Fréttablaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 18
Honda Accord executive býður
af sér góðan þokka og kemur
fyrir sem hógvær en kraftmikil
skepna.
Við fyrstu kynni virkaði Honda
Accord executive svolítið eins og
félagsheimilið í myndinni Með allt
á hreinu.
Það var lítið að sjá að utan en
þegar inn var komið blasti risa-
stór, glansandi salur við Stuðmönn-
um. Íburður Hondunnar er sam-
bærilegur og það höfðaði til mín
því það er alltaf ákveðinn klassi
yfir því að vera ekki endilega með
„blíngblíngið“, glysið og glamúr-
inn útum allt að hætti olíufursta.
Excecutive-útgáfan af Hondu
Accord er meðal annars búin leð-
ursætum og sóllúgu sem er góð
blanda, sér í lagi þegar veðurblíð-
an leikur við landsmenn. Á milli
framsætanna er að finna mörg
þægileg geymsluhólf og öruggur
staður fyrir GSM-símann er undir
útvarpstækinu en það er ótvíræð-
ur kostur, því hver kannast ekki
við það að gemsinn flýgur undir
bílsætið ef maður leggur hann
óvart frá sér á rangan stað?
Að aka Hondu Accord var nán-
ast óaðfinnanlegt. Viðnám stýris-
ins hóflega eftirgefanlegt, hann er
hljóðlátur og jafn snöggur upp og
maður myndi búast við af bíl sem
er búinn 2,4 lítra vél og 190 hest-
öflum. Skriðstillirinn var alger
snilld þegar út fyrir höfuðborgina
var komið og mjög auðvelt að
slökkva og kveikja á honum, enda
stjórnkerfið í stýrinu.
Mælaborð Hondunnar er með
óbeinni, þrívíðri lýsingu sem skil-
aði sínu án þess að trufla og er það
í samræmi við áðurnefndan hóg-
værðar klassa.
Í nóvember í fyrra unnu tveir
bílar frá Hondu (Honda Fit og
Accord Hybrid) tvö efstu sætin í
áreiðanleikakönnun sem gerð var
á vegum CNN og almennt séð
hefur þessi bíll notið mikilla vin-
sælda í Evrópu og Bandaríkjun-
um. Það er ekki að undra því
Honda Accord er eftirgefanlegur
og samviskusamur gæðingur sem
lætur vel að stjórn og veldur eig-
anda sínum ekki vonbrigðum.
Enginn gleiðgosaháttur
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki