Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 26

Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 26
26 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is frá degi til dags ÚtgáfUfÉlag: 365 ritstJÓrar: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson aÐstOÐarritstJÓri: Steinunn Stefánsdóttir frÉttastJÓrar: Arndís Þorgeirsdóttir, Björgvin Guðmundsson og Sigríður Björg Tómasdóttir fUlltrÚi ritstJÓra: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 að deila og drottna Björgvin g. sigurðsson viðskiptaráð- herra skrifar grein í Blaðið á þriðjudag, þar sem hann drepur á gagni þess og gæðum ef íslenskir jafnaðarmenn sam- einuðust undir einn hatt. Fyrirmyndin er breski Verkamannaflokkurinn, sem „líklegur er til að deila og drottna í ald- arfjórðung ef fer sem horfir“. Þetta er óheppilega að orði komist því hugtak- ið „að deila og drottna“ hefur yfir sér lítinn lýðræðisblæ. Þetta er þvert á móti þekkt ráðstöfun einræðis- og nýlenduherra til að við- halda völdum með því að sundra skaranum og halda honum þannig niðri. Vill Björgvin það? Hollywood-raunsæi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra dreif sig í bíó á dögunum og sá mynd- ina Die Hard 4.0 með Bruce Willis í aðalhlutverki. Ráðherrann var hæst- ánægður með myndina og segir á heimasíðu sinni: „Sögusviðið dregur athygli að hættum, sem steðja að há- tæknivæddum þjóðfélögum okkar.“ Velta má fyrir sér hver viðbrögð Björns verða við stórmyndinni Transformers, sem sýnd verður síðar í mánuðinum, en þar segir frá átökum risavaxinna geim- vélmenna hér á jörð. Leiða má líkur að því að slík atburða- rás væri klárlega ekki minni ógn við hátæknivædd þjóð- félög okkar en ævintýri ofurlöggunnar John McClane. Unglingar Ungt fólk er drykkjuóður skríll að mati sumra tjaldstæðaeigenda, sem grip- ið hafa til óyndisúrræða til að bægja pakkinu frá. Í fréttum hefur jafn- vel verið sagt frá tjaldstæðum þar sem aldurstakmörkin eru 30 ár! Samhengisins vegna má nefna að Birkir Jón Jóns- son, alþingismaður og fyrr- verandi formaður fjárlaga- nefndar, verður 28 ára í þessum mánuði. Ef honum dytti í hug að fara í útilegu með jafnöldru sinni Birg- ittu Haukdal, og hinum 29 ára Eiði Smára Guðjohn- sen þyrftu þau mögulega að vera í fylgd með full- orðnum. bergsteinn@frettabladid.isÞ eir sem vinna í heilbrigðisgeiranum kunna sínum nán­ ustu hollráð: ekki veikjast að sumri til, og alls ekki á föstudögum eða um helgar. Sjúkrastofnanir um allt land eru þá fáliðaðar af vönu fólki, margir í fríi, bekk­ urinn þunnskipaður af vönum höndum og þjálfuðum huga. En alvarlegir sjúkdómar gera oft ekki boð á undan sér og sú vél sem heilbrigðiskerfið er verður að vera virk allt árið. Á liðn­ um vikum hafa starfsmenn heilbrigðisstofnana blessunarlega haft kjark til að koma fram fyrir skjöldu og lýsa því opinber­ lega hvernig ástandið er á þessum árstíma: Vaktir mannaðar frá degi til dags, yfirmenn grátbiðja, jafnvel neyða starfsmenn til að fresta sumarleyfum svo halda megi deildum opnum. Gamla ráðið að senda sjúklinga heim