Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 5. júlí 2007 Á meðan að sumartískan syngur sitt síðasta á útsölum sem hófust í síðustu viku kynntu hönnuðir vor- og sumartísku 2008 fyrir herrana. Tískufyrirtækin eru flest í þeirri stöðu að eiga mikinn lager af sum- arfötum því hér hefur ekki komið neitt sumar enn, eftir vor í apríl þegar almenn- ingur var ekki kominn í sum- arskap. Því bjóða flestir 50 prósenta afslátt og jafnvel meira frá fyrsta degi nú þegar sumarfrí eru hafin. Í fyrra komu bermúdabuxur sterkar inn í fataskáp herranna. Þessi þróun hélt svo áfram í sumar með tilkomu jakkafata með stutt- um buxum en Sonia Rykiel gengur lengra næsta sumar og nú eru það hreinlega lærin úti, hálfbuxur eru orðnar að stuttbuxum sem ná rétt niður að lærum. Þessar buxur eru til daglegra nota og úr fínum efnum. Vissara að byrja strax að þjálfa leggina fyrir næsta sumar! Herratískan sumarið 2008 er fágaðri en verið hefur síðustu misseri og á það við um hönnun Véronique Nichanian hjá Hermès. Hún sýnir enn einu sinni hinn eina sanna franska „élégance“ meðal annars með eðluskinnsjakka í stíl Marlons Brandon, annar í „base- bale“ stíl að hætti Alains Delon í „Plein soleil“ og Gatsby-legar hettupeysur. Jean-Paul Gaultier tekur gyllta og silfurlitinn sem eru áberandi í kventísku í sumar og leiðir inn í herratískuna næsta sumar með hermannalegum jökkum og eins konar pilsum í silfurlituðu efni eða víðum pokabuxum. Sundskýlur eru með hermannahnöppum úr málmi og framstykkið opnast eins og á duggarapeysunum frægu. Eins og flestir vita hætti Hedi Slimane hjá Dior-tískuhúsinu í apríl á þessu ári en til hans má rekja hina svokölluðu „slim-tísku“ sem mikið hefur borið á í herra- tískunni í nokkur ár. Reyndar held ég að þessi tíska hafi nú náð hámarki sínu og eigi eftir að sjást minna. Margir biðu því með óþreyju að sjá hvað hinn nýi hönn- uður Dior, Kris Van Assche, fyrr- um aðstoðarmaður Slimanes, hefði að bjóða. Í stuttu máli sagt sést munurinn jafnt á því hvernig að tískusýningunni var staðið sem og á fatnaðinum sem var kynntur. Í staðinn fyrir rokkglamúr-anda síð- ustu ára fór sýningin fram í klass- ísku húsi í fínasta hluta 16. hverfis Parísar með tónlist í klassískum anda. Fyrirsæturnar voru lifandi en hreyfðust ekki og sýndu fatnað fyrir morgun, miðjan dag og kvöld en á tímum Christian Dior var við- skiptavinum einmitt boðið í sali tískuhússins en ekki á tískusýning- ar. Fatnaðurinn var sömuleiðis í fágaðri kantinum. Buxur með háum streng við hvítar skyrtur sumar hverjar með kjólfatabrjósti. Jakkarnir með kraga í japönskum origami-stíl. Litirnir hvítt, grátt og svart. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Karlar sýna á sér leggina Sundskýla frá Gaultier. Úr háborg tískunnar bergþór bjarnason skrifar frá parís Veglegur kaupauki fylgir öllum keyptum vörum frá Levante út september! Fæst í apótekum og smásöluverslunum um land allt *Gildir á meðan birgðir endast Vekja eftirtekt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.