Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 4
4 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Tveir karlmenn, Rúnar Þór Róbertsson 38 ára og Jónas Árni Lúðvíksson 28 ára, sem ákærðir eru fyrir stórfelldan inn- flutning á kókaíni og fyrir að hafa haft það í vörslum sínum, neituðu sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir neituðu jafnframt að segja til meints höfuðpaurs í mál- inu. Um var að ræða tæp 3,8 kíló af kókaíni sem komu hingað til lands, falin í miðstöð Mercedes Benz Sprinter-bifreiðar. Bíllinn kom frá Cuxhaven í Þýskalandi 15. nóvem- ber. Tollgæslan fann efnin og fíkniefnalögreglan setti gerviefni í staðinn. Bíllinn var vaktaður og símar hleraðir. Rúnar Þór, sem ákærður er fyrir innflutning efnisins ásamt óþekkt- um samverkamanni, bar fyrir dómi í gær, að ónefndur maður hefði látið sig hafa bílinn upp í skuld vegna pallasmíði. „Þar áttu ekki að vera nein fíkniefni,“ sagði hann. Rúnar Þór kvaðst ekki vilja nafngreina umræddan mann. „Ég óttast um mig og mína fjölskyldu,“ sagði hann. Við skoðun á bílnum kom í ljós, að gera þurfti við hann, að sögn Rúnars Þórs. Hann kvaðst því hafa farið með bílinn á bóndabæ fyrir austan fjall, þar sem hann hefði aðstöðu til viðgerða. Kvöldið eftir hafi ónefndi maðurinn hringt og spurt hvar bíllinn væri. „Hann bauðst til að láta annan mann líta á þetta,“ sagði Rúnar Þór. Það reyndist vera Jónas Árni. Rúnar Þór kvaðst aldrei hafa séð Jónas Árna áður. Sá síðarnefndi bar að Rúnar Þór hefði hjálpað sér að fjarlægja pakkana úr bílnum. Jónas Árni sagðist hafa smakkað á innihaldi allra fjögurra pakkanna „...til að athuga hvað lögreglan hefði sett í staðinn,“ útskýrði hann. Síðan sagðist hann hafa farið með pakk- ana í bæinn, sturtað því sem í þeim var niður í klósettið og hent umbúðunum í ruslið. Hann neitaði að segja til mannsins sem bað hann um að losa pakkana úr bíln- um. „Ég óttast hefndaraðgerðir,“ sagði hann. Hann bætti enn fremur við að ónefndi maðurinn hefði sýnt sér blaðagrein úr DV frá 1. desember, þar sem greint hefði verið frá fundi mikils magns af kókaíni í bíl í Sundahöfn. Hann hefði verið full- vissaður um að hann væri ekki að gera neitt ólöglegt, því lögreglan væri búin að skipta kókaíninu út fyrir gerviefni. Útfjólublátt efni sem lögregla setti á pakkana til að greina fingra- för og smit fannst á báðum hönd- um Rúnars Þórs. Hann kvaðst hafa kvatt Jónas Árna með handabandi eftir að Jónas hefði losað pakkana úr bílnum, en Jónas kvað svo ekki hafa verið. Ómar Pálmason, sér- fræðingur í tæknideild lögregl- unnar, sem spurður var um líkur á smiti efnisins milli manna með þeim hætti, svaraði: „Það hefur þá aldeilis verið handaband í lagi.“  jss@frettabladid.is aðalmeðferðSakborningar í umfangsmiklu kókaínmáli mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í gærmorgun. Rúnar Þór Róbertsson er annar frá vinstri og Jónas Árni Lúðvíksson huldi andlit sitt með dagblaði. fRéttabLaðið/gva Neituðu að segja til kókaínhöfuðpaurs Tveir menn, ákærðir fyrir stórfellt kókaínsmygl hingað til lands, neituðu báðir sök fyrir héraðsdómi í gær. Þeir neituðu jafnframt að gefa upp nafn manns sem kom að innflutningi kókaínbílsins og losun meintra fíkniefna úr honum. GAZA-BORG, AP Breski sjónvarpsfréttmaðurinn Alan Johnston var látinn laus á þriðjudags- kvöld eftir að hafa verið í haldi samtaka sem kalla sig Her íslams á Gaza-svæðinu í nærri fjóra mánuði. Johnston sagði að síðustu sextán vikurnar hefðu verið þær verstu í lífi sínu. Hann líkti prísund sinni við það að vera grafinn lifandi og mannræningjarnir hefðu hótað honum líf- láti nokkrum sinnum. Johnston var látinn laus eftir að Hamas- samtökin, sem ráða yfir Gaza-svæðinu, höfðu beitt Her íslams auknum þrýstingi um að láta fréttamanninn lausan. Í síðustu viku birti Her íslams myndband af Johnston þar sem hann sást með sprengju- belti vafið um