og nota sumarleyfi hinna nánustu til að létta á sjúkrastofnunum duga ekki til. Vandi sjúkrastofn­ ana er aldrei eins augljós og að sumarlagi. Ungur heilbrigðisráðherra er kominn úr fríi. Náðardagar hans voru fáir. Á borði hans liggja nú afgreiddar og undirbún­ ar tillögur fjármálaráðuneytis til reksturs heilbrigðiskerfisins næsta ár. Klár gögn um hvernig reksturinn hefur gengið á þessu ári. Djobbið fær hann með skilaboðum um að ekki skuli rýra heilbrigðisþjónustuna. Hann er ekki öfundsverður. Hinum unga stjórnmálamanni er ætlað að ná á fáum vikum tökum á gríðar­ stóru og vandasömu verkefni. Öll fyrirtæki í landinu, líka fjölskyldurnar, þurfa ár hvert að stýra eyðslu sinni, neyslu og lífsstíl í samræmi við fjárhagsgetu og þarfir. Víst er heilbrigðiskerfið stórt og flókið apparat, en að þar skuli mönnum koma stöðugt á óvart að sumarleyfi kalla á nýjan mannskap og viðunandi þjónustustig er til marks um að stjórn er þar brugðið og svo hitt að kerfið býr við fjármögnun sem stendur ekki undir eðlilegri og sæmandi þjónustu við al­ menning, ekki bara hina sjúku sem hafa greitt sitt gjald til sam­ félagsins um árabil, heldur líka vandamenn þeirra, fjölskyldur og vini. Guðlaugur Þór þarf núna að fara í vinnugallann og taka til hendi. Þær fréttir berast úr félagsmálaráðuneytinu að þar hafi starfsmenn skyndilega breytt sínum sumarleyfum: það er kom­ inn ráðherra sem situr við frá hljóðum morgnum fram á rauða­ nótt. Svo farið sé í mannjöfnuð. Ráðherranum unga fylgir góður hugur: hann er flinkur mála­ fylgjumaður. Þeirrar gáfu þarf hann líka með næstu misserin. Hans verkefni er að gera íslenskt heilbrigðiskerfi virkara, sterkara í forvörnum, snarara í meðferð. Í samstarfi við aðra ráðherra verður að lyfta grettistaki í uppbyggingu þjónustu við aldraða. Létta verður af sjúkrahúsum langdvölum aldraðra. Hann mun kljást við harðsnúna hagsmunagæslumenn starfs­ fólks. Hann þarf að sýna framsýni til að dreifa þjónustunni hag­ kvæmt um landið svo fjárfestingar nýtist. Hann verður að sætta andstæð sjónarmið sem heimta bæði fjölbreytt rekstrarform og að hvergi verði rýrð jöfn aðstaða til læknisþjónustu. Og hann verður að vinna hratt með þungt kerfi sem hefur látið á sjá um árabil vegna niðurskurðar. Hann er kominn í stífa vinnu. Sólin skín á réttláta og rangláta en ekki á þá sjúku. Ráðherra kominn úr fríi Páll Baldvin BaldvinssOn skrifar UmræÐan Svifryksmengun Tilefni þessara skrifa er frétt í útvarpi einn morguninn fyrir nokkru frá Ak­ ureyri um að ólíft væri þar í miðbæ fyrir svifryki í logni, góðu veðri og þurru. Þá þyrlaðist svifrykið upp. Fólk og sérstak­ lega börn önduðu rykinu að sér og hluti þess sæti fastur í lungunum. Orsakaði sjúkdóma þar seinna á ævinni. Bréfritara datt í hug að setja mætti sérsmíðaða ryksugu í alla bíla, með loft­ inntaki hjá grillinu, sem sogaði til sín mengaða loftið sem rótast upp þegar bílar aka um göturn­ ar. Einnig gefa bílar frá sér sót við akstur. Alla þessa mengun vill bréfritari hremma með sér­ smíðuðu ryksugunni sem hann kallar: „Mengunar­ hremmirinn“. Mengunin er sett í ryksugupoka, sem skipt væri um þegar við tækjum bensín. Annars hreinsa garðar og gróður mikið ryk sem fer ekki inn í húsin og íbúðirnar þar sem við berjumst við rykið með ryksugum okkar og rökum klútum. Við miklar umferðargötur er þetta nær óvinnandi verk. Allt rykfellur um leið og hreinsað er. „Mengunarhremmirinn“ myndi sjá til þess að rykið og meng­ unin myndi næstum hverfa af götunni. Svo tekið sé dæmi þá safnar einn bíll fljótt einu kílói af ryki á einni viku í sinn bílaryksugupoka, en 1.000 bílar safna um leið á viku einu tonni af ryk­ mengun. Ef bílarnir eru 100.000 safna þeir hundrað tonnum á viku. Það er mikil hreinsun að losna við slíkan haug af eitruðum úrgangi. Nú er verið að hreinsa burtu síla­ máva með eitri. Það er gott verk, sem ber að lofa. En hreinsa þarf líka burtu allt eiturrykið, sem fokið hefur í tjörnina og botnfallið þar. Veita má í tjörnina hreinu vatni eða hreinum sjó. Veita soranum þannig burtu. Þegar bréfritari gekk í Miðbæjarskóla rann hreinn sjór á háflæði inn um útfallið á tjörninni. Svo rann mengað vatn út þar aftur á fjöru. Þetta endurnýjaði tjörnina og kríur voru í hólmanum og höfðu gnægð hornsíla að éta. Endur með unga voru fjölmargar. Svo drap fjúkandi eiturryk af götum þetta allt. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Mengunarhremmirinn lÚÐvík gizUrarsOn Einn munurinn á ríkum þjóð­um og fátækum er sá, að ríku þjóðirnar hafa meiri fjár­ ráð. Fleira hangir þó á spýtunni en fjárráðin ein. Annar munur á ríkidæmi og fátækt er sá, að fólk í ríkum löndum lifir jafnan lengi í litlum fjölskyldum og fólk í fá­ tækum löndum lifir stutt í stórum fjölskyldum. Tökum dæmi. Ný­ fætt barn á Íslandi getur vænzt þess að ná 81 árs aldri, en nýfætt barn í Mósambík getur vænzt þess að ná 42 ára aldri. Ævir Ís­ lendinga hafa lengzt um þrjá til fjóra mánuði á ári síðan 1975; þá gat íslenzkur hvítvoðungur vænzt þess að ná 72 ára aldri. Ævilík­ ur fólksins í Mósambík hafa batn­ að mun hægar, eða um tvo mánuði á ári síðan 1960, en það ár gat ný­ fætt barn í Mósambík vænzt þess að ná 35 ára aldri. Hvernig fara þjóðir að því að hefja sig frá örbirgð til alls­ nægta? Það er löng saga. Hér ætla ég að einskorða frásögn­ ina við eitt atriði, sem fáir gefa gaum. Færri barnsfæðingar í fá­ tækum löndum stuðla jafnan að meiri hagvexti og velferð, þótt undarlegt megi virðast. Börn eru öðrum þræði eins og hver önnur fjárfesting. Fækkun barneigna gerir foreldrum kleift að búa betur að hverju barni, veita því meiri og betri menntun og betri skilyrði til að hafa eitthvað fram að færa á vinnumarkaði annað en vöðvaaflið eitt. Í fátækum lönd­ um hleður fólk niður börnum í þeirri von, að eitt þeirra verði þá kannski eftir heima hjá for­ eldrunum og líti eftir þeim í ell­ inni. Ómegðinni er þannig ætlað að koma í stað almannatrygg­ inga. Foreldrunum er það flest­ um um megn að koma öllum börn­ um sínum til mennta, svo að oft er það elzti sonurinn einn, sem nýtur skólagöngu umfram lög­ boðna skyldu, hin börnin sitja á hakanum. Fækkun