Fréttablaðið - 05.07.2007, Side 40
28 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab-
ladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Merkisatburðir
1080 Ísleifur Gissurarson lést
þennan dag. Hann varð
fyrsti biskup Íslands er
hann var vígður á hvíta-
sunnudag árið 1056 og sat
í Skálholti.
1930 Fyrsta heimili hér á landi
fyrir þroskahefta tók til
starfa. Það var Sólheimar í
Grímsnesi sem Sesselja H.
Sigmundsdóttir stofnsetti
ásamt þjóðkirkjunni.
1933 Hópflug Ítala. Sveit 24 flug-
véla hafði viðdvöl í Reykja-
vík á leið frá Róm til Chi-
cago. Balbo flugmála-
ráðherra Ítalíu var foringi
sveitarinnar.
1968 Fyrsta Bítlalagið komst á
vinsældalista í Bandaríkj-
unum. Það var From me
to you er fór í 87. sæti. Del
Shannon söng eigin útgáfu.
Þjóðfundur var settur í alþingissalnum í Lærða
skólanum í Reykjavík þann 5. júlí árið 1851.
Hann fjallaði um réttarstöðu Íslands. Áður hafði
Jón Sigurðsson ritað grein í Ný félagsrit
um að með afsali einveldisins væru Ís-
lendingar í raun frjálsir frá Dönum. Þeir
hefðu einungis svarið konungi holl-
ustueið en ekki dönsku þjóðinni. Þau
orð féllu í frjóan jarðveg á Íslandi en
Danir voru óhressir.
Á fundinum lögðu Danir fram
nýtt frumvarp til stjórnlaga
sem gerði ráð fyrir að grund-
vallarlög Dana tækju gildi á
Íslandi og þjóðþing þeirra
fengi víðtækt vald yfir mál-
efnum Íslands. Meirihluti
stjórnlaganefndar hafnaði
frumvarpinu og samdi nýtt
sem innihélt ýtrustu kröfur Íslendinga á þess-
um árum.
Þegar hefja átti umræður um hið róttæka nefnd-
arálit vísaði Trampe greifi málinu aftur til nefndar
og sleit fundi. Þá reis Jón Sigurðsson á fætur
og mælti þessi frægu orð: „Og ég mótmæli
í nafni konungs og þjóðarinnar þessari að-
ferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga
til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér
er höfð í frammi.“ Þá risu þingmenn upp
og sögðu flestir einu hljóði: „Vér mótmæl-
um allir!“
Þessi varnarsigur Íslendinga var einn
merkasti áfanginn á leiðinni til sjálf-
stæðis.
Þetta gerðist: 5. JúLÍ 1851
Vér mótmælum allir
„Þetta eru svipmyndir eða stiklur.
Auðvitað er gríðarlega mikið efni til
enda um 100 ára sögu að ræða,“ segir
Björn G. Björnsson hjá List og sögu
sem setur upp sögusýningu Ungmenna
félags Íslands. Hún verður opnuð í dag
í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, á
setningardegi 25. landsmóts félagsins
sem einnig er haldið í Kópavogi.
Björn var önnum kafinn við upp
setningu sýningarinnar í gær en gaf
sér þó tíma til að lýsa því hvað hann
teldi henni helst til gildis. „Ég held
að fjölbreytni sé lykilorðið því hér
eru meðal annars munir, kvikmynd
ir, myndir, textar, verðlaunagripir og
veggspjöld. Við lögðum þá hugmynd
til grundvallar í byrjun að velja um
100 atriði úr sögunni til að gera ein
hver skil hér. Við köfum ekki djúpt í
söguna en höfum sýninguna mynd
ræna fyrst og fremst. Svo kemur
bókin út í haust og þar er sagan öll.“
Bókin sem Björn nefnir er sem sagt
saga Ungmennafélags Íslands sem
Jón Magnús Ívarsson sagnfræðingur
er að skrifa.
