Fréttablaðið - 05.07.2007, Side 22

Fréttablaðið - 05.07.2007, Side 22
22 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR taekni@frettabladid.is Póker nýtur mikilla vinsælda hér á landi líkt og víða um heim. Þeir sem eiga ekki nógu marga pókeráhugamenn í vinahópnum geta nýtt sér tæknina og spilað póker við þús- undir manna í gegnum internetið. Nokkr- ir Íslendingar hafa meira að segja atvinnu af pókerspilun í gegnum netið. Hvernig spilar maður póker á netinu? Fyrst þarf að skrá sig á síðu sem býður upp á pókerspilun og í flestum tilfellum hala niður sérstöku forriti sem notað er til að spila. Ef ætlunin er að spila upp á peninga þarf einn- ig að gefa upp greiðslukortanúmer. Þá er hægt að byrja að spila með því að „setjast“ við eitthvert af þeim borðum sem eru í boði. Kostar þetta ekki mikla peninga? Langflestir sem spila póker á netinu veðja einhverju fé, en upp- hæðirnar þurfa ekki endilega að vera svimandi háar. Byrj- endur spila oftast á borðum þar sem 5- 10 krónum er veðj- að í einu, og pott- urinn nær sjaldnast hundrað krónum. Lengra komnir geta spilað á borðum með engu hámarki. Er þetta löglegt? Já. Síðurnar sem bjóða upp á pókerspilun eru allar hýstar erlend- is og engin til lög sem banna Íslendingum að nota þær. Get ég treyst þessum síðum fyrir peningunum mínum? Ekki er hægt að fullyrða um heiðarleika allra pókersíðna á netinu, en á bak við þær stærstu eru fyrirtæki með tugi þúsunda viðskiptavina. Engin sérstök ástæða er til að vantreysta þeim frekar en öðrum fyrirtækjum sem stunda viðskipti í gegn- um netið. sKýrinG: póKEr á intErnEtinu Fjárhættuspil fyrir framan tölvuskjáinn Hálf milljón á einni helgi Yfir fimm hundruð þúsund iPhone símar seldust um síðustu helgi, en síminn kom út á föstudaginn. Grip- urinn er uppseldur í flestum verslun- um í Bandaríkjunum. Síminn stendur Bandaríkjamönnum aðeins til boða, en Evrópubúar ættu að fá hann í lok þessa árs. síminn hækkar mínútuverð Mínútuverð hjá viðskiptavinum Sím- ans hækkaði þann 1. júlí. Þegar hringt er úr heimasíma í annan heimasíma kostar mínútan 1,85 krónur, en kost- aði 1,75 krón- ur áður. Hækk- unin nemur tæpum sex pró- sentum. Mínútu- verð símtals milli heimasíma og GSM-síma hækk- aði einnig um rúm sex prósent, eða úr sextán krónum í sautján. tæKniHEimurinn Hafa ekki undan eftirspurn Wii-leikjavélin frá Nintendo hefur selst geysivel síðan hún kom út. Algengt er að sjá raðir fyrir utan tölvuleikjaversl- anir í Bandaríkjun- um þegar ný send- ing kemur, þó vélin hafi verið á markaðn- um í sjö mán- uði þarlendis. Í Japan seljast sex Wii-tölvur á móti hverri PlayStation 3 tölvu, sem Sony framleiðir. Gates ekki lengur ríkastur Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, er ekki lengur ríkasti maður heims, eftir því sem breska blaðið The Gu- ardian heldur fram. Sá sem velti Gates úr sessi er mexíkóskur auðjöf- ur að nafni Carlos Slim, og eru eignir hans metnar á um 4.200 milljarða ís- lenskra króna. Hann hefur grætt mest á umsvifum sínum á fjarskiptamark- aði Mexíkó og víðar í Mið-Ameríku. Blindrafélagið hefur tekið í notk- un tæki sem les upphátt texta úr bókum og blöðum. Tækið, sem nefnist Poet