Fréttablaðið - 05.07.2007, Side 52

Fréttablaðið - 05.07.2007, Side 52
40 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR Hundruð aðdáenda bóka­ raðarinnar um Harry Potter flykktust á Leicester Square í London á þriðju­ dagskvöldið, þegar fimmta kvikmyndin um ævin­ týri galdrastráksins, Harry Potter and the Order of the Phoenix, var frumsýnd á heima­ slóðum hans. Enskir aðdáendur börðu stjörnurnar augum í úrhell- isrigningu, en þeir þurfa að bíða rólegir til 12. júlí þegar almennar sýningar á mynd- inni hefjast. Harry kemur hingað til lands 11. júlí næstkomandi. Harry Potter á heimaslóðum heitur harry Koma Daniels Radcliffe vakti mikla hrifningu aðdáenda. Radcliffe verður 18 ára í mánuðin- um, en hann var einungis tíu ára gamall þegar hann fór fyrst með hlutverk Harrys Potter. mikilvægur mánuður J. K. Rowling, höfundur bókanna, stendur á tíma- mótum í mánuðinum, enda kemur síðasta bókin um Harry Potter út 21. júlí næstkomandi. Þar með lýkur sautján ára Harry-tímabili í lífi Rowling, sem fékk hugmyndina að bókunum árið 1990. skuggaleg Helena Bonham Carter leik- ur hina skuggalegu Bellatrix Lestrange í nýju myndinni og lét sig ekki vanta á frumsýninguna. fyrsta ástin Katie Leung snýr aftur í hlutverki Cho Chang. Í Order of the Phoenix smellir hún á Harry fyrsta kossinum. Hótelerfinginn Paris Hilton er alveg blússandi hamingjusöm þessa dagana enda nýsloppin úr fangelsi. Fjölmiðlafárið í kringum hana hefur verið rosalegt og 3,2 milljónir áhorfenda fylgdust með viðtali hennar við Larry King. Gaman er að geta þess að kapp- ræður repúblikana fengu minna áhorf. Paris fagnaði frelsinu á Hawa- ii nýlega þar sem hún bæði versl- aði og lá í sólbaði. Ekki veitti af þar sem hörundslitur hennar var orðinn fulleðlilegur eftir fang- elsisdvölina. Á leiðinni til Hawaii dundaði hún sér meðal annars við að horfa á myndbrot af sjálfri sér í viðtalinu hjá King. Þar sagði hún meðal annars að heimurinn ætti að búa sig undir nýja Paris. Í gær var þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og af því til- efni skrifaði Paris nýja færslu á bloggið sitt. Þar segist hún meðal ann- ars vera afslöppuð eftir Hawaii-ferðina og þakk- ar aðdáendum öll bréf- in. Í lokin segir hún: „Gleðilegan þjóðhá- tíðardag, allir! Munið að vera ábyrg og aka ekki undir áhrifum. Ég er bara að passa upp á ykkur. Ég elska ykkur og vona að þið hafði það gott í sumar.“ Lindsey Lohan, vinkona Hilton, hefur ekki verið betur sett undanfarinn mánuð en í stað fangelsis hefur hún dvalið á meðferðarheimili. Hún er nú komin heim og lítur að margra mati mun betur út. Spók- ar sig um í sólinni með götumál í annarri og iPhone í hinni. Leik- konan hélt upp á 21 árs afmæli sitt nýlega og í stað þess að halda tryllt partí eins og til stóð áður en hún fór í með- ferð hafði hún það nota- legt í sólinni með vinum og fjölskyldu. Hún er þó ekki ennþá útskrifuð af meðferðarheimilinu Promises í Malibu og fer reglulega í eftir- lit. Paris og Lindsay Lohan á góðu róli lindsay lohan Spekúlantar segja að leik- og söngkonan líti mun betur út eftir meðferðina. paris hilton Viðtal hennar hjá Larry King fékk gríðarlegt áhorf en um 3,2 milljónir manna fylgdust með því. Mischa Barton segist njóta þess að vera á lausu í fyrsta sinn í langan tíma. Hún sé jafnframt komin með nóg af því að vera með óþroskuð- um mönnum. Mischa, sem þekkt- ust er fyrir hlut- verk sitt í The O.C., ætlar að finna sér fyndinn og gáfaðan mann næst þegar hún er tilbúin í sam- band. „Mér finnst mjög gaman að lesa svo hann verður að vera gáfaður. Ef hann er hrifinn af bíó- myndum, bókum og tónlist verðum við góð saman.“ Mischa vill gáfaðan mann mischa Barton Ánægð með að vera á lausu. æstir aðdáendur Rupert Grint, sem fer með hlutverk besta vinar Harrys, Ron Weasly, hvarf bókstaflega í fang æstra aðdáenda sinna á Leicester Square. nORDiCPHOtOS/afP KRINGLAN I SMÁRALIND I DEBENHAMS www.oasis-stores.com SMS LEIKUR BTC HPV Heilsíða Vefur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.