Fréttablaðið - 05.07.2007, Side 1
mest lesna dagblað á íslandi Sími: 512 5000
FIMMTUDAGUR
5. júlí 2007 — 180. tölublað — 7. árgangur
Lilja Katrín Gunnarsdóttir fer nánast aldrei í
buxur og kann vel að meta níunda áratuginn.„Ég keypti fjóra kjóla í Kolaportinu um síðustu helgi
fyrir tvö og fimm, hvern öðrum flottari og þessi er
eins og sniðinn á mig,“ segir Lilja Katrín og bætir því
við að henni líði eins og Cyndi Lauper í honum „Ég er
svoddan „eighties“ barn. Fæddist ´82 og finnst allt
þetta tímabil svo heillandi. Átti stórar systur sem
kynntu mig fyrir The Cure og ýmsu öðru „eighties“-
legu og þessi pönkaði ævintýrablær höfðaði sterk-
lega til mín,“ segir þessi káta kona og skýtur því inn
að daginn sem myndin var tekin hafi vinnufélagarnir
horft svolítið sérkennilega á klæðaburðinn. „En ég
tímdi ekki að fara úr honum þó ég eigi eflaust eftir að
nota hann meira spari í framtíðinni. Svona þegar ég
skrepp á kaffihús á kvöldin.“
Pönkaður
ævintýra-
blær
Öll brúðhjón sem skrá sig á brúðargjafalista hjá Tekk-
Company fá litla gjöf við skráningu. Nöfn þeirra fara einnig
í LUKKUKRUKKUNA sem 5 lukkuvinningar verða dregnir úr
í desember; ein 150.000 kr. og fjórar 10.000 kr. úttektir í
Tekk-Company.
Við bjóðum ykkur að skrá ykkur á brúðargjafalista
Kæru brúðhjón!
veðrið í dag
LiLja Katrín gunnarsdóttir
Í pönkuðum
ævintýrablæ
Tíska Heilsa
í miðju bLaðsins
sóLþurrKað sæLgæti Starfsmenn Byggðasafnsins á Ísafirði sýna gestum og
gangandi hvernig saltfiskur var verkaður áður fyrr. Eftir því sem næst verður komist
er þetta eini staðurinn á landinu þar sem saltfiskur er sólþurrkaður. Þegar fiskurinn
er tilbúinn er honum pakkað og hann seldur bæði á Ísafirði sem og í Kolaportinu í
Reykjavík. FRéTTaBlaðið/gva
bolUnGARvík Hvað sem hrakspám
í sjávarútvegi líður eru Bolvíking-
ar minnugir þess að lífið er meira
en saltfiskur, til dæmis sólpallar.
Að sögn Elvars Sigurgeirssonar,
vélaverktaka í Bolungarvík, eru að
minnsta kosti fimmtán slíkir í
smíðum þar í bæ.
„Ég er búinn að grafa fyrir
ellefu það sem af er sumri og á
eftir að grafa fyrir fjórum í við-
bót.“ Bolungarvík telur um 800
manns. Elvar rekur eigin vélar-
leigu í Bolungarvík og er með níu
manns í vinnu. Hann segir mikið
að gera hjá sér á sumrin en þegar
verkefnin dragast saman á vet-
urna nýtir hann mannskapinn í að
gera upp gamlar Deutsch-dráttar-
vélar og fornbíla. Elvar á sautján
Deutsch-vélar og hefur þegar gert
upp fimm. - bs / sjá síðu 16
Framkvæmdagleði í Bolungarvík:
Fimmtán sólpallar í smíðum
víÐA RIGnInG SíÐDEGIS - Í
dag verður hæg breytileg átt sunn-
an til, annars yfirleitt norðan 5-10
m/s, hvassast austan til. Úrkomu-
lítið í fyrstu en víða dálítil rigning
síðdegis eða í kvöld. Hiti 10-20
stig, hlýjast til landsins sunnan og
vestan til.
vEÐUR 4
��
�� ��
��
��
��
STjóRnMál Lækkun hæsta láns-
hlutfalls Íbúðalánasjóðs hefur
ekki tilætluð áhrif, segir Ingi-
björg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala. Aðeins lítið
brot lántakenda hjá sjóðnum tekur
lán sem nemur hæsta fáanlega
hlutfalli af kaupverði.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra lækkaði lánshlut-
fall Íbúðalánasjóðs úr 90 prósent-
um í 80 prósent á dögunum.
