Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 55

Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 55
FIMMTUDAGUR 5. júlí 2007 43 Einmitt þegar ég hélt að White Stripes væru búin að „missa það“ snúa þau tvíefld til baka og stinga puttanum beint framan í okkur efa- semdamennina. En hvað átti maður annars að halda? Get Behind Me Satan var nær sálarlaus með öllu og virkaði líkt og herra Jack White væri eingöngu að þessu peninganna vegna. Ekki skánaði dæmið þegar The Raconteurs birtist í fyrra. „Vá“ hugsuðu væntanlega margir með sér þá. „Leiðinlegur framapotagrautur“ var hins vegar það sem flaug í gegn- um huga minn. Og ég þori alveg að viðurkenna mistök mín núna, ég gafst upp á Jack White alltof fljótt. Icky Thump er samt kannski ekki besta verk White Stripes til þessa en svífur á köflum léttilega inn í flokk- inn með A+ efni sveitarinnar. Það fyrsta sem maður tekur eftir á plötunni er að spilagleðin er aug- ljóslega aftur höfð í fyrirrúmi og á þeim stundum er nefið hans Jack hvað næmast fyrir vænum melód- íum. Önnur gleði, sköpunargleð- in, blómstrar einnig á ný. Tilrauna- mennskan fer samt aldrei í gönur sem er ein mesta snilldin við The White Stripes. Einfalt afturhvarfs- rokk sem hefur verið kryddað þannig að það helst nýtt og brakandi ferskt. Besta dæmið er lagið Conquest. Gamalt Patti Page lag sem var upp- runalega samið af Corkey Robbin. Stórkostlegur rokkslagari með líf- legum slurk af mexíkósku trompeti sem tónar á fáránlega flottan hátt við nagandi gítarriff Jack. Hráustu gítartónarnir eins og í fyrrnefndu lagi, 300 M.P.H. Torrent- ial Outpour Blues, Catch Hell Blues og eiginlega flestum lögum plötunn- ar eru líka þeim hæfileikum gædd- ir að fá mömmur til þess að öskra á mann að lækka í í tónlistinni. Yfirleitt þegar slíkt gerist eru menn á réttri braut. Mikið lifandi skelfingar ósköp er ég feginn að ég hafði rangt fyrir mér varðandi Jack White... og auð- vitað Meg líka. Icky Thump er með bestu plötum ársins og sannar enn og aftur hvað einfaldleikinn getur gefið mikið af sér. Steinþór Helgi Arnsteinsson Velkomin aftur tónliSt icky thump The White Stripes HHHH Hrá, grípandi og sveitt. Já, dúettinn The White Stripes er aftur búinn að finna fjölina sína. Nicole Richie ætlar að fjölga mannkyninu, samkvæmt vef- ritinu TMZ.com, sem greindi frá því á þriðjudag að stjarnan væri ólétt en þrálátur orðrómur þess efnis hefur vaðið uppi í slúður- pressunni að und- anförnu. Richie hefur átt í sambandi við Joel Madden, söngvara Good Charlotte, í um hálft ár. Samkvæmt InTouch Magazine ætla þau að ganga í það heilaga í sumar. Richie á að mæta fyrir rétt 11. júlí vegna gruns um ölvunarakstur í desember síðastliðnum. Ef stjarn- an verður sakfelld þarf hún að verja minnst fimm dögum í fang- elsi, ólétt eða ekki ólétt. Miðað við fréttaflutn- ing slúðurblaðanna vestra er Richie ekki ein um að huga að fjölgun. Christina Aguilera mun líka eiga von á barni með eig- inmanni sínum, Jordan Brat- man. Heimild- ir New York Post herma að söngkonan sé komin um þrjá mán- uði á leið og byrjuð að færa vinum og vanda- mönnum gleðitíðindin. Talsmaður Aguilera sagðist ekki stað- festa neitt en hefur ekki heldur neitað orðrómnum. Nick Lachey, fyrrverandi hr. Jess- ica Simpson, er ekki sáttur við myndir sem ljósmyndarar náðu af honum og núverandi kærustu hans, Vanessu Minnillo, í fríi í Mexíkó. Myndum af parinu þar sem þau liggja nakin í sólbaði og láta vel hvort að öðru í heitum potti hefur verið dreift á net- inu. Lachey segir fáránlegt að myndirn- ar hafi vakið svo mikið umtal. „Það er ekki eins og ég hafi verið gripinn með mexíkóskri hóru,“ sagði hann. Brad Pitt verður í aðalhlutverki í endurgerð á myndinni Bullitt frá árinu 1968. Þar fetar hann í fót- spor Steve McQueen og tekst á við hlutverk leynilögreglumanns- ins Franks Bullitt. Þeir sem til þekkja segja Brad eiga margt sam- eiginlegt með McQueen – hann sé til dæmis hrifinn af mótorhjól- um og hraðskreiðum bílum. Kvik- myndin er einmitt þekkt fyrir að innihalda einn besta bílaeltingar- leik kvikmyndasögunnar, þar sem Mustang Bullitts brunar um hlykkj- óttar götur San Francisco-borg- ar. Brad var fyrst orðaður við hlut- verkið árið 2003, en það er ekki fyrr en nú sem ákveð- ið hefur verið að framleiða myndina. fréttir Af fólki ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 3 82 17 06 /2 00 7 í fullum gangi Komdu og gerðu góð kaup! 30til70% afsláttur af völdum vörum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.