Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 14
fréttir og fróðleikur Þróist mál sem horfir virð- ist aðeins vera tímaspurs- mál hvenær Reykjanesbær nær 2/3 hlut í Hitaveitu Suðurnesja, og fær þar með möguleikann á að afnema forkaupsrétt hluthafa. Komi sú staða upp getur bærinn selt Geysi Green Energy hlut í félaginu án þess að aðrir hluthafar hafi nokkuð um það að segja. Hörð barátta er nú háð um Hitaveitu Suðurnesja (HS) í kjölfar þess að stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar, Reykjanesbæjar og Grindavíkur- bæjar ákváðu að nýta kauprétt að 15,2 prósenta hlut ríkisins sem samið hafði verið um að Geysir Green Energy (GGE) keypti. Reykjanes- bær virðist þar í lykilstöðu. Samningatónn virðist þó kominn í bæði fulltrúa Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar, og búist við að fundað verði um málið á næstu dögum til að reyna að ná samkomu- lagi um samstarfsaðila. Eftir að ríkið ákvað að selja GGE sinn hlut í HS ákváðu sveitarfélög á Suðurlandi og Suðurnesjum að selja einnig sína hluti í félaginu, þó nokk- ur sveitarfélög hafi ætlað að halda eftir litlum hlut. Um tíma leit því út fyrir að GGE næði um 43,5 pró- senta hlut í félaginu. Reykjanes- bær á 2,5 prósenta hlut í GGE, og hefðu því GGE getað náð undirtök- unum í hitaveitunni með fulltingi Reykjanesbæjar, með samanlagðan hlut upp á um 83 prósent. Forkaupsréttur hluthafa á hlut- um þeirra sem kjósa að selja hefur flækt málin, en fari sem horfir mun endanleg niðurstaða verða svipuð og upphaflega blasti við, þó hlutur GGE verði trúlega minni en 43,5 prósentin sem stefndi í. Yfirvöld í Reykjanesbæ, Hafnar- fjarðarbæ og Grindavíkurbæ til- kynntu fjármálaráðuneytinu form- lega í gær að þau hyggist nýta forkaupsrétt að hlut ríkisins. Ekki er komið að því að sveitarfélögin geti nýtt forkaupsréttinn á hlutum annarra sveitarfélaga sem vilja selja þar sem stjórn HS á eftir að fjalla um hvort félagið sjálft nýti sinn forkaupsrétt. Verði það ekki gert geta Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanes neytt forkaupsréttar á þeim hlutum líka. Forkaupsrétturinn er í réttu hlut- falli við eign félaganna sem hans neyta í félaginu. Ef þrjú sveitarfé- lög ætla að neyta forkaupsréttar á þeim 43,5 prósentum sem ætlunin er að selja kemst Reykjanesbær í tæplega 62 prósenta hlut, Hafnar- fjörður í 24 prósent og Grindavík í rúm 13 prósent og önnur sveitarfé- lög í innan við eitt prósent. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði áforma að selja þann hlut sem bær- inn kaupir með forkaupsrétti til Orkuveitu Reykjavíkur (OR), og eiga möguleika á að selja einnig þau rúm 15 prósent sem bærinn átti upphaflega. Stjórnendur Grindavíkur áforma sölu á nær öllum hlut bæjarins til OR. Þar með er björninn þó ekki unn- inn, því ef Hafnarfjörður og Grindavík ákveða að selja í HS fá aðrir eigendur aftur forkaupsrétt. Þar með gæti Reykjanesbær geng- ið inn í þá samninga og tryggt sér vel yfir 2/3 hluta í HS. Ef bærinn kemst í þá stöðu geta bæjaryfirvöld ákveðið að breyta samþykktum HS og afnumið for- kaupsréttinn alfarið. Þar með opn- ast möguleikar á því að selja GGE hlut í fyrirtækinu án þess að bæjar- yfirvöld í Hafnarfirði eða Grinda- vík geti komið að málinu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri GGE, segir að félagið geti vel hugs- að sér að eignast um þriðjungs hlut í HS. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir þriðjungs eign- arhlut GGE ásættanlegan fyrir Reykjanesbæ, sem muni hvernig sem fari halda ráðandi hlut í HS, í það minnsta 34-35 prósentum. Gunnar Svavarsson, fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn HS, segist reikna með því að aðilar fundi um málið á næstu dögum. Upphaflega hafi ekki annað vakað fyrir Hafnarfirði en að tryggja sína stöðu innan HS með samningum. Þegar á það hafi ekki verið hlustað hafi bænum verið nauðugur einn kostur að nota forkaupsréttinn. Nú virðist þó möguleikinn á því að ná ásættanlegri stöðu fyrir Hafnar- fjörð í gegnum samninga góður. Hafnarfjarðarbær beri fullt traust til Reykjanesbæjar, GGE og OR í þessum efnum. Árni segir líklegt að fundað verði um framhaldið á næstu dögum og reynt að finna samstarfsaðila sem allir geti sætt sig við. „Við viljum hafa áhrif á atburðarásina, og verja Hitaveitu Suðurnesja, á Suðurnesj- um, og um það snýst okkar verk- efni.“ Lánað fyrir námi erlendis Geta bætt og bjargað lífum Reykjanesbær með tögl og hagldir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.