Tilgangurinn er að slá á þenslu og
spennu í hagkerfinu sem fylgdi
hækkandi fasteignaverði, að henn-
ar sögn.
Ingibjörg segir aðgerðina
breyta litlu sem engu fyrir fólk
sem kaupir eignir á rúmar 20
milljónir og þar yfir. Því muni hún
ekki hafa áhrif á lækkun fast-
eignaverðs. „Þetta kemur harðast
niður á fólki sem kaupir ódýrustu
og minnstu eignirnar og var svo
heppið að geta tekið 90 prósenta
lán. Allt tal um að þetta slái á
þensluna er því rangt.“
Hún segir lækkunina ekkert
hafa að segja og komi verst við þá
sem minnst mega sín. Einhvern
veginn þurfi fólk eftir sem áður
að fjármagna íbúðakaup sín.
Samkvæmt upplýsingum frá
Íbúðalánasjóði fengu 127 lántak-
endur hámarkslán á fyrstu fimm
mánuðum ársins, þar af fjörutíu á
höfuðborgarsvæðinu. Á sama
tíma seldust á milli fjögur og
fimm þúsund íbúðir. Samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins er
meðallán sjóðsins um eða undir
sextíu prósentum af kaupverði
íbúðar.
Guðmundur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs,
telur ákvörðun um lækkað láns-
hlutfall sjóðsins hafa lítil áhrif.
„Ég held að þetta hafi ekki mjög
mikil áhrif á útlánastarfsemi
sjóðsins vegna þess að aðrar tak-
markanir, eins og brunabótamat,
hafa mikil áhrif á lánveitingar,“
segir hann. „Þess vegna óttast ég
að þessi breyting kunni frekar að
hafa áhrif úti á landi og þenslu-
áhrifin hafa kannski ekki verið
mest þar.“
- sþs / bþs / sjá síðu 6
Lækkun slær
ekki á þenslu
Lægra lánshlutfall Íbúðalánasjóðs slær ekki á þenslu,
segir formaður fasteignasala. Aðeins lítið brot lántak-
enda tekur hæsta lán hjá sjóðnum. Framkvæmda-
stjóri Íbúðalánasjóðs efast einnig um áhrif lækkunar.
Skærar
ungstjörnur
Fimmta Harry Potter
myndin frumsýnd í
London.
Fólk 40
jaKob Frímann
Lét skíra í höfuðið
á móður Lennons
Nýi erfinginn heitir Jarún Júlía
FóLK 50
Glæsilegt afmæli
Ragna Lóa Stef
ánsdóttir fagnaði
fertugsafmæl
inu með stæl
á Borginni.
Fólk 50
Myndlistarsýningar
opnaðar um land allt
Sigríður Níelsdóttir sýnir ný verk í
12 Tónum. MEnnInG 32
Ólafur á leið
heim
Landsliðsmaðurinn
Ólafur Örn Bjarnason
er að öllum líkindum
á leið heim frá Noregi.
Hann segir ekki sjálf
gefið að hann leiki með
Grindavík.
íþRóTTIR 44
Nýtt
bragð!
Ómissandi
með grillmatnum!
BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag
Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn með tvö börn í rjóðri í Efra-Breiðholti:
Lokkaði börn með hömstrum
löGREGlUMál Karlmaður á fimm-
tugsaldri var handtekinn í gær-
kvöldi grunaður um að hafa tælt
að minnsta kosti tvö ung börn
inn í rjóður til sín, við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti.
Maðurinn notaði að sögn lög-
regluvarðstjóra hamstra til að
lokka börnin til sín.
Vitni í næsta nágrenni sem sá
börnin fara inn í rjóðrið til
mannsins hringdi og gerði lög-
reglu viðvart um grunsamlegt
athæfi.
Þegar lögreglumenn komu á
staðinn voru bæði börnin enn hjá
manninum. Ekki fengust frekari
upplýsingar um hvað lögregla
telur að kunni að hafa átt sér
stað milli mannsins og barn-
anna.
Maðurinn var færður á lög-
reglustöð gærkvöldi til yfir-
heyrslu. Eins og áður segir er
maðurinn á fimmtugsaldri. Hann
mun ekki áður hafa komið við
sögu lögreglunnar.
Málið er í rannsókn og ekki er
vitað hvort maðurinn kunni að
hafa lokkað fleiri börn til sín en
þau tvö sem lögregla kom að
honum með.
Að sögn lögreglu var maður-
inn talinn allsgáður og ekki vera
undir áhrifum lyfja.
- lbb