Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 6
Hentugt við grillið einnota borðbúnaður á tilboðsverði R V 62 38 A Rekstrarvörur 1982–200725ára Snæbjörn Árnason, sölumaður hjá RV Tilboðið gildir út júlí 2007 eða meðan birgðir endast. 296 kr. Pappadiskar 23cm, 50stk (20ík) 446 kr. Pappadiskar 18cm, 100stk (10ík) 356 kr. Pappadiskar djúpir 19cm, 50stk (20ík) Á tilboði í júlí 2007 Plasthnífapör, pappadiskar og plastglös Lánsfjárhlutfall Íbúða- lánasjóðs lækkar í dag úr 90 pró- sentum í 80 prósent. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra ákvað þetta í gær. „Ákvörðunin er tekin til að bregð- ast við mikill hækkun á fasteigna- markaði sem leitt hefur til aukinn- ar verðbólgu og hærra vaxtastigs og þessarar þenslu og spennu í hagkerfinu. Það er verið að bregð- ast við því,“ sagði Jóhanna í sam- tali við Fréttablaðið í gær. Samhliða lækkun lánsfjárhlut- fallsins ákvað Jóhanna að skipa nefnd sem á að vinna að því að efla félagslegan þátt húsnæðiskerfis- ins. „Stór hópur fólks hefur orðið undir á húsnæðismarkaðnum og á hvergi skjól. Það ræður ekki við almennu lánveitingarnar, hvorki hjá Íbúðalánasjóði né bönkunum og þarf því sérstakar lausnir,“ segir hún. Nefndin á að fjalla um hvernig veita má fólki undir skil- greindum eigna- og tekjumörkum lán til fasteignakaupa á sérstökum kjörum og hvernig greiða megi götu fólks á leigumarkaðnum. Eigna- og tekjumörkin hafa ekki verið skilgreind en Jóhanna segist stefna að því að leggja fram frum- varp um málið á komandi þingi. Jóhanna segir mjög mikilvægt að lækkun lánsfjárhlutfallsins og félagslegar úrbætur á húsnæðis- markaði haldist í hendur; í því ljósi hafi það ekki verið henni þungbært að lækka hlutfallið. „Þegar viðurkenndur er vandi á húsnæðismarkaðnum fyrir stóran hóp fólks sem getur ekki eignast húsnæði og er ofurseldur leigu- markaðnum þar sem eru langir biðlistar og á því á að taka þá horf- ir málið við mér með allt öðrum hætti,“ segir hún. Jóhanna telur mikilvægt að aðrar útlánastofnanir fari að for- dæmi hins opinbera og grípi til aðgerða sem miða að lækkun verð- bólgu. „Við erum að koma mikil- vægum skilaboðum til bankanna um að taka þátt í að draga úr verð- bólguþrýstingnum. Bankarnir hafa stuðlað að verulega auknum útlánum á síðustu mánuðum með erlendum lánum til heimilanna.“ Fólk í fjárhagsvanda fái lán á sérkjörum Félagsmálaráðherra hefur lækkað lánsfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs í 80 prósent. Nefnd á að finna leiðir til að efla félagslegan þátt húsnæðiskerfisins. Mikilvægt að bankarnir taki þátt í að draga úr verðbólguþrýstingnum segir ráðherra. Hefur þú farið í útilegu í sumar? Verður fuglaflensan að heims- faraldri? Rúmlega fimmtugur maður sem skaut úr haglabyssu að konu sinni í Hnífsdal 8. júní síðastliðinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Konan hlaut rispur í andliti af völdum haglanna úr byssunni, auk þess sem eitt þeirra gataði peysu henn- ar við öxl. Gæsluvarðhald yfir manninum var í morgun framlengt til 14. ágúst. Hann hefur kært úrskurð- inn til Hæstaréttar. