Fréttablaðið - 05.07.2007, Síða 58
46 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR
Úrval Útsýn býður upp á ferðir á alla heimaleiki arsenal í vetur og
eru miðarnir okkar í Club level stúkunni og er innifalið í verði 3 rétta
hlaðborð á Club level hæðinni. nánari upplýsingar um Club level
miðana er að fi nna á www.uu.is
leikirnir sem í boði eru fram að áramótum eru sem hér segir
10-13 ágúst arsenal v fulham 73.500 kr.
24-27 ágúst arsenal v Man.City 73.500 kr.
31/8 - 3/9 arsenal v Portsmouth 73.500 kr.
21-24 sept. arsenal v Derby 73.500 kr.
5-8 október arsenal v Sunderland 79.500 kr.
19-22 okt. arsenal v bolton 79.500 kr.
2-5 nóvember arsenal v Man.utd 92.500 kr.
23-26 nóv. arsenal v Wigan 79.500 kr.
14-17 des. arsenal v Chelsea 92.500 kr.
Verðin eru á mann í tvíbýli og er eftirfarandi innifalið:
fl ug, skattar, gisting í 3 nætur með morgunverði,
miði á leikinn á Club level hæð og
3 rétta máltíð (án drykkja) fyrir leik á Club level hæðinni
Nánari upplýsingar og skráning með tölvupósti
tonsport@uu.is, í síma 585-4000 eða á heimasíðu
okkar www.uu.is
Ferðir á heimaleiki
Arsenal
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu
FóTbolTI Fyrir leik HK og Vals í
gær höfðu HK-menn aðeins feng-
ið á sig eitt mark á heimavelli og
unnið alla sína þrjá leiki þar. En í
gær fóru Valsmenn illa með leik-
menn HK. Þeir skoruðu fjögur
mörk gegn einu sem Valsmaður
sá reyndar um að skora líka.
Gestirnir áttu fyrri hálfleik-
inn með húð og hári. Þeir voru
ekki lengi að skapa sér hættu við
mark HK-inga og áttu samtals
tíu skot að marki í fyrri hálfleik.
Það mikilvæga er að þeir nýttu
tvö þeirra en mörkin komu með
þriggja mínútna millibili.
Það fyrra skoraði Birkir Már
Sævarsson en boltinn barst til
hans hægra megin í vítateignum
eftir aukaspyrnu Guðmundar
Benediktssonar og skoraði hann
með viðstöðulausu skoti.
Næsta mark kom einnig
eftir aukaspyrnu. Baldur Aðal-
steinsson kom HK-ingum í opna
skjöldu með því að taka spyrn-
una fljótt og sendi inn á Helga
Sigurðsson sem vippaði boltan-
um laglega í markið.
Heimamenn mættu mun
sprækari til leiks í síðari hálfleik
en þeir voru í þeim fyrri. Þeir
byrjuðu að spila boltanum skyn-
samlega á milli sín og reyndu að
byggja upp sóknir. Eftir eina slíka
sendi Rúnar Páll Sigmundsson
stungusendingu inn fyrir vörn
Vals en Gunnar Einarsson sendi
boltann í eigið mark er hann ætl-
aði að bægja hættunni frá.
Valsmenn vöknuðu við þetta og
fengu dauðafæri skömmu síðar.
Það var svo á 65. mínútu að Birk-
ir Már átti sendingu inn á teig,
Guðmundur Benediktsson fram-
lengdi boltann á Pálma sem stóð
einn í teignum og þrumaði knett-
inum í netið. Hafþór Ægir Vil-
hjálmsson kláraði svo verkið með
fjórða marki Vals á 77. mínútu.
„Við þurftum að svara sigri FH
með sigri hér í dag. Við viljum
vera í toppbaráttunni og höfum
verið á góðu róli undanfarið,“
sagði miðjumaðurinn Baldur
Bett hjá Val eftir leik. „Það var
mjög sterkt að klára þennan leik
svona vel í dag og við misstum
aldrei einbeitinguna.“
Gunnar Guðmundsson, þjálf-
ari HK, vildi ekki viðurkenna að
heimavígi sitt væri fallið. „Engu
að síður var þetta ekki flókið í
dag, Valsmenn voru miklu betri
og áttu sigurinn skilið. Við þurf-
um að taka okkur tak en málið
er að við erum nýir í deildinni
og þurfum að læra heilmikið.
