Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.07.2007, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 06.07.2007, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 6. júlí 2007 — 181. tölublað — 7. árgangur Brynhildur Pálsdóttir á það til að baka vand- ræði. Raunar ekkert minna en náttúruhamfarir. „Þetta er hugmynd sem é féun á urinn setti mark sitt á náttúruna að i i í framhaldin ð Virk eldfjallakaka með hamrabelti úr súkkulaðiFA B R I K A N Jói Fel Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VEÐRIÐ Í DAG BRYNHILDUR PÁLSDÓTTIR Bakar virka eldfjallaköku Matur • Tilboð Í MIÐJU BLAÐSINS Tónlistin úr handritinu Melodíu á disk Carmina undir stjórn Árna Heimis. MENNING 30 6. JÚLÍ 2007 Sveppi kaupir einbýlishús Geggjuð gæsun Emilíu í Nylon... Helga Dýrfinna er á leið í ungfrú Tourism ALGJÖR HELGA DÝRFINNA: Vill vinna út á vöxtinn FYLGIR FRÉTTA- BLAÐINU Í DAG BEST Á NORÐURLANDI - Í dag verða austan 5-15 m/s, hvassast á annesjum syðra. Nokkuð bjart veð- ur á landinu norðanverðu, annars skýjað og sumstaðar skúrir sunnan og vestan til. Hiti 12-20 stig, hlýjast til landsins á Norðurlandi. VEÐUR 4  91% ást 9% fyrirhöfn ÍS LE N SK A S IA .I S N A T 3 63 87 5 /0 7 10 0% gu lró ta rk ak a STJÓRNMÁL Áform eru uppi innan ríkisstjórnarinnar um að nota pen- inga sem markaðir voru Sunda- braut til annarra verkefna í vega- gerð. Er það liður í aðgerðum til að mæta erfiðu atvinnuástandi í sjávarbyggðum víða um land. Í fjögurra ára samgönguáætlun er gert ráð fyrir að fjórir milljarð- ar króna fari til Sundabrautar á næsta ári. Ætlunin er að nýta hluta fjárins í framkvæmdir annars staðar á landinu. Haft er til hlið- sjónar að undirbúningur að lagn- ingu Sundabrautar hefur dregist – ekki síst vegna athugunar á jarð- gangakostinum – og útlit fyrir að milljarðarnir fjórir verði hvort eð er ekki notaðir til verksins á næsta ári. Þegar ákveðnum vegafram- kvæmdum á landsbyggðinni verð- ur flýtt, einkum þeim sem komnar eru á framkvæmdastig. Gerð Suðurstrandavegar verður til dæmis hraðað. Meðal annarra ráðstafana sem stjórnvöld grípa til er uppbygging fjarskiptakerfisins á landsbyggð- inni með lagningu háhraðanets. Þá á að auka og auðvelda aðgang að langskólanámi úti um land, meðal annars með breytingum á lána- skilmálum Lánasjóðs námsmanna. Starfsemi rannsóknarsetra á landsbyggðinni verður einnig efld. Við undirbúning aðgerðanna hafa stjórnvöld þurft að gæta að því að verkefnin hafi ekki áhrif á þenslu. Aukning ríkisútgjalda er ekki á dagskrá heldur fyrst og fremst tilfærsla verkefna. - bþs Sundabrautarfé fært til annarra verkefna Hluti peninganna sem áttu að renna til Sundabrautar á næsta ári verður nýtt- ur til samgöngubóta á landsbyggðinni. Ráðherrar hafa síðustu daga undirbúið margvíslegar aðgerðir til að mæta erfiðu atvinnuástandi í sjávarbyggðum. Dúndurfréttir fyrir Bakka- vararbræður Pétur og félagar spiluðu í veiðiferð auðkýfinganna. FÓLK 46 HANNES SMÁRASON Stefnir á maraþon- hlaup í New York Hyggst ekki skáka Bjarna Ármannssyni