Fréttablaðið - 06.07.2007, Page 8
Ríkissaksóknari gerir
kröfu um að Rúnar Þór Róbertsson
verði dæmdur í sjö til átta ára fang-
elsi fyrir þátttöku í smygli á 3,8
kílóum af kókaíni til landsins. Þá er
þess krafist að Jónas Árni Lúðvíks-
son verði dæmdur í þriggja til fjög-
urra ára fangelsi fyrir hlutdeild í
málinu.
Aðalmeðferð í þessu umfangs-
mikla fíkniefnamáli er lokið. Verj-
endur beggja sakborninga gerðu
kröfu um sýknu.
Verjandi Jónasar Árna, Sveinn
Andri Sveinsson, hrl. sagði í mál-
flutningi sínum í Héraðsdómi skjól-
stæðing sinn hafa verið ákærðan
fyrir að hafa fjarlægt ætluð fíkni-
efni úr bíl sem fluttur var til lands-
ins og reyndist geyma kókaínið.
Sveinn Andri benti á að þar sem
fyrir lægi að í bílnum hefðu verið
gerviefni en ekki ætluð fíkniefni þá
stæðist ákæran ekki.
Þá undirstrikaði verjandinn að
Jónas Þór hefði vitað að ekki væru
fíkniefni í bílnum heldur gerviefni,
þar sem DV hefði fjallað um málið
þegar það kom upp á sínum tíma og
verið nokkuð nákvæmt, bæði á
magn og styrkleika efnisins. Fíkni-
efni væru aldrei afhent áfram held-
ur gerviefni sett í staðinn. Loks
benti Sveinn Andri á að Jónas Árni
væri einungis ákærður fyrir að
hafa tekið ætluð fíkniefni úr bíln-
um og ætlað að afhenda þau áfram.
Forsendan fyrir broti hans væri sú
að áframafhending gerviefnanna
færi fram. Ekki væri hægt að
byggja ákæru og sakfellingu á
sönnunargögnum sem lögregla
byggi til.
Verjandi Rúnars Þórs, Þorsteinn
Einarsson hæstaréttarlögmaður
lagði áherslu á í málflutningi sínum
að Rúnar Þór hefði ekki vitað um
fíkniefnin í bílnum. Hann væri því
fórnarlamb en ekki gerandi.
Ákæruvaldið hefði ekki sýnt fram
á sök hans að aðild málsins. Þá
benti ekkert til þess að Rúnar Þór
hefði komið að töku fíkniefnanna
úr bílnum. Loks hefðu verið hnökr-
ar á rannsókn lögreglu á málinu.
Ásgeir Karlsson sem var yfir-
maður fíkniefnadeildar þegar rann-
sókn málsins hófst bar fyrir dómi,
að frétt DV hefði komið lögregl-
unni í opna skjöldu á sínum tíma.
„Málið var á afar viðkvæmu stigi,“
sagði hann, „og það kom í ljós við
rannsókn málsins að fréttin hafði
verulega slæm áhrif á hana.“
Hann bætti við í samtali við
Fréttablaðið að leki upplýsinga af
þessu tagi væri verulegt áhyggju-
efni.
Málsvörnin
byggð á frétt
úr dagblaði
Gerð er krafa um allt að átta ára fangelsisdóm yfir
meintum kókaínsmyglara. Verjendur byggja meðal ann-
ars á frétt DV af málinu og gagnrýna rannsókn þess.
Síbrotamaður um tvítugt
hefur í Héraðsdómi Norðurlands
eystra verið dæmdur í fimmtán
mánaða fangelsi fyrir fjölda brota.
Maðurinn braust í nóvember inn
í Glerárskóla á Akureyri og stal
þaðan gríðarmiklum tölvubúnaði
og öðrum munum. Þá ók hann
undir áhrifum lyfja á ofsahraða
undan lögreglu í Kópavogi í ágúst
í fyrra og endaði löng eftirförin
með því að maðurinn ók á annan
bíl og hafnaði því næst á strætó-
skýli.
Hann braust einnig inn í bakarí
og stal þaðan reiðufé og kókflösk-
um og reyndi að greiða fyrir vörur
og þjónustu með annarra manna
greiðslukorti. Hann á talsverðan
sakaferil að baki.
Rúmlega 27,5 milljón-
um króna var á dögunum
úthlutað til mannaskiptaverk-
efna á vegum Evrópusambands-
ins. Verkefnið er á vegum
skrifstofu menntaáætlunar
Evrópusambandsins og nefnist
Leonardo da Vinci.
Árlega eru fyrirtækjum,
skólum og stofnunum veittir
styrkir til mannaskiptaverk-
efna. Þar gefst fólki í starfs-
námi eða á atvinnumarkaði,
leiðbeinendum eða stjórnendum
kostur á að afla sér starfsþjálf-
unar í Evrópu.
Í ár fer styrkupphæðin til
samtals 172 einstaklinga.
