Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 4
Alls verða 604 rúm
á Landspítalanum þegar bygg-
ingu nýs spítala við Hringbraut
verður lokið. Rúmum fyrir líkam-
leg veikindi fjölgar um 38 frá því
sem nú er.
Alfreð Þorsteinsson, formaður
framkvæmdanefndar um byggingu
nýja spítalans, segir að ekki sé þörf
fyrir fleiri rúm þar sem stefnt sé
að fækkun legudaga á sjálfu sjúkra-
húsinu. „Eins og annars staðar í
heiminum er gert ráð fyrir að inn-
lagnir verði styttri og að fólk jafni
sig eftir aðgerðir á sjúkrahóteli
sem þarna verður.“
Vinningstillaga úr samkeppni um
nýja sjúkrahúsið hefur verið end-
urskoðuð og húsnæðið tekið nokkr-
um breytingum. Legudeildarálm-
um var fækkað um eina og þær
hækkaðar um eina hæð. Bráðamót-
taka var færð nær barnaspítala og
aðalinngangur fluttur miðsvæðis.
Þá voru háskólabyggingar færðar
frá íbúðabyggðinni í Þingholtun-
um. Alfreð segir þetta hafa verið
gert eftir athugasemdir íbúa sem
töldu að sér þrengt og starfsmanna
sem töldu að byggingin væri flött
óþarflega mikið út.
Í upphaflegum áætlunum var
ráðgert að hefja framkvæmdir á
næsta ári. Það hefur breyst og verð-
ur byrjað 2009. Þegar hafa 490
milljónir verið lagðar í verkið og á
næsta ári eru því markaðar 1.500
milljónir. Fjórir milljarðar renna
svo til þess árlega næstu þrjú ár á
eftir. Stjórnvöld hafa þegar ákveð-
ið að 18 milljarðar af svonefndum
Símapeningum fari í byggingu nýs
spítala en framreiknaður heildar-
kostnaður er áætlaður milli 50 og
60 milljarða króna.
Stefnt er að því að fyrsta áfanga
verði lokið árið
2013 eða 2014 og
stendur vilji
framkvæmda-
nefndarinnar til
að þess að þá
verði hægt að
flytja núverandi
starfsemi Land-
spítalans í Foss-
vogi undir nýtt
þak við Hring-
braut. Upphafleg áætlun um að
framkvæmdunum verði að fullu
lokið 2018 er enn í gildi.
Alfreð segir vandað til alls undir-
búnings enda mikilvægt að áætlan-
ir séu sem nákvæmastar. „Það er
mjög brýnt svo ekki þurfi að grípa
til kostnaðarsamra breytinga á
framkvæmdatímanum.“
Legudögum fækkað
á nýja spítalanum
Legudeildarálmum nýs háskólasjúkrahúss hefur verið fækkað um eina og þær
hækkaðar um eina hæð frá því sem ráðgert var í vinningstillögu um spítalann.
Stefnt er að fækkun legudaga og að fólk jafni sig eftir aðgerðir á sjúkrahóteli.
Taktu þátt og safnaðu
stimplum hjá Olís.
Glæsilegir vinningar í boði!
Við höldum með þér!
Kristbjörg Stephen-
sen, lögmaður Reykjavíkurborg-
ar, hafnar niðurstöðu lögmanna
íbúa á Njálsgötu um að fyrirhug-
að athvarf fyrir
heimilislausa
teljist vera
stofnun en ekki
heimili
„Ekki er um
það deilt að
húsnæði það
sem um er deilt
í þessu máli
uppfyllir
skilyrði um
íbúðarhúsnæði. Húsnæðið er
jafnframt staðsett á skilgreindu
íbúðarhússvæði.
Engin ákvæði eru í lögum um að
heimili fyrir þennan hóp einstakl-
inga skuli ekki teljast til heimilis
í venjulegum skilningi þess orðs
heldur til stofnunar,“ segir í
umsögn Kristbjargar til velferð-
arsviðs borgarinnar.
Verður heimili
en ekki stofnun
Ungur pólskur karlmaður hefur í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur verið sýknaður af ákæru
um að hafa nauðgað stúlku í kjallara Hótels Sögu
í mars síðastliðnum. Fjölskipaður héraðsdómur
komst að þeirri niðurstöðu að athæfi mannsins
gæti ekki talist ofbeldi í skilningi laga, og að
manninum hefði ekki hlotið að vera það ljóst að
samræðið við konuna væri gegn vilja hennar.
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þröngvað
konunni til samræðis með ofbeldi með því að ýta
henni inn á salernisbás og hafa þar munnmök
við hana, sleikja kynfæri hennar, hafa við hana
samræði og reyna að setja getnaðarlim sinn í
endaþarm hennar.
Í dómnum segir að framburður stúlkunnar sé
einkar trúverðugur og að ljóst sé að samræði
hafi átt sér stað, gegn hennar vilja, og nokkurn
veginn eins og lýst er í ákæru.
Hins vegar segir í dómnum að ekki verði séð
að maðurinn hafi haft ástæðu til að halda að „hún
væri honum andhverf“ þar sem þau urðu sam-
ferða niður að snyrtingunni og frásögn manns-
ins um að vel hafi farið á með þeim sé ekki ótrú-
verðug. Hún hafi auk þess ekki streist á móti á
meðan á samræðinu stóð, og ekki reynt að kalla
á hjálp þegar einhver kom inn á salernið. Sjálf
segist hún hafa verið í of miklu áfalli til þess.
Þá segir að ef byggt sé á frásögn stúlkunnar af
því sem gerðist líti dómurinn svo á „að það að
ákærði ýtti [stúlkunni] inn í klefann, læsti klefan-
um innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður
á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð,
ekki talist ofbeldi í skilningi [laga], eins og það
hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og langri
dómaframkvæmd.“ Það eitt myndi nægja til að
sýkna manninn, segir í dómnum.
Ný vínbúð var opnuð á Hellu
í fyrradag. Vínbúðin er í sama
húsnæði og Kjarvalsverslunin við
Suðurlandsveg. Á heimasíðu
Rangárþings ytra kemur fram að
yfir 200 vörutegundir verði
fáanlegar að jafnaði í búðinni. Opið
verður frá 14 til 18 virka daga og
til klukkan 19 á föstudögum.
Fyrsti viðskiptavinurinn var
hestamaðurinn Brynjar Vilmund-
arson sem nýlega seldi athafna-
manninum Karli Wernerssyni hið
mikla hestabú á Feti. Áður en
Brynjari og öðrum viðskiptavinum
var hleypt inn var sveitarstjórnar-
mönnum boðið í kaffi.
Kaffidrykkja
í nýrri vínbúð
Reisa á minningarkross um
Þjóðverjann Oliver Meisner sem
fórst við hellaskoðun í íshelli í
nágrenni Hrafntinnuskers í ágúst
í fyrra. Hreppsnefnd Rangár-
þings ytra hefur samþykkt
uppsetningu minningarkrossins
sem mun vera sextíu sentímetra
hár og staðsettur við íshellinn.
Meisner var tæplega 38 ára þegar
hann lést við það að afar þung
íshella brotnaði og féll yfir hann.
Meisner lét eftir sig eiginkonu.
Minningarkross
um Þjóðverja