Glöggur texti á sýningunni bregð
ur ljósi á starfsemi félagsins frá upp
hafi. Þar kemur fram að Ungmennafé
lag Íslands var stofnað 2. ágúst 1907 á
Þingvöllum. Fyrsti formaður þess var
Akureyringurinn Jóhannes Jóseps
son glímukappi og að sjálfsögðu var
keppt í konungsglímu á fyrsta fundi.
Jóhannes var líka fyrirliði glímu
manna sem fór á vegum UMFÍ á Ól
ympíuleika árið 1908. Hann keppti
þar í grísk/rómversku fangi og komst
í fjögurra manna úrslit en varð þá að
hætta vegna meiðsla. Hann lauk því
keppni ósigraður en taldist í 4. sæti.
Stofnendur Ungmennafélags Ís
lands voru fimm. Nú eru innan þess
samtals 82 þúsund félagar í 19 héraðs
samböndum og 12 félögum með beina
aðild.
Ræktun lands og lýðs hefur jafn
an verið á stefnuskrá ungmenna
félaganna. Fyrir utan að efla íþrótta
iðkun hafa þau staðið fyrir stofnun
bókasafna, málfunda, útgáfu rita og
almenns félagslífs. Þau notfærðu sér
heitar laugar og byggðu víða litlar
sundlaugar úr torfi og grjóti þar sem
margir lærðu að synda. Einnig voru
þau í fararbroddi við byggingu sam
komuhúsa vítt og breitt um landið.
Fyrsta landsmót UMFÍ var á
Akureyri árið 1909 en ekki komst
regla á þau fyrr en eftir 1940. Það
ár var haldið mót í Haukadal að
frumkvæði Sigurðar Greipssonar
og sóttu það á annað þúsund manns.
Síðan hafa mótin yfirleitt verið á
fjögurra ára fresti. Að sögn Björns
Hermannssonar, framkvæmdastjóra
mótsins í ár, má reikna með að gestir
landsmótsins 2007 hlaupi á nokkrum
tugum þúsunda.
Saga ungmennafélagshreyfingar
innar er samofin sögu þjóðarinnar í
hundrað ár og sýningin í Gerðarsafni
birtir skemmtilegt brot af henni.
gun@frettabladid.is
Ungmennafélag Íslands 100 ára: SöGuSýNiNG Í LiSTaSaFNi KópaVOGS
stiklað á stóru í sögu uMFÍ
í máli, munum og myndum
sýningarstjórinn „Við lögðum þá hugmynd til grundvallar í byrjun að velja um 100 atriði úr sögunni,“ segir Björn G. Björnsson hjá List og
sögu sem hér er með tuskuna á lofti að pússa sýningargripi. FRéTTaBLaðið/RóSa
Afmæli
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Guðmundur Árni
Guðjónsson,
Sunnubraut 17, Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 3. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Rafnhildur Katrín Árnadóttir.
Fyrirtæki okkar verður lokað
í dag, fimmtudaginn 5. júlí,
vegna útfarar
Sverris Norland
MOSAIK
jean CoCteaU
fæddist á ÞessUm degi árið 1889
„Listamaður getur ekki útskýrt
list sína frekar en blóm getur
rætt garðyrkju.“
Franski rithöfundurinn Jean Maurice
Eugène Clément Cocteau hélt því alltaf fram
að hann væri fyrst og fremst ljóðskáld þrátt
fyrir að hann hefði hæfileika á
mörgum öðrum sviðum.
jón sigUrðsson
Sómi Íslands, sverð og skjöldur.
jón stefánsson
söngstjóri er sextíu
og eins árs.
Valdimar Örn
flygering
leikari er
fjörutíu og
átta ára.
gunnar guð-
björnsson
óperusöngvari
er fjörutíu og
tveggja ára.
eva marie saint,
leikkona er áttatíu
og þriggja ára.