Fréttablaðið - 06.07.2007, Page 11

Fréttablaðið - 06.07.2007, Page 11
í öll mál Matseðill Morgunverðu r Engjaþyk kni „frais e des bois “ með villt um jarða rberjum, borið fra m með m orgunkor ni Engjaþyk kni „cara mel“ borið fra m með st ökku mor gunkorni Hádegisverður Engjaþyk kni „stra cciatella“ vanilluk ryddað m eð súkkul aðistjörn um Engjaþyk kni „etoil e“ með peru m, karam ellum og súkkulað istjörnum Kvöldverður Engjaþyk kni „rom ance“ með unað sbragði o g stökku morgunk orni Engjaþyk kni „á ch ocolate“ vanillukr yddað me ð súkkula ðikornkú lum Engjaþyk kni „crèm e de la cr ème“ borið fra m með hn etu-, kara mellu- og kornkúlu -mélange Engjaþykkni Nýtt bragð! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 5 7 8 Fimm íslenskir stoðtækjanotendur fengu í gær háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. til að auðvelda þeim að hreyfa sig reglulega og njóta lífsins betur. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri segir að gríðarleg þróun hafi verið á hlaupafótum síðustu árin. Efnið er úr kol- trefjar með sérstakri lögun og valið fyrir hvern og einn einstakling og hvað hann hugsar sér að gera. „Það má kannski geta þess að Trygg- ingastofnun greiðir ekki hjálpartæki til íþróttaiðkana,“ segir Lárus. „Fulltrúar frá stofnuninni voru hér í dag og sýndu þessu gríðarlegan áhuga. Það er ljóst að hreyfing og þjálfun kemur í veg fyrir aðra sjúkdóma. Aflimun einhvers háttar eykur hættu á sykursýki og æðasjúkdóm- um því hreyfing minnkar mjög í kjölfar- ið. Þetta er gríðarleg skerðing á lífsgæð- um, ég tala ekki um fyrir ungt fólk sem er vant íþróttum.“ Guðmundur Ólafsson var einn af þeim sem fengu hlaupafæturna og var hæst- ánægður með þá. „Þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár sem ég hleyp. Ég er búinn að æfa mig í nokkra tíma og þetta gengur frábærlega. Það er eins og ég hafi lent í lukkupotti. Ég er aðstoðarþjálfari Fjölnis í fótbolta og nú þýðir ekkert fyrir strák- ana að kalla Gummi og hlaupa svo í burtu. Ég get náð þeim núna,“ sagði hann í létt- um dúr. Hleypur í fyrsta skipti í tuttugu ár „Það nötraði allt og skalf hér í skálanum þegar þrumurnar gengu yfir. Í kjölfarið kom mikil rigning og haglél og það snjóaði í fjöllin í kring,“ segir Kári Þórisson, skálavörður í Básum í Þórsmörk, en mikið þrumuveður gekk yfir Suðurland í gær. Kári segir að einhverjir hafi orðið skelkaðir og að göngufólk sem var í fjallgöngu þegar þrumuveðrið gerði hafi sagt að loftið hafi verið svo rafmagnað að hár þeirra lyftist. Trausti Jónsson veðurfræðing- ur segir það ekkert einsdæmi að þrumuveður geri á þessum árstíma. Hann segir að hlýindin undanfarið hafi vissulega áhrif en aðrir þættir þurfi einnig að koma til. Hár göngufólks svo rafmagnað að það lyftist Níu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins ætla að hjóla yfir landið 7. til 18. júlí. Tilgangurinn er að safna fé í sjúkra- og líknarsjóð starfs- mannafélags liðsins. Hópurinn leggur af stað frá Fonti á Langanesi á morgun og lýkur ferðinni á Reykjanestá 18. júlí. Sjúkra- og líknarsjóðurinn styrkir slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn sem verða fyrir alvarlegum áföllum. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, sem hjólar með, segist vona að ferðin veki fólk til vitundar um mikilvægi sjóðsins. Safna í sjúkra- sjóð á hjólum Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar segir að þar sem Selfossbær sé ekki lengur til sem stjórnsýslueining séu ekki ráðgerð sérstök hátíðarhöld í tilefni 60 ára afmælis Selfossbæjar. Meirihlutinn hvetur hins vegar leik- og grunnskóla á Selfossi til þess að gera sögu Selfoss sem bæjar sérstaklega skil á árinu og leik- og grunnskóla á Eyrarbakka og á Stokkseyri til að halda á sama hátt til haga í starfi sínu sögu sinna þorpa. „2008 verða tíu ár liðin frá því að Sveitarfélagið Árborg varð til og því telur meirihluti bæjarstjórnar mikilvægt að gera góð skil þegar þar að kemur,“ segir meirihlut- inn. Fagnar ekki afmæli Selfoss

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.