Ég held að það sé margt sem við
getum lært af þessum leik.“ - esá
HK tapaði sínum fyrsta heimaleik í deildinni:
Létt verk hjá Vals-
mönnum gegn HK
FóTbolTI Óhætt er að segja að þeir
tæplega 2.000 áhorfendur sem
borguðu sig inn á Fylkisvöllinn í
gær hafi fengið lítið annað en gott
sólbað fyrir peninginn.
Leikurinn olli í heildina miklum
vonbrigðum og þvert á það sem
margir bjuggust við náðu KR-
ingar ekki að nýta meðbyrinn sem
þeir fengu eftir fyrsta sigurleik-
inn gegn Fram í síðustu umferð.
Í fyrri hálfleik voru leik-
menn KR í sama gamla farinu og
áður, sparkandi löngum sending-
um fram völlinn þar sem mottó-
ið virðist vera að vona það besta.
KR-ingum til happs voru heima-
menn í Fylki litlu skárri og eins
og svo oft áður gekk leikur þeirra
út á langar sendingar úr vörninni
fram völlinn. „Þessi leikstíll er al-
gjörlega öfugur við það sem við
erum að reyna. Á æfingum gengur
stutta spilið mjög vel en við náum
ekki að sýna það í leikjum. Ég veit
ekki hvað veldur,“ sagði David
Hannah, varnarmaður Fylkis. „Við
erum hins vegar góðir í vörninni
og náðum að halda hreinu, sem er
jákvætt. En við verðum að skapa
okkur fleiri færi.“
Heimamenn voru þó ívið hættu-
legri framan af fyrri hálfleik en
bestu færi þeirra í leiknum komu
til vegna misskilnings í óöruggri
vörn KR. Gestirnir úr Vestur-
bænum voru sterkari í síðari hálf-
leik og fengu nokkur ágætis færi
en eins og svo oft áður voru leik-
mönnum liðsins mislagðir fætur
fyrir framan markið. Umdeilt
atvik varð um miðjan síðari hálf-
leik þegar Hauki Inga Guðnasyni
var brugðið innan teigs en dómar-
inn Magnús Þórisson dæmdi ekk-
ert. „Hann fór klárlega í löppina
á mér og klippti mig niður. Þetta
var víti, svo einfalt er það,“ sagði
Haukur Ingi við Fréttablaðið eftir
leik.
Leikmenn Fylkis voru flestir
langt frá sínu besta, hreyfingin í
sókninni var lítil og má liðið una
vel við að hafa hlotið annað stig-
ið. Sem fyrr var lítið um almenni-
legan samleik hjá KR-ingum en
greinilegt var að áherslan er orðin
meiri á varnarleikinn. Teitur sagði
þessa taktísku breytingu ekkert
leyndarmál. „Við spiluðum blúss-
andi sóknarbolta í upphafi móts en
ekkert datt fyrir okkur. Nú getum
við ekki tekið neina sénsa lengur
og því hef ég skipt aftur í kerfið
sem gafst okkur svo vel í fyrra.
Varnarboltinn hefur skilað okkur
fjórum stigum í tveimur leikj-
um sem er vel ásættanlegt. Við
munum því halda þessu áfram.“
- vig
Fylkir og KR gerðu steindautt markalaust jafntefli í Árbænum í gærkvöld:
Algjör ládeyða í Árbænum
barátta Það var ekki áferðarfalleg knattspyrna í Árbænum í gær en baráttan var til
staðar. fréttablaðið/anton
hafþór ægir fagnar hér fjórða og síðasta marki Valsmanna í Kópavoginum í
gær. fréttablaðið/anton
FóTbolTI Síðara mark Bjarna Guð-
jónssonar, sem tryggði ÍA sigur
á Keflavík, á eftir að vera mikið
rætt næstu daga. Þá héldu Kefl-
víkingar að Bjarni myndi afhenda
þeim boltann þar sem leikur hafði
stöðvast en Bjarni skaut frá miðju
og skoraði glæsilegt mark. Það
mark skildi liðin að þegar upp var
staðið.
Fyrri hálfleikur var ákaflega
tíðindalítill framan af. Skaga-
menn lágu í skotgröfunum og
leyfðu Keflvíkingum að koma upp
völlinn og freistuðu þess síðan að
sækja hratt. Það var sama hvað hið
vel spilandi lið Keflavíkur reyndi,
Skagamúrinn brotnaði ekki og lítið
sem ekkert gekk að klífa hann.
