Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 10
 „Það stefnir í metþátttöku,“ segir Ragnar Sverrisson, kaupmaður á Akureyri og einn forsvarsmanna Glerárdalshringsins, sem verður genginn á laugardaginn næstkomandi. Glerárdalshringurinn er ganga sem er gengin eftir fjallsbrúnum í Glerárdal fyrir ofan Akureyri. Á sólarhring eru gengnir 24 tindar eða einn tindur að meðaltali á klukku- stund. Hæsta fjall leiðarinnar er fjallið Kerling sem er 1.538 metrar yfir sjávarmáli. Að sögn Ragnars stefnir í að um 70 manns taki þátt í þessari þriðju göngu sem er farin. „Við skiptum fólkinu niður í þrjá hópa sem fara misjafnlega hratt yfir. Björgunarsveitin Súlurnar á Akureyri verður okkur síðan til halds og trausts. Þeir útvega öllum hópunum fjarskiptabúnað og verða með fjarskiptavakt og til þjónustu reiðubúnir ef á þarf að halda,“ segir Ragnar. Hópnum verður skipt niður í þrennt eftir því hversu hratt þeir fara yfir. Fararstjóri A- hópsins, sem fer hraðast yfir, verður Þorvald- ur Þórsson, fjallgöngumaður með meiru. Þorvaldur hefur sett sér það markmið að ganga á árinu 100 tinda sem eru yfir 1.400 metrum yfir sjávarmáli. Glerárdalshringurinn er tæplega 50 kílómetra langur og heildarhækkun er um 4000 metrar. Lagt verður af stað frá Skíðahót- elinu í Hlíðarfjalli og komið til byggða sólarhring síðar þar sem Skátafélagið Klakkur mun taka á móti göngugörpunum með hressingu og veita þeim viðurkenningaskjal. Sjö Spánverjar og tveir Jemenar dóu í hryðjuverkaárás í Jemen á mánudag. Hryðjuverka- maður keyrði bíl sem var fullur af sprengiefni inn í bílalest. Sex Spán- verjar særðust en aðeins einn þeirra var lagður inn á sjúkrahús, að sögn spænska blaðsins El Pais. Auk þess særðust tveir Jemenar. Árásin átti sér stað um 140 kíló- metra austan við höfuðborgina San´a á svæði sem er þekkt fyrir stjórnleysi og er talið að hryðju- verkanetið al-Kaída hafi staðið á bak við hana. Í bílalestinni voru þrettán Spán- verjar frá Madríd, Baskalandi og Katalóníu sem voru að heimsækja afskekkt 3000 ára gamalt hof sem heitir Mahram Balqis þegar árásin átti sér stað. Al-Kaída hafði varað yfirvöld í Jemen við því að þau gætu hugsanlega gert hryðjuverk- árásir á opinberar byggingar eða erlend sendiráð í landinu; þess vegna áttu þau ekki von á því að árás yrði gerð á þessum afskekkta stað. Spænsk yfirvöld hafa varað Spán- verja við því að ferðast til Jemen vegna þess að um 100 ferðamönn- um hefur verið rænt í landinu síðan á tíunda áratugnum. Sautján Spán- verjar hafa nú dáið í hryðjuverka- árásum á erlendri grundu frá árinu 1994, að sögn El Pais. Sjö Spánverjar létust og sex særðust Það var handagangur í öskjunni í bjórverk- smiðju Kalda á Árskógsströnd aðfaranótt fimmtu- dagsins. Verksmiðjan afgreiddi stóra pöntun fyrir helgina en gallaðar flöskur ollu því að hlaða þurfti átöppunarvélarnar handvirkt. „Við vorum að til klukkan fimm um nóttina og bíllinn kom að sækja pöntunina klukkan sex. Það mátti því ekki tæpara standa,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Kalda. Átöppun hófst á miðvikudagsmorgun og átti að vera lokið síðdegis á fimmtudag. Snemma kom í ljós að límmiðarnir tolldu ekki á nýju flöskunum og því varð að hlaða vélarnar handvirkt. „Við þurftum að handleika hverja flösku svona fjórum til fimm sinnum. Setja hana inn í límmiða- vélina og úr henni aftur og svo inn í átöppunarvél- ina og úr henni en venjulega gerist þetta sjálfvirkt,“ útskýrir Agnes og bætir því við að ekki hefði tekist að klára verkið ef vinir, ættingjar og nágrannar hefðu ekki hjálpað til. „Það var mikil samstaða um að klára þetta verk og hér voru tólf manns við vinnu langt fram á nótt,“ segir Agnes sem reiknast svo til að um 19.400 flösk- ur hafi verið handleiknar þessa nótt. Kaldi hóf framleiðslu sína í október í fyrra. 24 tindar gengnir á sólarhring Glerárdalshringurinn verður genginn í þriðja sinn á laugardag. Gengnir verða 24 tindar á sólarhring og er búist við um 70 þátttakendum. Fjallið Kerling er hæst í hringnum en það er 1.538 metrar yfir sjávarmáli. Iceland Express hefur flug til Lúxemborgar í haust. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir ástæðu þessarar nýju flugleiðar vera mikla eftirpurn frá viðskiptavinum og góð staðsetning borgarinnar. Flogið verður á þriðjudögum og föstudögum og farið frá Keflavík síðdegis en frá Lúxemborg að kvöldi. Flogið verður á sex vikna tímabili, frá 28. september til 9. nóvember. Matthías segir að ef viðbrögð verði góð sé hugsanlegt að haldið verði áfram með flugið. Beint flug til Lúxemborgar Samtök verslunar og þjónustu fagna því að atvinnu- tekjur skerði ekki lengur bætur þeirra sem eru 70 ára og eldri, en hvetja jafnframt ríkisstjórnina til að lækka aldurinn niður í 67 ár hið fyrsta, að því er fram kemur í fréttatilkynningu samtakanna. Einnig kemur fram í tilkynn- ingunni að tæplega 4.000 manns á aldrinum 65 til 71 árs gætu hugsað sér að vinna launavinnu ef tekjur þeirra skertu ekki lífeyri eða aðrar bætur. Á þetta bæði við um eldri borgara og öryrkja, og hvetja samtökin því einnig til þess að bætur öryrkja sem hefja launaða atvinnu verði heldur ekki skertar. Ákvörðun ríkis- stjórnar fagnað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.