Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is S ú var tíð að það var talið ýmsum stjórnmálamönnum til vegsauka og virðingar að gefa sérfræðingum fyrir sunn- an langt nef. Sérstaklega gaf þetta góða raun þegar fiski- fræðingar áttu í hlut. Af yfirlýsingum sjávarútvegsráð- herra verður ekki ráðið að hann ætli að láta ímyndar- vanda af þessu tagi rugla sig í ríminu við ákvörðun heildarafla enda þunnur þrettándi í nútímapólitík. Undirbúningur væntanlegrar ákvörðunar hefur verið vandaður. Nægur tími hefur verið gefinn til almennrar umræðu. Ólík sjónar- mið hafa fengið bæði tíma og rúm til að kallast á. Hinu verður ekki breytt að mikill niðurskurður í þorskveiði er þungt efnahagslegt áfall. Það snertir fyrirtæki, byggðarlög og einstaklinga. Við slíkar aðstæður er ekki einfalt mál fyrir hagsmunasamtök að taka ábyrga afstöðu. Sem endranær sýnir Sjómannasambandið þann styrk. Forystumenn þess eiga lof skilið fyrir vikið. Því dap- urlegra er að sjá LÍÚ bogna eftir hartnær fjögurra áratuga stað- festu og ábyrgð í þessum efnum. Um langan tíma hefur verið ljóst að sjávarútvegur getur ekki mætt þörf fólks á landsbyggðinni fyrir fjölgun starfa. Sjávarút- vegur rétt eins og aðrar framleiðslugreinar bætir framleiðni með meiri tæknivæðingu og færra fólki. Þessi þróun verður enn hrað- ari á komandi árum eigi greinin ekki að staðna. Að óbreyttum heildarafla blasti þar af leiðandi við að færra fólk en áður þyrfti til að leysa sömu störf af hendi. Þetta er eina leið- in fyrir sjávarútveginn til þess að standast samkeppni. Því frem- ur verður þessi staðreynd ljós þegar við blasir að skera þarf niður þorksveiðiheimildir svo um munar. Viðgangur sjávarbyggða mun í framtíðinni velta á því að sjávar- útvegurinn geti keppt um menntað vinnuafl í tæknivæddri fram- leiðslu og að samhliða verði plægður jarðvegur fyrir ný atvinnu- tækifæri á öðrum sviðum. Ef langtíma hugsun býr að baki mót- vægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar á ekki að líta á þær eingöngu sem tímabundnar varnaraðgerðir. Þær ættu líka að fela í sér nýja sókn á öðrum sviðum. Margir tala um nauðsyn þess að breyta fiskveiðistjórnarkerf- inu þannig að halda megi mynstri veiða og vinnslu sem mest óbreyttu og tryggja með því atvinnu og búsetu. Hætt er við að slík tilraun myndi stöðva þróun og einfaldlega breyta sjávarútvegin- um í einhvers konar Árbæjarsafn liðinnar tíðar. Fátæklegastar að skynsemi og rökréttri hugsun eru þó tillögur um að leysa vanda veikustu byggðanna með því að hækka skatta á helstu fyrirtæki þeirra. Fiskveiðistjórnarkerfið hefur verið umdeilt. Ástæðan er fyrst og fremst sú að framleiðniaukningin hefur eðlilega fækkað störf- um og veikt einstakar byggðir. Þeirri þróun verður ekki snúið við með breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi eigi atvinnugreinin að hafa áframhaldandi svigrúm til að bæta framleiðnina og styrkja sam- keppnisstöðu sína. Þess vegna eru þeir að blekkja sem halda því fram að vanda veikra sjávarbyggða megi leysa með breyttu kerfi; jafnvel þó að snoturt hjartalag búi að baki. Í þessu ljósi er mikilvægt að mótvægisaðgerðir ríkisstjórnar- innar verði almennar og miði í stærstu dráttum að því að skapa umhverfi þar sem nýjar atvinnugreinar geta sprottið upp. Þróun er ekki alltaf sársaukalaus en hún er vænlegri kostur en stöðnun. Þróun eða stöðnun Nú á tímum