Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 26
„Ég geri það sem ég vil
núna. Ég hef bara ekki
tíma til að gera það allt.“
Hulda Jakobsdóttir varð bæjarstjóri
í Kópavogi, fyrst kvenna, þann 4. júlí
fyrir fimmtíu árum. Í tilefni af því
verður opnuð sýning um störf Huldu
í Bókasafni Kópavogs í dag. Sýning-
in samanstendur af munum í eigu af-
komenda Huldu auk opinberra skjala.
„Þegar við áttuðum okkur á því að
fimmtíu ár væru liðin frá því fyrsta
konan varð bæjarstjóri á Íslandi þá
hugsuðum við okkur ekki lengi um
áður en við ákváðum að við vildum
halda sérstaklega upp á það,“ segir
Una María Óskarsdóttir, formað-
ur jafnréttisnefndar Kópavogs, sem
stendur fyrir sýningunni ásamt ætt-
ingjum Huldu.
Hulda Jakobsdóttir fæddist í
Reykjavík 21. október 1911. Hún gift-
ist Finnboga Rúti Valdemarssyni, sem
þá var ritstjóri Alþýðublaðsins, árið
1938. Tveimur árum síðar fluttu þau
í Kópavoginn, settust að á Marbakka
og hófu fljótt afskipti af málefnum
sveitarfélagsins. Finnbogi varð fyrst
oddviti og svo bæjarstjóri frá 1955 til
1957 og vermdi því bæjarstjórastólinn
fyrir konu sína sem tók við og gegndi
stöðunni til 1962.
Una María efar ekki að sú stað-
reynd að Hulda hafi orðið bæjarstjóri
svo snemma hafi haft áhrif á það að í
Kópavogi var stofnuð fyrsta jafnrétt-
isnefnd landsins. Svo mikils metur
hún störf Huldu að hún myndi vilja
sjá styttu af henni prýða bæinn í nán-
ustu framtíð.
„Hún amma er mjög sterk í okkar
huga og hefur alltaf verið. Það hefur
verið sérstaklega skemmtilegt að fara
yfir gömul skjöl á héraðsskjalasafni
Kópvogs, átta sig betur á því sem hún
gerði enda hefur ekki verið lítið mál
að reka bæjarfélag þegar verið var
að byggja upp Kópavoginn,“ segir
Hulda Dóra Styrmisdóttir, dóttur-
dóttir Huldu Jakobsdóttur, sem held-
ur framsöguerindið Amma sem fyrir-
mynd við opnun sýningarinnar í dag.
„Amma lagði alltaf mikla áherslu á
að konur hefðu menntun enda var hún
sjálf ein af fáum konum sem útskrifuð-
ust sem stúdentar frá MR árið 1931,“
segir Hulda og bendir á að áherslur
ömmu sinnar í bæjarmálum hafi verið
mjög skýrar, sérstaklega hvað varð-
aði velferð barnanna í bænum. „Pen-
ingarnir voru settir í skóla og það
var ekki fyrr en á síðasta árinu henn-
ar sem meiri peningar fóru í vegamál
en skóla,“ segir Hulda og bætir við að
uppbygging skóla, sundlaugar og fé-
lagsheimilis hafi verið ömmu sinni
ofarlega í huga. Þá lagði hún einnig
áherslu á byggingu Kópavogskirkju en
hún var formaður sóknarnefndar í tíu
ár. Til dæmis hafði hún persónulega
samband við Gerði Helgadóttur um að
búa til glerið í glugga kirkjunnar.
Hulda hefur greinilega haft tals-
verð áhrif á hugsunarhátt afkomenda
sinna, sérstaklega kvenleggsins. „Mér,
og ég veit að það sama átti við um syst-
ur mínar og frænkur, datt hreinlega
ekki annað í hug en að konur gætu gert
hvað sem þeim sýndist og gegnt hvaða
stjórnunarstarfi sem væri, af því að
við vissum að amma okkar hafði verið
bæjarstjóri,“ segir Hulda og bætir við
að Hulda amma hafi verið henni og
öðrum fjölskyldumeðlimum mikil fyr-
irmynd í því hvernig sameina skyldi
fjölskyldulíf og frama, enda áttu
Hulda og Finnbogi fimm börn.
