Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 40
Um 2000 vélar seldar á Íslandi FER SIGURFÖR UM HEIMINN ELLEFU VERSALNIR OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT ÍS L E N S K A /S IA .I S /T O Y 3 82 56 7 /0 7 ISO 14001 vottun - fyrst íslenskra bifreiðaumboða Toyota áfram leiðandi í umhverfismálum Toyota á Íslandi hefur fengið faggilda vottun samkvæmt hinum alþjóðlega ISO 14001 umhverfisstaðli, fyrst íslenskra bílaumboða. Vottunin er viðurkenning á því að allir starfsmenn Toyota á Íslandi vinna stöðugt að því að tryggja bestu nýtingu auðlinda á öllum sviðum rekstrarins til að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi fyrirtækisins. Toyota hefur lengi verið í fararbroddi í þróun á tækninýjungum sem lágmarka áhrif bifreiða á umhverfi sitt, allt frá framleiðslu til förgunar. Stefna fyrirtækisins á alþjóðavísu kristallast í kjörorð- unum: „Eitt markmið: Enginn útblástur.“* Toyota á Íslandi hefur lengi lagt hinum fjölbreytilegustu verkefnum á sviði umhverfismála lið. Til dæmis hefur Toyota stutt íslenska skógrækt dyggilega frá árinu 1990 og í samstarfi við umhverfissa- mtökin Bláa herinn hafa hundruð tonna af rusli og úrgangi verið hreinsuð úr náttúrunni víða um land. Við hjá Toyota erum staðráðin í að vera áfram leiðandi á sviði umhverfismála. ISO 14001 vottunin er okkur mikil hvatning og í raun staðfesting á því að við erum á réttri leið í baráttunni fyrir bættri umgengni við náttúru og umhverfi. *Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um umhverfisstefnu Toyota á Íslandi á vefsíðu fyrirtækisins, www.toyota.is Þótt ég rembist alla daga árs-ins við að vera besta mamma í heimi man ég bara stundum eftir því að setja á börnin mín sólar- vörn. Það er að segja hér á Íslandi því um leið og komið er út fyrir landsteinana er ég meðvitaðasta konan veraldar um skaðsemi út- fjólublárra geisla. En vegna þess að íslensku sólarveðri fylgir oftast kaldur garri spóka litlu grísirn- ir þrír sig oft alveg varnarlaus- ir í sumrinu. Þó ekki eins oft og ég sjálf, því þá sjaldan sem gefur fyrir dálítið sólbað væri spandals að nýta það ekki alveg í botn. þessvegna er ég eftir blíðu undanfarinna daga eins og þroskaður tómatur um trýnið. Þó hafði ég ekki vit á að skipuleggja brunann betur en að vera í allskyns stuttermabolum og með sólgler- augu svo litbrigðin eru virkilega fjölbreytt. Á heiðskíru dögunum togast væntanlega á hjá fleirum skylduræknin við vinnusemi inn- andyra og innbyggð þörfin fyrir að vera úti í góða veðrinu. Fjölmarg- ar kröfugerðir skjóta nefnilega upp kollinum þegar sumarið skell- ur svona óvænt á, því auk þess að vera úti frá morgni til miðnætt- is er áríðandi að vera eins ber og mögulegt er. Líka við kuldaskræf- urnar, þótt lofthitinn rétt sleiki tveggja stafa tölu og napur gjóst- ur kitli gæsahúðina. og sér í lagi er mikilvægt að útigrilla aðalmáltíð dagsins. Faðir minn þótti á sinni tíð virkilega framúrstefnuleg- ur með prímusinn í lautarferðum fjölskyldunnar en það var fyrir hundrað árum og þá var ekki búið að finna upp grillið. Fyrir ára- tug eða svo þótti kolagrill nú bara frekar grúví en nú finnast varla svo aumar svalir að ekki standi þar almennilegt gasgrill. Frækn- ustu grillararnir geta svo státað af sérstökum útigrilleldhúsum sem eru nokkrir fermetrar að stærð og kosta hönd og fót. að ég er svo trúgjörn þá finnst mér mjög lík- legt að fjölmargir hafi svona óg- urlega útigrillþörf og standi fyrir daglegum stórveislum. Samt held ég dauðahaldi í gamla lúna grillið mitt sem árið um kring er til þjón- ustu reiðubúið, lítið, ljótt og rið- andi. Í máttlausri uppreisn gegn hinni lúmsku efnishyggju finnst mér nefnilega gott að eignast aldrei í lífinu útigrilleldhús, hjól- hýsi eða fjórhjól. Grill FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.