hnattvæðingar stýra margar og mótsagna- kenndar tilhneigingar framvindu mála. Sem betur fer birtist okkur vaxandi umhverfisvitund í ýmsum myndum en um leið er miskunn- arlaus gróðahyggja drifkraftur í hinu alþjóðlega viðskiptalífi, eins konar hnattvæddur græðgiskap- ítalismi. Svipaða sögu má segja af baráttunni fyrir jafnrétti kynj- anna. Í orði kveðnu viðurkenna allar hugsandi manneskjur mik- ilvægi þess að tryggja jafnrétti, ekki aðeins í orði heldur í reynd, enginn rís upp og segist andvíg- ur slíku. Því mætti halda að kven- frelsi og jafnrétti kynjanna væri á næsta leiti en svo er því miður ekki. Flestir viðurkenna að kyn- bundinn aðstöðu- og launamun- ur er óverjandi hneisa og ekkert annað en brot á mannréttindum og skerðing á frelsi kvenna. Hversu djúpt sannfæringin ristir hjá hverjum og einum, hvað menn eru tilbúnir til að gera þegar á reynir til að bæta ástandið, er önnur saga. Enn vandast málin þegar út í önnur og óbeinni birtingarform karla- eða feðraveldisins kemur. Eitt slíkt var á dagskrá fundar jafnréttisnefndar þingmannasamkomu Evrópuráðs- ins og á þinginu sjálfu sem undir- ritaður sótti í síðustu viku, þ.e.a.s. hvernig kvenlíkaminn eða kven- ímyndin er notuð í auglýsingum. Margir, og þar á meðal sumir ræðumanna á Evrópuþinginu, ypptu öxlum og töldu málið létt- vægt, jafnvel að það ætti ekki heima undir hatti umræðna um jafnréttisbaráttu kynjanna. Aðrir, og þar á meðal undirritaður, urðu til að benda á að óviðeigandi og jafnvel auðmýkjandi notkun kven- líkamans er einmitt birtingarform niðurlægjandi viðhorfa í karllægu samfélagi. Dæmi um slíkt eru ótal- mörg, nægir að nefna auglýsingar, þar sem fáklæddar konur og ungar stúlkur eru notaðar sem hlutir til að fanga athygli þeirra sem ætlun- in er að selja bifreiðar eða veiðiút- búnað. Rétt eins og umræður um um- hverfislega ábyrgð fyrirtækja, við- skiptalífsins og samfélagsins alls þurfa að ná dýpra en til yfirborðs- ins, þá verður siðferðileg og fé- lagsleg ábyrgð og virðing fyrir frelsi og réttindum kvenna að rista dýpra en nú er. Mikilvægt er að stefna og viðhorf ríkisstjórna, við- skiptalífsins og samfélagsins taki til hvers kyns brota gegn jafnrétti kynjanna, beinna sem óbeinna. Til að ná fram kvenfrelsi og þar með jafnrétti kynjanna þarf fyrst og fremst hugarfarsbreytingu, þótt einnig sé nauðsynlegt að beita jafnréttislögum, ákvæðum um auglýsingar í samkeppnislögum, siðareglum og öðrum þeim tækjum sem til er að dreifa í þessum anga jafnréttisbaráttunnar. Það er áhyggjuefni hversu litlu áralöng barátta fyrir jafnrétti kynjanna á Vesturlöndum hefur skilað. Þrátt fyrir lagasetningu, rannsóknir og aukna meðvitund lætur hugarfarsbreytingin á sér standa. Það vekur upp spurning- una um viljann: er það í raun vilji samfélagsins að konur nái jöfn- um rétti á við karla? Ef við viljum það í raun er nauðsynlegt að skoða allt samfélagið: sjálfstæði kvenna og velferð, stöðu þeirra í atvinnu- lífinu, kjaramálin, stöðu þeirra á heimilunum, kynbundið ofbeldi, og valdahlutföllin. Þá eru ótaldar staðalímyndirnar, sem eru birting- armynd hinna raunverulegu við- horfa sem karlasamfélagið fóstrar og viðheldur. Hvernig kynin eru sýnd í fjölmiðl- um skiptir miklu máli fyrir viðhorf okkar gagnvart hlutverkum kynj- anna og stöðu þeirra í þjóðfélag- inu. Ef konur eru ævinlega sýnd- ar sem hlutir og skrautmunir hlýt- ur það að síast