FÓLK 46 Barca vill halda Eiði Arnór Guðjohnsen, faðir og um- boðsmaður Eiðs Smára Guðjohn- sen, sagði við Sky-fréttastof- una að Barcelona hefði gert það ljóst að ef Eiður vildi vera áfram þá vildi félagið halda honum. ÍÞRÓTTIR 42 AKRANES Gervijólatré eru uppseld á Akranesi. Búið er að setja mörg þeirra upp og skreyta og reka aðkomumenn upp stór augu er þeir sjá trén sem prýða bæinn. Á vef Skessuhorns segir að þegar jólatré eru sett upp í júlí kalli Skagamenn þau „júlítré“ en ekki jólatré. Í tilefni Írskra daga sem hefjast í dag eru júlítrén máluð í írsku fánalitunum. Á Írskum dögum minnast Akurnesingar uppruna síns sem að hluta er rakinn til Írlands. Júlítrén fögru eru liður í skreytingum þessara daga. - kdk Upprunans minnst á Skaga: Jólatré uppseld á Akranesi TRÉ Í ÍRSKUM FÁNALITUM Gervijólatrén gegna mikilvægu hlutverki á Akranesi þess dagana. MYND/SKESSUHORN SPÁNN Borgarbúum í Madrid bauðst óvenjuleg skemmtun á dögunum. Fjörutíu heppnir sjálfboðaliðar fengu að grípa sér sleggjur og brjóta allt og bramla á herbergjum á NH-hótelinu þar í borg. Ákveðið hafði verið að endurinnrétta hótelið og hótelstjór- inn afréð að nýta sér niðurstöður rannsókna um að íbúar Madridar séu haldnir mikilli streitu. „Ég er uppgefinn, en mjög afslappaður,“ sagði Pablo Varela, þrítugur kennari sem sér um nemendur með hegðunarvandamál. Varela var einn sjálfboðaliðanna sem tóku þátt í atganginum. Sjálfboðaliðarnir fá að launum að gista á hótelinu þegar það hefur verið gert upp. - sgj Spánverjar losa um streitu: Fjörutíu rústuðu hóteli í Madrid FÓTBOLTI Allt varð vitlaust eftir leik ÍA og Keflavíkur í Lands- bankadeildinni á miðvikudag. Bjarni Guðjónsson skoraði þá eitt umdeildasta mark síðari ára. Eftir leikinn varð fjandinn laus þegar leikmenn Keflavíkur hlupu á eftir Bjarna til búningsherbergja en þar kom til stimpinga á milli manna er Keflvíkingar reyndu að ná tali af Bjarna. Harðar ásakanir ganga á víxl milli liðanna og hvorugt félagið gefur tommu eftir. Bjarni hefur beðist afsökunar á markinu sem hann segist hafa skorað óviljandi. Keflvíkingar trúa ekki orðum Bjarna og saka hann um óheiðar- leika. Bjarni segist hafa viljað gefa Keflavík mark í kjölfarið til að jafna stöðuna en Guðjón Þórðar- son, þjálfari ÍA, tók fyrir það. Hann segir ástæðuna vera við- brögð Keflvíkinga við markinu umdeilda. Fjölskylda Bjarna hefur dregist inn í málið en Bjarni og Guðjón saka Keflvíkinga um mjög vafa- sama hegðun í garð eiginkonu Bjarna og það í augsýn barna þeirra. Keflvíkingar segja á móti að eiginkona Bjarna hafi byrjað að rífast í þeim en ekki öfugt. - hbg / sjá síðu 40 Umdeilt mark Bjarna Guðjónssonar gegn Keflavík dregur dilk á eftir sér: Harðar ásakanir ganga á milli liðanna HRESS Á LANDSMÓTI Æskufólk setti eðlilega mikinn svip á setningu 25. Landsmóts Ungmennafélags Íslands sem að þessu sinni er haldið í Kópavogi. Mikið verður um dýrðir á Landsmótinu enda er UMFÍ hundrað ára á þessu ári. Sjá síðu 12 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.