Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 13

Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 13
FIMMTUDAGUR 5. júlí 2007 BRUssel, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nú að leggja drög að nýjum aðgerðum til hryðju- verkavarna, sem munu meðal annars ná til skipulagðrar skráningar á upplýsingum um flugfarþega í öllum aðild- arríkjunum. Franco Frattini, sem fer með dómsmál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, greindi frá þessu í gær. Hann sagði að samkvæmt áformunum yrði öllum aðild- arríkjunum boðið upp á að koma á fót kerfi til að skrá upplýsingar um flugfarþega alls staðar að úr heiminum, sem leið ættu um lofthelgi þeirra. Frattini sagði að enn fremur stæði til að setja lög sem gera refsivert að setja leiðbeiningar um sprengjugerð á netið. Frattini sagðist myndu kynna pakka frumvarpa að nýjum hryðjuverkavörnum fyrir dómsmálaráðherrum aðildarríkjanna í október. „Við munum finna betri leiðir til að fæla og koma upp um hryðjuverkamenn,“ tjáði Frattini fréttamönnum í Brussel. - aa Franco Frattini „Betri leiðir til að fæla og koma upp um hryðjuverkamenn.“ fréttaBlaðið/ap Framkvæmdastjórn ESB hyggur á efldar hryðjuverkavarnir í kjölfar árása: Evrópsk skrá um flugfarþega MIRAH sHAH, PAKIsTAN, AP Fimm pakistanskir hermenn létust og nokkrir særðust í sjálfmorðsáras í Pakistan í gær. Bíll hlaðinn sprengiefnum keyrði inn í bílalest pakistanska hersins. Árásin átti sér stað í norðvest- urhluta landsins, nálægt landa- mærunum við Afganistan, þar sem talibanar og liðsmenn al- Kaída hryðjuverkasamtakanna halda til. Embættismenn í Pakistan telja að liðsmenn annarra hvorra samtakanna hafi staðið fyrir sjálfsmorðsárásinni. Pakistan, sem er samherji Bandaríkjamanna í stríðinu gegn hryðjuverkum, hefur haldið úti níutíu þúsund manna herliði við landamæri Afganistans til að berjast gegn talibönum og al- Kaída. - ifv Bílasprengja í Pakistan: Fimm létust í sjálfsmorðsárás MeNNTUN Grunnskóli Seltjarnar- ness verður leiðtogaskóli í umferðarfræðslu allra grunn- skóla á höfuðborgarsvæðinu. Samningur um þetta var undirritaður á milli Umferðar- stofu og skólans að viðstöddum Kristjáni Möller samgönguráð- herra. „Það er enn þá mikilvægara núna en oft áður að minna fólk á umferðaröryggi,“ sagði Kristj- án. Verkefnið er liður í umferð- aröryggisáætlun stjórnvalda. „Þetta er eitt af því allra mikilvægasta sem við erum að gera í umferðarmenningunni,“ sagði Karl Ragnarsson forstjóri Umferðarstofu við undirritun samningsins. - aví Átak í umferðarfræðslu: Leiðtogaskóli á Seltjarnarnesi SkriFað undir Samningur var undirrit- aður utandyra við Norðurströnd. fréttaBlaðið/Hörður karlmaður í haldi talsvert af amfetamíni og kannabis- efnum fannst við húsleit lögreglu í nótt. Karlmaður er í haldi lögreglu vegna málsins og hefur hann áður gerst brotlegur um fíkniefnasölu. lögregluFréttir Hættuleg umhverfi sínu ökumanni, sem grunaður er um akst- ur undir áhrifum fíkniefna, var sleppt eftir yfirheyrslur í nótt. farþegar í bíln- um voru látnir gista fangageymslur þar sem þeir voru taldir svo vankað- ir vegna fíkniefnaneyslu að þeir gætu verið sjálfum sér og öðrum hættulegir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.