inn í vitund okkar. Að sama skapi eru karlar oftar en ekki sýndir sem gerendur er hafi vald yfir eigin lífi og jafnvel ann- arra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessar klisjukenndu birtinga- myndir hafa áhrif á launamun- inn, ofbeldið og kynbundin völd, þess vegna ætti okkur ekki að vera neitt að vanbúnaði að takast af al- vöru á við að uppræta innrætingu af þessu tagi. Sem betur fer eru skaðleg áhrif staðalmynda kynjanna orðin hluti af pólitískri umræðu og það mun sennilega fara vaxandi næstu ár ef það er raunverulegur vilji okkar að breyta stöðu kvenna í samfélaginu. Stjórnmálaflokkarnir hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í þessari baráttu og nauðsynlegt að þeir tengist þeim frjálsu félaga- samtökum sem unnið hafa mikil- vægt starf í þágu kvenfrelsis og jafnréttismála. Nauðsynlegt er að vekja áhuga sem flestra og virkja félags- og menningarlíf, fjölmiðla, menntakerfi og vinnumarkaðinn allan. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að afnema þau karl- lægu viðhorf sem viðhalda forrétt- indum karla í samfélaginu. Í því augnamiði ber að færa aukin áhrif og völd til kvenna, sem mun á end- anum skila sér í réttlátara samfé- lagi fyrir alla, konur og karla. Formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Konur í auglýsingum Einkavæðing fyrir hvern? Geysir Green Energy hafa eignast tæp 44 prósent í Hitaveitu Suðurnesja með kaupum á hlut ríkisins og sveitarfélaganna Vestmannaeyja, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs, Árborgar og Kópavogs. Reykjanes- bær og Hafnarfjörður hafa enn ekki selt og óvíst hverjar fyrirætlanir þessara sveitar- félaga eru. Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Geysis Green Energy sagði í viðtali við RÚV að kaup fyrirtækisins væru ekki einkavæðing held- ur markaðsvæðing og virk samkeppni ætti að skila lægra verði til neytenda. En hver er reynslan af bylgju markaðsvæðing- ar á undanförnum árum? Ríkisbankarnir voru seld- ir og hefur útibúum fækkað auk þess sem þjón- ustugjöld og vextir hafa hækkað. Síminn var seld- ur og ein af fyrstu ákvörðunum nýrra eigenda var m.a. að stórminnka þjónustuna úti á landi auk þess sem íbúar á landsbyggðinni borga meira fyrir verri þjónustu. Á Íslandi er engin samkeppni á orkumarkaði og hafa ný lög ekki breytt neinu þar um. Sú virð- ist einnig vera raunin í nágrannalöndum okkar, þar sem töluvert fleiri búa. Nýleg skýrsla í Svíþjóð sýnir svart á hvítu að markaðsvæðing orkufyrirtækja hefur ekki skilað neytendum neinu. Þvert á móti eru það orkufyrirtækin sem enn eru í op- inberri eigu sem bjóða lægsta verðið, að jafnaði 24 prósentum lægra. Um leið skila þau mjög ásættanlegum hagnaði til eig- enda sinna, sem eru íbúar viðkomandi sveitarfélaga. Geysir Green Energy er búið að leggja 22,5 milljarða í kaup á Hitaveitu Suður- nesja og einhvern veginn þurfa þeir að ná inn þeim peningum. Líkurnar á samkeppni frá öðrum lönd- um, s.s. með flutningi rafmagns frá Evrópu um sæ- streng eru engar. Því má ætla að viðskiptavinir Hitaveitu Suðurnesja, íbúar sveitarfélaganna sem seldu, eigi eftir að borga þann brúsa með einum eða öðrum hætti áður en yfir lýkur. Einkavæðing eða markaðsvæðing mun því enn á ný sanna gildi sitt fyrir fjármagnseigendur. Við, neytendur sitjum hins vegar eftir með sárt ennið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.