóð Margrétar Björgúlfsdóttur, Tónmenntasjóðs Tónskáldafélagsins og Menning- arsjóðs FÍH auk framlaga fyr- irtækja eru verk í flutningi ís- lenskra og enskra listamanna: Kammerkór Hafnarfjarðar syng- ur þrjú lög, Björg Þórhallsdóttir sópran syngur tvö lög og Gunnar Guðbjartsson sautján. Jóhanna Vigdís syngur þrjú danslög og Hátíðarhljómsveit sambands ís- lenskra lúðrasveita leikur þrjú lög. sérskipuð kammersveit flyt- ur svítu fyrir strengi, James Lis- ney píanóleikari flytur fjögur verk og koma þau Jamie Mart- in flautleikari og Elizabeth Layt- on fiðluleikari við sögu í tveimur þeirra. Upptökur fóru fram hér heima og á Bretlandi. Ítarlegur bæklingur fylgir disk- unum tveimur og er bæði á ensku og íslensku. Þar ritar barnabarn Árna, Davis Harald Cauthery, hugvekju og reynir að greina þá breytingu sem varð á högum Árna til tónsmíða eftir árásina og skaðann sem hann þoldi. Disk- arnir geyma gott úrval tónsmíða Árna en ekki er getið um hvenær tónsmíðarnar voru unnar. Áheyr- endum gefst því kostur að meta framlag Árna nú rúmri öld eftir að hann fæddist. Á þessu sumri eru tuttugu ár liðin síðan Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari hratt Sumartónleikum á Mývatni af stað. Þessi menning- arauki fyrir heimamenn og gesti hefur árlega glætt sumarnóttina tónabirtu þó atriðin hafi mörg verið flutt af fáum en vel sótt. Vegna afmælisársins verður efnt til þriggja daga hátíðar um kom- andi helgi og því ekki ráð nema í tíma sé tekið fyrir þá sem vilja leggja land undir fót og hópast norður í Mývatnssveit. Sóknar- nefnd Reykjahlíðarkirkju hefur keypt flygil sem tekinn verður í notkun við hátíðlega athöfn á föstudagskvöld kl. 20.30. Þar flyt- ur ávarp Pétur Snæbjörnsson, formaður sóknarnefndar, sr. Örn- ólfur Ólafsson fer með blessun- arorð. en síðan er tónlistarflutn- ingur: Sólveig Anna Jónsdótt- ir, píanó, Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Sveinn Hjörleifsson, tenór, Margrét Bóasdóttir, sópran, flytja blandað prógram. Á laugardagskvöldið kl. 21 mun jafnaldri Sumartónleikanna og þátttakandi í upphafstónleik- unum 1987, þá reyndar í móð- urkviði, Benedikt Kristjánsson, tenór, syngja við píanóleik Sól- veigar Önnu Jónsdóttur. Bene- dikt lauk framhaldsprófi í söng frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík nú í vor. Sólveig Anna er Ak- ureyringur og vel þekktur tón- listarmaður um allt land. Á efnis- skrá eru íslensk sönglög, ítalskar aríur og ljóðasöngvar eftir Grieg, Schubert og Fauré. Sunnudaginn 8. júlí kl. 14.00 verður í fyrsta sinn almenn guðs- þjónusta í Bænhúsinu á Rönd við Sandvatn, en bænhúsið er gert eftir teikningum af miðaldakirkj- unni í Reykjahlíð. Prófastur Þing- eyjarprófastdæmis, Jón Ármann Gíslason, ásamt sóknarpresti, Örnólfi Ólafssyni, Sighvati Karls- syni og Kristjáni Val Ingólfssyni annast messuna og kirkjukórar í Mývatnssveit syngja. Þetta er í fyrsta sinn sem almenningi gefst kostur á að koma að bænhúsinu, sem er eftirlíking miðaldakirkj- unnar í Reykjahlíð, teiknuð af Herði Ágústssyni, arkitekt. Bæn- húsið er í einkaeign á landareign Randar við Sandvatn, vestan Mý- vatns. Messugestir eru beðnir að klæðast samkvæmt veðri. Gott er að taka með sér tjaldstól, þar sem messan fer að mestu fram utan- dyra. Prestar; sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur, Örnólfur Ól- afsson, Sighvatur Karlsson og Kristján Valur Ingólfsson. Kórar Reykjahlíðarkirkju og Skútu- staðakirkju syngja. Tónlist: Ástríður Pétursdótt- ir, klarinett og Benedikt Kristj- ánsson tenór. Söngstjóri er Mar- grét Bóasdóttir en hún er list- rænn stjórnandi Sumartónleika í Mývatnssveit þetta árið en næstu helgar verða þar í boði tónleikar af ýmsum toga. Sumartónleikar tvítugir Hópur listamanna leggur alþjóð- legri ráðstefnu lið sem haldin verð- ur hér um komandi helgi með því að gefa verk eftir sig. Verða verk- in boðin upp á uppboði á fimmtu- dag en þau verða til sýnis í Startart á Laugavegi 12b í dag og á morgun á afgreiðslutíma verslana. Klukku- tíma fyrir uppboðið, sem verður kl. 17 á fimmtudag, kynna listamenn- irnir verkin áhugasömum. Það er glæsilegur hópur sem leggur málefninu lið: Áslaug Thorl- acius, Birgir Andrésson, Egg- ert Pétursson, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristinn G. Harðarson, Kristín Reynisdóttir, Magnús Pálsson, Ólafur Lárusson, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir. Listaverkauppboðið er til styrkt- ar ráðstefnunni „Saving Iceland“ sem haldin verður helgina 7. og 8. júlí. Þar munu sérfræðingar og fulltrúar baráttusamtaka frá fimm heimsálfum fjalla um hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér dagskrá þessa sumarþings um ástand heimskringlunnar geta litið á vefsíður því helgaðar: http://www. savingiceland.org. og http://www. savingiceland.org/conference Áhugamenn um myndlist fá hér gullið tækifæri til að komast yfir merkileg verk og styrkja um leið ungan umræðuvettvang um gamalt deilumál. Sökk eða stökk SMS LEIKUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.