barnsfæðinga á Íslandi hefur haldizt í hendur við batnandi menntun þjóðarinn­ ar. Nú fæðir hver kona á Íslandi að jafnaði 2,1 barn. Þessi fæðing­ artala heldur fólksfjöldanum föst­ um. Fólksfjölgun á Íslandi um þessar mundir stafar af innflutn­ ingi fólks utan úr heimi, ekki af barnsfæðingum. Á Íslandi fæddi hver kona að jafnaði 4,3 börn 1960. Í Mósambík fæðir hver kona nú að meðaltali 5,3 börn á móti 6,5 börnum 1960. Fæst þess­ ara barna eiga kost á skólagöngu umfram skyldunám. Flest þeirra eru dæmd til fátæktar. fólksfækkun af góðærum Vart má á milli sjá, hvort fór verr með þetta volaða land, Mós­ ambík, borgarastríðið 1980­ 92 eða búskaparlagið, sem var lengi í anda Marx og Leníns. Nú ríkir aftur lýðræði um landið, og markaðsbúskapur hefur leyst marxíska miðstjórn af hólmi. En þótt Mósambík hafi ekki tekið miklum framförum, hefur þróun­ arlöndum á heildina litið fleygt fram síðan 1960. Þetta vill stund­ um gleymast. Nýfætt barn í þró­ unarlöndunum getur nú vænzt þess að ná 65 ára aldri á móti 45 árum 1960. Þannig hefur meðal­ ævin lengzt um fimm mánuði á ári í þriðja heiminum síðan 1960. Það er örari framför en hér heima. Nýfætt barn í hátekju­ löndum heimsins getur nú vænzt þess að ná 79 ára aldri á móti 69 árum 1960. Af þessu sést, að fá­ tæku löndunum hefur þrátt fyrir margvíslegt mótlæti og mikla neyð tekizt að draga verulega á ríku löndin. Hver kona í þróunarlöndun­ um fæðir nú að jafnaði 2,7 börn á móti fimm börnum 1960. Það er framför. Hver kona í hátekju­ löndunum fæðir nú að jafnaði 1,7 börn á móti þrem börnum 1960. Það er afturför, því að talan 1,7 er langt undir 2,1, sem þyrfti til að halda fólksfjöldanum í horf­ inu. Tyrkland (2,2), Bandarík­ in (2,1) og Ísland (2,1) eru einu OECD­löndin, þar sem barns­ fæðingar duga til að halda mann­ fjöldanum við. Öll önnur OECD­ lönd búa við náttúrulega fólks­ fækkun, sem þau bæta sér upp með innflutningi fólks annars staðar að. Meðalfæðingartala ESB­landanna er 1,5 og þýðir mikla fólksfækkun þar. Uppfyllum jörðina Fólksfækkun í hátekjulöndunum mun trúlega hafa ýmsar ískyggi­ legar afleiðingar í för með sér, ef ekki tekst að snúa henni við. Meðalaldur mannfjöldans mun hækka til muna. Nú er hlutfall eldri borgara (65 ára og eldri) og fólks á vinnualdri (25­64 ára) ná­ lægt fimmtungi í hátekjulönd­ unum. Þetta hlutfall stefnir að óbreyttu í þriðjung í Bandaríkj­ unum 2050, helming í Evrópusam­ bandinu og 70 prósent í Japan. Fari svo, mun öldrun mannfjöld­ ans í hátekjulöndunum leggja þungar byrðar á heilbrigðisþjón­ ustu og lífeyrissjóði. Í Japan eru nú 25 þúsund manns komin yfir tírætt; talan stefnir í milljón 2050. Það ár munu Mósambík og Jemen státa af fleira fólki sam­ tals en Rússland, ef svo fer sem horfir. Fátækar þjóðir þurfa að fjölga sér hægar til að lyfta af sér oki fátæktarinnar, og ríkar þjóð­ ir þurfa að snúa fólksfækkun í hóflega fólksfjölgun til að troðast ekki undir. Börn engin fyrirstaða í dag | þOrvaldUr gylfasOn Langar ævir, litlar fjölskyldur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.