Compact eða Skáldið, líkist venjulegum skanna en er í rauninni tölva sem skannar texta, greinir hann og les upphátt með tölvurödd. „Áður en Skáldið kom til sög- unnar þurfti blindur einstaklingur að skanna blaðsíðu inn í hefð- bundna tölvu, nota sérstakt forrit til að greina textann, opna textann í öðru forriti og láta svo enn eitt forritið lesa hann upp. Með þessu tæki er búið að fækka skrefunum í eitt: að ýta á einn takka,“ segir Jón Sigurgeirsson, tölvari hjá Blindrafélaginu. „Þetta kemur sér einstaklega vel fyrir eldra fólk sem hefur ekki mikla tölvukunn- áttu en vill geta lesið blaðagreinar og reikninga hjálparlaust.“ Tækið les og skilur aðeins ensku, en hægt er að skipta um talgervil í því. Blaðamaður fékk að heyra eina blaðsíðu úr handbók tækisins lesna upp og skildi hann vel hvað kvenröddin sagði. Áform eru uppi um að setja íslenska talgervilinn Röggu upp í tækinu ef það reynist vel. Skáldið verður prófað hjá Blindrafélaginu fram í ágúst. - sþs Blindir og sjónskertir taka tæknina í sína þjónustu með nýju upplestrartæki: Skanni sem les texta upphátt lEstrarHEstur Jón Sigurgeirsson hjá Blindrafélaginu vinnur þessa dagana við að prófa tækið. Ef það reynist vel er hugmyndin að setja upp íslenskan talgervil í því. FréTTABLAðið/PJETur Vefurinn: partalistinn Ef þú þarf að selja gömlu fartölvuna eða vantar ódýran iPod er Partalistinn fyrsta stopp. Íslenskur smáauglýsingavefur með áherslu á tækni- og tölvutengda hluti. www.partalistinn.net Urð og grjót - Upp í mót ... göngu- sumarsins garpa Fyrir Meindl Island Pro GTX Flokkun BC „Einn sá allra besti“ Heil tunga og vandaður frágangur. Ótrúlega léttir! Þyngd: 830g (stærð 42). GTX vatnsvörn. MFS fóður lagar sig að fætinum. Vibram veltisóli með fjöðrun. Sérlega góður stuðningur við ökklann. Einnig fáanlegir í dömustærðum, bláir. Verð24.990kr. TNF Pinyon Mid GTX XCR Flokkun A Strigaskór á sterum!! Gore Tex XCR vatnsvörn. Súperléttur gönguskór í léttari notkun. Nubuk leður og nylon. Til í dömuútfærslu. Verð13.990kr. Meindl Vakuum GTX MF NÝJUNG! MFS „passar betur“ Flokkun B Nubuk leður. Hár gúmmíkantur, meiri ending! MFS fóður lagar sig að fætinum. Gore Tex vatnsvörn. Vibram sóli. Verð22.990kr. Meindl Main Mid GTX Flokkun AB Mjúkir léttir og þægilegir. Nubuk leður. Gore Tex vatnsvörn. Þyngd: 520g (stærð 42). Einnig til í dömuútfærslu. Verð15.990 kr. Meindl Colarado lady Flokkun B Nubuk leður. Gore Tex vatnsvörn. Multigriff sóli. Þyngd: 750g (stærð 42). Einnig til í herraútfærslu. Tilboð17.990kr. Verð áður 19.990 kr. Meindl Air Revolution GTX Flokkun B Hönnun sem miðar að hámark öndun. Ótrúlega léttir! Þyngd: 630g (st.37). Gore Tex vatnsvörn. Vibram veltisóli með fjöðrun. Fáanlegir í dömu- og herraútfærslum. Verð22.990kr. Við skiptum skónum hjá okkur í flokka eftir því til hvaða notkunar þeir eru hugsaðir. A: Fyrir auðvelda göngu og daglega notkun • AB: Fyrir göngu á slóðum og láglendi • B: Fyrir lengri göngur og bakpokaferðalög • BC: Fyrir erfiðari göngur og fjallabrölt • C: Fyrir alpagöngur, kletta, ís og brodda SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 38 06 2 06 /0 7

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.