Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 5. júlí 2007 Á hverju vori senda margir ilmvatnsframleiðendur frá sér sérútgáfur í takmörkuðu upplagi sem er ætlað að fanga stemningu sumarsins. Flöskurnar eru bæði fallegar á að líta og beri einstaklingur rétta ilminn fyrir sig, getur útkoman stundum haft skemmtilegar félagslegar afleiðingar því mannskepnan stjórnast víst meira af lyktar- skyni en við áttum okkur á. mhg@frettabladid.is Heitustu ilmpör sumarsins Klassaparið Burberry Summer 2007 sameinar fágun og léttleika sem er nánast ómót- stæðileg blanda. Kvenilmurinn inniheldur meðal annars sítrónu, græn epli, fresíur, hvítt musk og rósir en karlmannsilmurinn inniheldur til dæmis ananas, hvítt musk og sítrus. Í apríl sendi Giorgio Armani þetta par á markaðinn í stílhreinum og falleg- um umbúðum. Ilmirnir minna báðir á heitar sumarnætur og bera með sér ákveðinn kynþokka. Í kvenilminum er samsetning af meðal annars perum, jasmínu, sandalviði, hvítu muski og amber en karlmannsilmurinn er til dæmis ferskt amber, sítrus, saffran og musk. Sem sagt kryddaðir og seiðandi ilmir. Issey Miyake sendir sumarilmina frá sér í sérlega fallegum umbúð- um þetta árið. Það eitt að horfa á flöskurnar sendir fólk í ferska sumarstemningu og ilmirnir eru eftir því, en þeir eru samsettir úr sömu jurtum og sumarilm- irnir frá Issey Miyake í fyrra. Ferskir og hreinir. Lacoste sendir frá sér Hot play fyrir herrana og Touch of spring fyrir dömurnar þetta árið. Aðalá- herslurnar eru á topp- og hjartatón- ana í báðum ilmunum til að kalla fram orku og ferskleika. Hentar vel ungu og hressu fólki í blóma lífsins. Jean Paul Gaultier stendur allt- af fyrir sínu en aðdáendur ilma hans skipta eflaust hundruðum þúsunda. Classic og Le Male sumar- ilmirnir eru stolt tískuhúss- ins, en á hverju ári skipta þeir um föt og ilmurinn breytist örlítið frá ári til árs. Innblásturinn 2007 var sóttur í munstur kínverskra flugdreka en Gaultier hefur einnig nýtt það í fatahönnun sinni. Fölsk augnhár AuGnHárAHönnun er vInSæl Í TóKýó. á Shu uemura-augnhárabarnum í Omotesando-hverfinu í Tókýó gefur að líta ýmsar kynjamyndir. Þangað má koma til að fá sérhönnuð fölsk augnhár, allt frá venjulegum svört- um til fjaðurskreyttra. Í allt eru þar 22 mismunandi gerðir augnhára sem kosta frá 13 upp í 43 dali. Tilkomumikil augnhár sem minna helst á fjaðraskúf. SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR FYRIR ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Fjarðakaup og Lyfjaval Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.