sig og samtökin hótuðu að kveikja í því ef Hamas-samtökin reyndu að frelsa fréttamanninn með valdi. Þetta varð til þess að Hamas-samtökin urðu ágengari í til- raunum sínum til að fá Johnston lausan: á mánudag handtóku liðsmenn Hamas tals- mann Hers íslams og á þriðjudag umkringdu samtökin staðinn þar sem Johnston var í haldi. Yasser Abd Rabbo, sem er einn helsti ráð- gjafi Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu- manna, sagði í samtali við blaðið Haaret´z í gær að lausn Johnstons væri blekking Hamas- samtakanna til að láta líta út fyrir að samtökin fylgdu alþjóðalögum á Gaza. Abbas rak Ismail Hanieyh frá Hamas-samtökunum úr embætti forsætisráðherra Palestínu um miðjan júní eftir að Hamas hafði tekið völdin á Gaza. Sam- tökin neituðu að láta völdin á svæðinu af hendi og lofuðu að fá Johnston lausan. -ifv Breski fréttamaðurinn Alan Johnston var í haldi samtakanna Her íslams frá því í mars: Laus eftir fjögurra mánaða gíslingu johnstonmeðismailhanieyhfráhamas-sam- tökunumHamas-samtökin beittu sér fyrir lausn Johnstons og telur ráðgjafi Mahmoud abbas að um sé að ræða blekkingu Hamas-samtakanna. fRéttabLaðið/ap Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Hnífsdælingn­ um sem skaut úr haglabyssu í andlit konu sinnar 8. júní síðastliðinn. Maðurinn skal sæta varðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til 14. ágúst. Maðurinn, sem er rúmlega fimmtugur, hefur verið ákærður fyrir manndrápstilraun, hótun og að stofna lífi manneskju í augljósan háska. Konunni tókst að flýja út úr húsinu kvöldið sem árásin var gerð og voru sér­ sveitarlögreglumenn nokkrar klukkustundir að fá manninn til að gefast upp. -sh Mál Hnífsdælings í Hæstarétti: Skotmaðurinn áfram í gæslu- varðhaldi UMhveRFISMÁL „Þetta pirrar mig alveg óstjórnlega ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu, dótturfyrirtækis Símans. Nokkuð hefur borið á veggjakroti á rafmagnskössum Símans sem eru staðsettir um alla borg. „Við berum ábyrgð á þessum þrifum en þetta er ekki auðvelt mál,“ segir Páll og bætir við að verið sé að skoða málin. „Stundum er sett efni á kassana þegar þeir eru þrifnir sem gerir veggjakroturum erfiðara fyrir. Þetta eru náttúrlega skemmdar- verk og eyðilegging á eignum fyrirtækja og borgara og ætti því í raun að vera lögreglumál,“ segir Páll Jónsson. -lbb Skemmdarverk veggjakrotara: Símakassarnir sleppa ekki skemmdarverkframkvæmdastjóri Mílu segir erfitt að stemma stigu við veggjakrotinu. LUNDÚNIR, AP Breska ríkisstjórnin lækkaði viðbúnaðarstigið í landinu í gær úr því fimmta – sem er hæst – niður í það fjórða. Hæsta viðbúnaðarstig þýðir að búist er við hryðjuverkaárás á hverri stundu. Viðbúnaðarstigið í landinu var hækkað á laugardag eftir þrjú misheppnuð hryðju­ verkatilræði í Lundúnum og Glasgow. Fjórða viðbúnaðarstig hefur verið í landinu síðan í ágúst 2006 sem þýðir að hryðjuverka­ árásir eru taldar líklegar. -ifv Hryðjuverkaógnin í Bretlandi: Viðbúnaður á næsthæsta stig STjÓRNMÁL Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið valin formaður þingmanna- nefnda EFTA og EES. Í EFTA- nefndinni sitja þingmenn aðild- arríkja samtak- anna og í EES- nefndinni þingmenn EFTA-ríkjanna og frá Evrópu- þinginu. Katrín stýrði fundum nefnd- anna í lok júní en á þeim var meðal annars rætt um EES- samninginn, fríverslunarsamn- inga EFTA, nýjan sáttmála Evrópusambandsins og stefnu- mótun sambandsins um málefni sjávar og siglinga. -bþs Katrín Júlíusdóttir þingmaður: Í forystu þing- mannanefnda katrín júlíusdóttir GenGið04.06.2007 gJaLdMiðLaR kaup SaLa HeiMiLd: Seðlabanki Íslands 114,2303 GenGiSvíSitALA KrónunnAr 61,77 62,07 124,64 125,24 84,12 84,60 11,301 11,367 10,596 10,658 9,169 9,223 0,504 0,507 94,02 94,58 bandaríkjadalur Sterlingspund evra dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SdR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.