Eftir að Hulda lét af störfum sem
bæjarstjóri starfaði hún sem um-
boðsmaður Brunabótafélags Íslands í
Kópavogi. Hún var aftur kjörin bæj-
arfulltrúi 1970 til 1974. Hún lést 31.
október 1998.
Sýningin verður sett í bókasafni
Kópavogs í dag klukkan 17.00 en að
dagskrá lokinni fer fram afhending
árlegrar jafnréttisviðurkenningar
sem veitt er í sjötta sinn.
Danadrottning til Íslands
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Sverrir Norland
Sunnuvegi 5, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut, þriðjudaginn
26. júní. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtu-
daginn 5. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélagið.
Margrét Norland
Kristín Norland
Jón Norland Sigríður Signarsdóttir
Halla Norland Valdimar Sigurðsson
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Hreinn Helgason,
Sæviðarsundi 29, Reykjavík,
er lést 27. júní sl. verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 5. júlí kl. 13.00.
Jónas Hreinsson Valdís Oddgeirsdóttir
Ólafur Hreinsson Helga Þormóðsdóttir
Steinar Hreinn Jónasson
Elmar Helgi Ólafsson
Freysteinn Jónsson,
Vagnbrekku, Mývatnssveit,
verður jarðsunginn frá Skútustaðakirkju föstudaginn
6. júlí kl. 14.
Áslaug Freysteinsdóttir Guðmundur Þórhallsson
Hjálmar Freysteinsson Sigríður Þórðardóttir
Guðrún Freysteinsdóttir Húnn Snædal
Egill Freysteinsson Dagbjört Bjarnadóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur, bróðir, tengdasonur og
afi,
Einar S. Ólafsson
framkvæmdastjóri, Háholti 6, Garðabæ,
sem andaðist á heimili sínu aðfaranótt föstudagsins 22.
júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 6.
júlí kl. 13.00. Blóm og kransar afbeðin en þeim sem vildu
minnast hans er vinsamlegast bent á heimahlynningu LSH
(Krabbameinsfélagið, sími 540-1990).
Inga Jóna Andrésdóttir
Ásta Sigríður Einarsdóttir Finnbogi V. Finnbogason
Elínborg Einarsdóttir Örn Þórðarson
Inga Ólöf Sigurjónsdóttir Alexander Arndísarson
Alexander Dagur Finnbogason
Einar Auðunn Finnbogason
Ólafur J. Einarsson
Sjöfn Ólafsdóttir Eyjólfur Sigurðsson
Sigríður Williamsdóttir Andrés Guðmundsson
og aðrir aðstandendur.
60 ára afmæli
Sextugur er í dag
Guðjón Gestsson
Hann tekur á móti vinum og
vandamönnum að heimili sínu,
Litlubæjarvör 14, Álftanesi,
milli kl. 20 og 23 í dag,
miðvikudaginn 4. júlí.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Karl Gústaf Ásgrímsson,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, sunnu-
daginn 1. júlí. Jarðarförin auglýst síðar.
Svanhildur Th. Valdimarsdóttir
Margrét Inga Karlsdóttir
Helga Jóhanna Karlsdóttir Rúnar Sólberg Þorvaldsson
Bjarni Karlsson
Svanhildur A. Sigurgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Fyrirtæki okkar verður lokað
á morgun, fimmtudaginn 5. júlí,
vegna útfarar
Sverris Norland
www.minningargreinar.is
Okkar kæra mamma, tengdamamma,
amma og langamma
Ragnhildur Stefánsdóttir,
Ljósheimum 8, Reykjavík,
sem lést á Grensásdeild Landspítalans miðviðkudaginn
27. júní, verður jarðsungin í Fossvogskirkju föstudag-
inn 6. júlí kl. 15. Þeim sem vildu minnast hennar er
bent á Minningarsjóð Hollvinasamtaka Grensáss.
Stefán Ómar Oddsson Ása Birna Áskelsdóttir
Ríkharður Oddsson María Viggósdóttir
María Berglind Oddsdóttir
börn og barnabörn.
Fallegir legsteinar
á góðu verði