Fréttablaðið - 05.07.2007, Síða 32
[ ]Algeng efni í matvælum eru skráð í íslenska gagna-grunninum ÍSGEM hjá Matís. Efnin eru um 45 talsins og tilheyra um 900 fæðutegundum. www.matis.is/ISGEM/is
Sólbruni er hættulegur húðinni
og sérstaklega ber að vernda
húð barna fyrir honum.
„Við viljum hætta að segja
að börnin eigi að vera brún
og sæt,“ segir Guðrún Erla
Einarsdóttir, lyfjatæknir í
Lyfjum og heilsu í Domus
Medica. „Okkur ber að
verja húð þeirra alveg sér
staklega vel enda benda
allar rannsóknir til að lík
urnar aukist á húðsjúk
dómum seinna meir ef þau
brenna.“
Guðrún Erla segir það
hlutverk afgreiðslufólks
að vísa fólki á góð sólar
varnarkrem og þá ekki síst
fyrir börnin. „Við eigum
helst að bera á börnin sól
arvörn sem inniheldur tvö
efni sem heita títanoxíð
(Titanium Oxid) og sink
oxíð (Zink Oxid). Þau mynda svo
góða varnarfilmu. Það eru því
miður ekki öll krem sem innihalda
bæði efnin en flest innihalda
Titanium Oxid. Eins þurfum við að
muna að bera á börnin
hálftíma áður en þau fara
út því það tekur smá stund
fyrir kremin að virka.“
Númer eitt, tvö og þrjú
segir Guðrún Erla að eng
inn noti vörn með veikari
stuðul en 20. „Það er það
sem húðsjúkdómalæknar
boða í dag og eftir því ber
að fara,“ segir hún.
Spurð hvort það sé þá
ekki út í hött að selja veik
ari vörn svarar hún. „Jú,
enn er verið að framleiða
veikari vörn og meira að
segja líka sólarolíuna sem
gerir ekkert annað en
steikja okkur. Það er bara
eins og margt annað sem
óhollt er í búðunum og
ber að varast.“
- gun
Góð vörn á börn
Eucerin Junior
Micropigment er
ein þeirra gerða
sólarvarna sem
innihalda bæði
títanoxíð og
sinkoxíð.
Það er gaman að leika sér úti í sólinni. Bara að muna að bera á sig fyrst.
fréttaBlaðIð/anton
Fæddist eftir þrettán ár í frysti.
Stúlkubarn fæddist nýlega í
Bandaríkjunum en fósturvísirinn
sem barnið þróaðist úr hafði verið
geymdur í frysti í þrettán ár. Þetta
er talinn lengsti tími sem fóstur
vísir hefur verið geymdur þannig
að úr hafi orðið heilbrigt barn.
Stúlkan, sem heitir Laina Beas
ley, á tvö systkini á táningsaldri
sem voru getin með tæknifrjóvg
un á sama tíma og fósturvísirinn
sem síðar varð að Lainu var fryst
ur.
Móðirin, Debbie Beasley, er nú
45 ára. Hún hóf frjósemismeðferð
við háskólann í Kaliforníu á tíunda
áratugnum. Þá notuðu læknar egg
hennar og sæði eiginmannsins
Kent til að búa til tólf fósturvísa
en tveir þeirra urðu að tvíburum
sem fæddust árið 1992.
Þremur árum síðar komst upp
að læknar á frjósemisstöðinni
hefðu notað fósturvísa í leyfis
leysi og var læknastöðinni lokað
og fósturvísarnir sem frystir
höfðu verið voru sendir til rann
sókna víða um Bandaríkin.
Debbie og Kent tókst að finna
átta af eigin fósturvísum og
reyndu árið 1996 að eignast annað
barn. Debbie fékk alvarleg ofnæm
isviðbrögð við frjósemislyfi og
var nærri dáin. Það var ekki fyrr
en sjö árum síðar að hún var tilbú
in að reyna á ný og nú á hún hina
litlu Lainu.
Elsti fósturvísirinn að barni
Ekki er algengt að geyma fósturvísa í jafn langan tíma og var gert í dæmi lainu litlu.
Blóðnasir
BlóðnaSIr Eru lEIðInlEGar En yfIrlEItt
SkaðlauSar.
n Í flestum tilvikum blóðnasa blæðir úr neðri
hlutanum á miðsnesinu. Þar geta æðar auð-
veldlega sprungið, til dæmis við högg eða
hvassa fingurnögl, og þá fáum við blóðnasir.
n Ekki er heldur óalgengt að þurrkur í nasa-
göngunum valdi því að æð gefi sig.
n aðrir algengar orsakir eru kvef og ofnæmi.
Einnig geta blóðnasir verið merki um kalk-
skort.
n Í fáeinum tilfellum eru blóðnasir merki um
alvarlegri kvilla, til dæmis of háan blóðþrýst-
ing, kransæðasjúkdóma eða krabbamein.
n linni blóðnösunum ekki á 30 mínútum
eða ef blæða fer ofan í kokið þarf að leita
læknis sem fyrst.
Blóðnasir geta stundum verið merki um
alvarlega kvilla.
Njóttu lífsins me› Angelicu
www.sagamedica.is
Sæktu styrk í íslenskt náttúruafl!
Angelica er íslensk náttúruafur› úr ætihvönn sem færir
flér tvenns konar virkni í sömu vöru. fiú fær› aukna
orku og sjaldnar kvef. Í ætihvönn er fjöldi hollustuefna
sem styrkja forvarnir og bæta heilsuna. Angelica jurtaveig
hefur sta›i› Íslendingum til bo›a frá 2002 og nú bætist
vi› n‡r valkostur, Anglica töflur. fiú tekur a›eins eina
töflu á dag og pakkinn endist flér í 2 mánu›i.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
8
6
6
3
Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum
Auglýsingasími
– Mest lesið