Fréttablaðið - 05.07.2007, Side 45

Fréttablaðið - 05.07.2007, Side 45
FIMMTUDAGUR 5. júlí 2007 Metsöluhöfundurinn Dean Koontz er höfundur bókarinnar Há- spenna sem forlagið Skjaldborg gefur út. Þegar Billy Wiles finnur orðsend- ingu undir þurrkublaðinu á bílnum sínum tekur hann hana ekki ýkja alvarlega. Boðin eru frá sálsjúkum ein- staklingi sem úthlutar Billy valdi yfir lífi eða dauða tveggja kvenna. Kannski er Billy ekki allur þar sem hann er séður og þegar hann þarf að berjast fyrir eigin lífi og þeirra sem standa honum næst magnast spennan næstum óbærilega. Þýðandi er Björn Jónsson. Út er komin bókin 50 sannar ís-lenskar lífsreynslusögur. Sögurn- ar, sem eru allar úr íslenskum veru- leika birtust í tímaritinu Vikunni á ár- unum 1999 til 2005. Það má því segja að í bókinni sé úrval bestu lífsreynslusagna Vikunnar yfir sex ára tímabil. Guð- ríður Haralds- dóttir, aðstoðar- ritstjóri Vikunnar, skrifaði megin- þorra sagnanna og bjó sögurn- ar til prentunar. Lífsreynslusögur Vikunnar hafa verið gríðarlega vinsælar meðal lesenda Vikunnar og nú eru 50 slíkar sögur komnar saman í einni bók, á 250 blaðsíðum í kilju. Birtíngur gefur út. Nýjar bækur Tumi Magnúson listmálari opnar á morgun sýningu í seyðfirska menningarsetrinu Skaftfelli. Á sýningunni gefur að líta tvö stór prent og myndverk á fimm skjám með hljóði. Efniviðurinn er eins og hefur verið um langt skeið hinn fljótandi litur og þaðan er nafnið komið á sýninguna: Pollar. Sýninguna segir Tumi aðlag- aða rýminu í Skaftfelli. Hann er að skoða eðli litarins, flökt hans á hreyfingu og litbrigðin, nema nú hefur hann gætt litinn hljóði: „Ég vil helst vinna á óskilgreindu svæði. Þar eru möguleikarnir, efinn, áhættan og spenningurinn. Forvitnin leiðir mann áfram og efinn ögrar manni. Það sem oftast á sér stað hjá mér er að viðfangs- efnið, sem er gjarnan hlutur, efni eða lífvera, kemst í snertingu við einhvers konar rými, til dæmis herbergi eða ákveðinn myndflöt. Þetta gerist í gegnum ljósmynd eða video, þá tölvu, og síðan raun- verulegt rými. Verkin mín geta kallast viðvarandi rannsókn á samruna hlutar og rýmis, mynd- ar og ramma, framsetningar og teygjanleika. Verkin virðast oft- ast fá form sem tengjast málverki á einhvern hátt. Ekki vegna þess að ég óski þess sérstaklega, það er mér bara eðlilegt. Jafnvel 8 milli- metra kvikmynd sem ég gerði 1980 er málverk í eðli sínu, jafn- vel þó ég hafi ekki málað á náms- árunum. Þetta gæti leitt mann að þeirri niðurstöðu að málverk sé hugarástand frekar en myndlist- araðferð. Efniskennd og pixlar, möguleikinn á að vinna með efni á óefniskenndan hátt er auðvit- að þversögn. Það er samt ein hlið- in á verkinu „Pollar“ sem ég sýni nú í Skaftfelli. Það er video, hljóð og ljósmyndainnsetning, sem er unnin á stafrænan, en um leið mjög efnislegan/líkamlegan hátt. Tumi segist hafa unnið með þetta þema í langan tíma: „Poll- ar” tengist ljósmyndaverki sem ég gerði árið 1979. Það saman- stóð af tveimur svarthvítum ljós- myndum sem settar voru upp á gagnstæðum veggjum. Önnur sýndi mjólkurdropa sem var að detta úr flösku. Hin sýndi drop- ann lenda í mjólkurpolli. Mynda- vélin, og þar með áhorfandinn, var á milli. Hljóðið er mjög mik- ilvægur hluti verksins, og undir- strikar rýmislega eiginleika þess. Það virkjar einnig áhorfandann, sem ósjálfrátt reynir að tengja hljóð og mynd.“ Tumi hefur um tveggja ára skeið dvalið í Kaupmannahöfn við kennslu í Konunglegu listaaka- demíunni þar sem hann veitir for- stöðu annarri af tveimur málara- deildum. Hann sýndi síðast hér á landi í Ásmundarsal en átti verk á sýningu í Carlottulundi á liðnu ári. Á sama tíma opnar sýning Árna Geirs Lárussonar og Jökuls Snæs Þórðarsonar á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfell. Þeir munu einn- ig fremja tónlistargjörning í Bis- trói Skaftfell kl. 17.00. Sýning Tuma verður opin alla daga frá 13.00 til 18.00 og mun standa til 4. ágúst. Sýningin á Vesturveggnum verður opin á opnunartíma Bistrós Skaftfells og stendur til 18. júlí. - pbb Tumi í Skaftafelli MyNdlist Tumi Magnússon myndlist- armaður. MyNdlist Einn pollur Tuma á sýningunni. BirT MEð GóðfÚSLEGu LEyfi LiSTaMannSinS Auglýsingasími – Mest lesið uglýsingasími – Mest lesið Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Opið mánudaga–föstudaga 8–18, laugardaga 10–16 og sunnudaga 12–16 Geymsla Rúm 196x178 cm Rúm 196x178 cm Færanlegt matborðSæti Sæti Sæti Sæti Eldhús Þrep Baðherbergi með föstum veggjum, klósetti og sturtu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.