Styrkir til
starfsmennta
Tveir liðsmenn vél-
hjólaklúbbsins Fáfnis voru í gær-
kvöldi dæmdir í gæsluvarðhald til
mánudags fyrir að ráðast á annan
liðsmann í félagsmiðstöð klúbbsins
í fyrrakvöld. Samkvæmt upplýs-
ingum Fréttablaðsins var skipti-
lykli, járnstöng og öðrum verkfær-
um beitt í árásinni.
Lögregla mætti í félagsmiðstöð
klúbbsins við Frakkastíg um kvöld-
matarleytið eftir að íbúar í nágrenn-
inu létu vita af barsmíðum í húsinu.
Lögreglan handtók tíu liðsmenn
klúbbsins og færði í fangageymsl-
ur. Tveir þeirra veittu mótspyrnu
við handtöku. Þá var hinn slasaði
yfirheyrður áður en hann var flutt-
ur til aðhlynningar á slysadeild.
Hann reyndist talsvert lemstraður
víða um líkamann, en ekki alvar-
lega. Hann fór af slysadeildinni í
kringum miðnætti.
Mennirnir tíu voru yfirheyrðir
fram eftir degi í gær. Fljótlega kom
í ljós að einungis tveir þeirra höfðu
átt hlut að máli en hinir höfðu verið
á öðrum stað í húsinu. Þeim var því
sleppt hverjum á fætur öðrum.
Svo virðist sem maðurinn hafi
gengið úr klúbbnum og verið kom-
inn á staðinn til að skila búnaði í
eigu klúbbsins. Því næst hafi allir
farið á efri hæð hússins, nema þol-
andinn og árásarmennirnir tveir.
Ekki liggur fyrir hvers vegna.
Beittu skiptilykli og járnstöng
Sjóvá-Almennar trygg-
ingar hf. hafa í hyggju að óska eftir
því að viðskiptavinir þeirra gefi
upp punktastöðu
vegna umferðar-
lagabrota.
Ragnheiður
Agnarsdóttir hjá
Tryggingamið-
stöðinni segir að
engin slík áform
séu fyrirhuguð
hjá þeim. „Við
höfum ekki séð
nein gögn sem
sýna sterk tengsl milli punkta og
tjóna,“ segir Ragnheiður. Hún segir
fyrirtækið hins vegar alltaf skoða
leiðir til að umbuna þeim sem
standa sig vel. „Við veitum afslátt
ef menn eru tjónlausir síðasta ár og
þeir sem lenda í tjóni fá viðbótar-
gjald ef þeir hafa nýtt sér sína
tryggingu til að borga tjónið. Umb-
unarkerfi er því ekkert nýtt.“
Erlendis er algengt að óska eftir
upplýsingum um tjónasögu en það
hefur ekki verið tekið hér upp.
„Okkur myndi hugnast það betur
heldur en að óska eftir punkta-
stöðu.
Þess má geta að tryggingafélag í
eigu Tryggingamiðstöðvarinnar,
Elísabet, gefur þeim sem eru
punktalausir tólf mánuði í röð þrett-
ánda mánuðinn frían. Punktastaðan
er því bara skoðuð til umbunar,
ekki refsingar.“
Vilja umbuna þeim
sem standa sig vel
Tæplega fertug kona
hefur verið dæmd í fimm
mánaða fangelsi fyrir margvís-
leg afbrot. Það alvarlegasta var
brot gegn valdstjórninni, en hún
hrækti stórum hráka með miklu
blóði í andlit lögregluþjóns í maí
síðastliðnum. Lögregluþjónninn
leitaði í kjölfarið í læknis og lét
bólusetja sig gegn lifrarbólgu.
Hún var einnig staðin að verki
við að reyna að stela fatnaði og
saumavél úr kjallaraíbúð sem
hún hafði brotist inn í, og að
reyna að stela skópari úr Lyfju.
Þá var hún tvívegis tekin með
fíkniefni. Konan á talsverðan
sakaferil að baki, sem hófst árið
1988.
Kona dæmd
fyrir að hrækja
á lögreglumann
Í höfuðið á móður hvaða
Bítils lét Jakob Frímann Magn-
ússon skíra dóttur sína?
Hver skoraði mjög umdeilt
mark í leik Skagamanna og
Keflvíkinga?
Hversu margar vikur var
Alan Johnston í haldi Hers
íslams?
66
°N
or
ðu
r/
jú
ní
07
REYKJAVÍK:
Kringlan
Bankastræti 5
Faxafen 12
KÓPAVOGUR:
Smáralind
GARÐABÆR:
Miðhraun 11
AKUREYRI:
Glerárgata 32
www.66north.is
Heimsþekktir, hágæða ítalskir
gönguskór – líka fyrir Laugaveginn!
Komdu og líttu á úrvalið í verslunum okkar í Faxafeni 12 og Glerárgötu 32, Akureyri.