Skyndisóknir Skagamanna voru
aftur á móti stórhættulegar þar
sem Þórður og Svadumovic voru
líflegir og það var einmitt eftir
góða skyndisókn sem Svadumov-
ic nældi í víti er Ómar markvörð-
ur braut á honum. Bjarni skoraði
örugglega úr vítinu og tryggði ÍA
forystu eftir fyrri hálfleik.
Þar sem Keflavík gekk ekkert
að brjóta niður vörnina tóku þeir
upp á því að skjóta langskotum í
síðari hálfleik en Páll Gísli varði
flest þeirra vel. Skagamenn pökk-
uðu svo gott sem öllu sínu liði við
teiginn í síðari hálfleik. Keflavík
fékk dauðafæri 11 mínútum fyrir
leikslok og markið lá í loftinu.
Þegar níu mínútur lifðu leiks
skoraði Bjarni síðan markið um-
deilda. Undirritaður sá ekki alveg
aðdragandann að markinu en ef
rétt reynist að Bjarni hafi átt að
afhenda Keflavík boltann þá er
hátterni hans mjög óíþróttamanns-
legt og honum til mikils vansa. Í
kjölfarið varð allt vitlaust og leik-
menn gerðu aðsúg að Bjarna.
Síðustu mínútur leiksins voru
æði skrautlegar. Hallgrímur
minnkaði muninn og í kjölfar-
ið var Páli Gísla vikið af leikvelli
fyrir ruddaskap. Strax í kjölfar-
ið fékk Einar Einarsson Keflvík-
ingur að fjúka sömu leið fyrir að
tækla Bjarna og allt á suðupunkti.
Kristján Guðmundsson, þjálf-
ari Keflavíkur, var ómyrkur í máli
gagnvart Bjarna Guðjónssyni í
viðtali við Þorstein Gunnarsson á
Sýn eftir leikinn.
„Bjarni kallaði á boltann í stað
þess að boltanum væri kastað beint
á okkar menn. Hann lítur upp, sér
hvar Ómar stendur og tekur skot á
markið. Þetta er Bjarna Guðjóns-
syni til skammar, enn eina ferð-
ina, og Skaganum til háborinnar
skammar.“
Kristján var einnig óánægður
með vítadóminn sem færði Skaga-
mönnum fyrra mark sitt.
„Það eru lög og reglur settar
um knattspyrnuleiki. Þau gilda
um alla þá sem eru í kringum leik-
inn. Síðan eru það dómararnir
sem eiga að sjá til þess að reglun-
um sé fylgt. Það gerðist ekki hér
í kvöld.“
Strax og leiknum lauk hljóp
Bjarni ákveðnum skrefum í átt að
búningsherbergjum. Guðmund-
ur Steinarsson hljóp í humátt á
eftir honum og þar á eftir fylgdu
nokkrir liðsfélagar hans. Þeir
vildu allir fá að ræða málin ítar-
lega við Bjarna.
„Bjarni skammaðist sín svo
mikið að hann ákveður að hlaupa
þarna inn. Þvílík er skömm hans.
Hvað gerðist svo veit ég ekki.“
Helgi Pétur Magnússon varði
Bjarna eftir leikinn. „Þetta hlýt-
ur að vera óviljaverk. Getur þetta
ekki skrifast sem mistök á mark-
manninn? Það eiga sér stað mis-
tök í fótbolta og þetta voru ein af
þeim.“
Hann var svo spurður hvort
ekki hefði komið til greina að
gefa Keflvíkingum mark. „Þetta
eru mistök og við getum ekki lag-
fært þau í leiknum. Slíkt gengur
aldrei.“
Eftir því sem sjá mátti úr blaða-
mannastúkunni voru hendur látn-
ar skipta við innganginn í bún-
ingsklefana og Guð má vita hvað
gekk á þar fyrir innan. Þar var
allt í hers höndum og í raun stríðs-
ástand á Akranesi. - hbg / - esá
Stríðsástand á Skaganum
Það sauð upp úr á Akranesi þegar ÍA lagði Keflavík, 2-1, í skrautlegasta leik síðari
tíma í Landsbankadeildinni. Tvö rauð spjöld voru gefin og leikmenn voru klárir í
slagsmál í leikslok. Þjálfari Keflavíkur sagði leikinn hafa verið ÍA til skammar.
víti Ómar Jóhannsson brýtur hér á Vjekoslav Svadumovic innan teigs og vítaspyrna
var dæmd. Úr henni skoraði bjarni Guðjónsson örugglega.
fréttablaðið/eiríKur KriStÓferSSon