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að ógna konunni og stofna lífi hennar í augljósan háska með því að beina hlaupi byssunnar að henni inni á baðherbergi fyrr um kvöldið. Hann skaut síðan að henni þegar hún reyndi að kom- ast út. Konan slapp úr húsinu og yfir til nágranna þar sem haft var samband við lögreglu. Sérsveit Ríkislögreglustjóra kom á vett- vang og handtók manninn eftir nokkurra klukkustunda umsátur. Til vara er þess krafist að mað- urinn verði sakfelldur fyrir meiri- háttar líkamsárás. Konan krefst þriggja milljóna króna í skaða- bætur og sextán ára sonur þeirra hálfrar milljónar vegna áfallsins sem hann varð fyrir. Ákæran var þingfest í Héraðs- dómi Norðurlands vestra í gær- morgun. Aðalmeðferð í málinu fer fram 11. júlí. Við brotinu getur legið margra ára fangelsisvist. Árásin sem átti sér stað í Breiðholti fyrir hálfri annarri viku, þar sem litháískur maður var höfuðkúpubrotinn af samlöndum sínum og annar særður með eggvopni, var líklega ekki uppgjör vegna fíkniefnaskuldar eins og DV fullyrti í helgarblaði sínu. Þetta segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson, yfirmaður ofbeldis- brotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við vitum það ekki, en sam- kvæmt upplýsingunum sem við höfum aflað okkur bendir ekkert til þess,“ segir Sigurbjörn. Málið er óupplýst en maðurinn sem höfuð- kúpubrotnaði er á batavegi. Ólíklega upgjör vegna fíkniefna Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) brutu samkeppnislög þegar þau auglýstu árið 2004 að þjónustugjöld banka á Íslandi væru þau lægstu á Norðurlöndunum. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur haft kvörtun Neytenda- samtakanna vegna málsins til meðferðar í rúm þrjú ár. Neytendasamtökin sendu kvörtunina vegna þess að þau töldu auglýsingar SBV villandi og ósann- gjarnar gagnvart neytendum þar sem þær byggð- ust á röngum forsendum. Neytendastofa hefur nú tekið undir sjónarmiðin og úrskurðað auglýsing- arnar brot gegn lögum um eftirlit með óréttmæt- um viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. „Þessi úrskurður kemur á óvart og hlýtur að vera á misskilningi byggður,“ segir Guðjón Rún- arsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyr- irtækja, eins og SBV heitir í dag. Hann segir áfrýj- unarheimild í lögunum og líklega verði hún nýtt. Fyrst þurfi þó að bera málið undir stjórn. Erna Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Neytenda- stofu, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að málið hafi tafist jafnlengi og raun ber vitni vegna flutnings verkefna frá Samkeppnisstofnun til Neytenda- stofu. Þurft hafi að forgangsraða og málið hafi lent aftarlega í röðinni vegna þess að auglýsingarnar væru hættar að birtast. Auglýsingarnar úrskurðaðar lögbrot eftir þriggja ára bið Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfisráðherra er andsnúin áformum um að reisa álver á Bakka, í Helguvík og í Þorlákshöfn. Þórunn var viðmælandi Morgun- vaktar Rásar 1 í gærmorgun. Aðspurð sagðist hún ekki sjá ástæðu fyrir Íslendinga til þess að byggja öll þessi álver. Benti hún á að þótt skrifað hafi verið undir samninga um ný álver þýði það ekki að þau verði öll byggð. Nefndi hún jafnframt að fleira væri stóriðja en álver. Engin ástæða til að byggja álver Norræna Atlantshafs- nefndin, NORA, veitir nýjum samstarfsverkefnum 35 milljóna króna styrki í fyrri styrkjaúthlut- un ársins 2007. Var þetta sam- þykkt á ársfundi nefndarinnar. Það voru 23 verkefni á sviði sjávarauðlinda, ferðaþjónustu, upplýsingatækni og uppbyggingu í fámennum strandhéruðum sem hlutu styrkina. Íslendingar taka þátt í sautján þessara verkefna. Í fréttatilkynningu frá NORA kemur fram að með styrkveiting- um vill nefndin leggja sitt af mörkum til þróunar samstarfs í atvinnulífi á Norður-Atlantshafs- svæðinu. Styrkir til sam- starfsverkefna Þessi úrskurð- ur kemur á óvart og hlýtur að vera á misskilningi byggður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.