Fréttablaðið - 06.07.2007, Síða 18
fréttir og fróðleikur
Umdeilt landsvæði umlukið ESB-löndum
Þegar rússneska blaðakon-
an Anna Politkovskaya var
myrt í lyftunni á heimili
sínu í Moskvu í október í
fyrra var hún nýbúin að
ljúka við bók: A Russian
Diary – sem nýverið kom út
í enskri þýðingu – þar sem
dregin er upp afar dökk
mynd af Rússlandi í forseta-
tíð Vladimírs Pútín.
Í bókinni segir Politkovskaya að
Pútín hafi barið niður pólitíska
andstöðu gegn sér áður en hann
var endurkjörinn í forsetakosn-
ingunum árið 2004 með rúmlega
sjötíu prósent atkvæðanna.
Hún nefnir dæmi; hvernig Ivan
Rybkin, einn af þeim sem ætlaði
að bjóða sig fram gegn Pútín,
hætti skyndilega við það. Rybkin
hvarf í nokkra daga skömmu fyrir
forsetakosningarnar eftir að hafa
gagnrýnt Pútín harðlega. Polit-
kovskaya telur að Pútín hafi látið
ræna Rybkin til að ógna honum og
fá hann til að hætta við að bjóða
sig fram.
Niðurstaða Politkovskayu er að
eftir forsetakosningarnar 2004
hafi ekki verið nein skil á milli rík-
isvaldsins í Rússlandi og Pútíns:
„Ríkið, það er Pútín,“ segir hún.
Í bókinni segir Politkovskaya að
grundvallarmannréttindi, eins og
mál- og samviskufrelsi, séu fótum
troðin í Rússlandi. Hún segir að
fjölmiðlamenn í Rússlandi þurfi
að stunda „sjálfsritskoðun“, sem
þýðir að segja ekkert sem komi
sér illa fyrir stjórnvöld því annars
gætu þeir lent í vandræðum:
stjórnvöld í Rússlandi lokuðu 23
ritstjórnarskrifstofum í landinu
árið 2005.
Jón Ólafsson heimspekingur,
sem hefur búið í Rússlandi, segir
að í Rússlandi sé ekkert sem kalla
megi frjálsa fjölmiðlun. „Í raun-
inni er það bara mjög hugrakkt
fólk sem er tilbúið að hætta lífi
sínu sem getur sagt eitthvað annað
en ætlast er til að það segi. Það var
sennilega bara tímaspursmál hve-
nær Politkovskayu yrði rutt úr
vegi,“ segir Jón.
En barátta stjórnvalda gegn mál-
frelsi fjölmiðlamanna kann að
eiga sér enn skelfilegri birtingar-
mynd því í nýlegri skýrslu alþjóð-
legra samtaka um starfsöryggi
blaðamanna segir að frá 1996 hafi
88 blaðamenn verið drepnir í
Rússlandi – aðeins í Írak hafa
fleiri blaðamenn verið drepnir á
tímabilinu, eða 138.
Hvort stjórnvöld standi jafnvel
á bak við einhver af þessum morð-
um á blaðamönnum í landinu er
hins vegar erfitt að segja því í
langflestum tilfellum finnast
morðingjarnir ekki. Hvort það er
vegna þess vegna að stjórnvöld
reyni ekki að finna þá er einnig
óvíst en Politkovskaya segir frá
því að stjórnvöld einfaldlega
sleppi því að rannsaka mál ef það
hentar þeim – þetta kann að eiga
við um morðingja blaðakonunnar
sem enn hefur ekki fundist. Á vef
breska blaðsins The Guardian er
hins vegar minnst á að Ramzan
Kadyrov, forseti Tsjetsjeníu og
bandamaður Pútíns, hafi hugsan-
lega látið drepa blaðakonuna
vegna skrifa hennar um stríðið í
Tsjetsjeníu.
Jón Ólafsson segir að það sé
mjög erfitt að segja til um hverjir
standi á bak
við morðin á
blaðamönn-
um í Rúss-
landi en að í
flestum til-
fellum sé
um leigu-
morð að
ræða. Hann
segir einnig
að hópar
tengdir rúss-
neska her-
num séu stundum nefndir til sög-
unnar.
Jón segir hins vegar að ekki
megi gleyma því að það sé einnig
mikill ofbeldiskúltúr í landinu –
Politkovskaya segir nöturlegar
sögur af morðum óbreyttra borg-
ara á innflytjendum í bókinni – og
að þess vegna sé einnig mögulegt
að menn einfaldlega ákveði að láta
drepa blaðamenn ef umfjöllun
þeirra kemur sér illa fyrir þá.
Um orð Politkovskayu, um að
stjórnvöld í Rússlandi rannsaki
ekki mál sem geta komið sér illa
fyrir þau, segir Jón að dómskerfið
í Rússlandi sé ósjálfstætt: sé ekki
óháð stjórnvöldum á nokkurn hátt.
Hann telur að eingöngu í stöku til-
fellum fari málssmeðferð fram
með eðlilegum hætti því yfirleitt
stjórni einhver hagsmunaaðili
niðurstöðu málsins; yfirleitt ríkið.
„Það vantar mjög mikið upp á það
að til sé eitthvað sem hægt er að
kalla réttarríki í Rússlandi,“ segir
Jón.
Í ritdómi um bók Politkovskayu í
enska blaðinu The Spectator í
apríl sagði Anna Applebaum að
henni þætti ekki skrítið að Polit-
kovskaya hefði verið drepin miðað
við hvernig hún talaði um ástandið
í Rússlandi.
Politkovskaya sagðist vera
hrædd um framtíð Rússlands því
svo mörgu væri ábótavant í land-
inu. Í bókinni nefnir hún meðal
annars hina miklu fólksfækkun í
landinu – samkvæmt spám mun
íbúafjöldi í Rússlandi hafa lækkað
úr 145 milljónum árið 2002 niður í
139 milljónir árið 2016 – sem hún
segir að stjórnvöld beri meðal
annars ábyrgð á vegna þess að
stór hluti landsmanna búi við
fátækt og fái ekki þá heilbrigðis-
þjónustu sem hann þurfi. „Það
eina sem stjórnvöld hafa áhuga á
er að græða peninga,“ segir blaða-
konan í lok þessarar síðustu bókar
sinnar, en morðið á henni hefur
vakið gríðarlega hörð viðbrögð á
Vesturlöndum og beint kastljósinu
að þeirri ólýðræðislegu þróun í
Rússlandi sem hún gagnrýndi svo
harkalega í skrifum sínum og
ráðamenn í mörgum lýðræðisríkj-
um eru uggandi yfir.
Heimildir: Anna Politkovskaya. A
Russian Diary, www.newssafety.
com, The Economist Intelligence
Unit, og vefsíður The Glasnost
Defence Foundation (www.gdf.ru),
The Guardian og The Spectator.
Dökk mynd af Rússlandi
Myndi kaupa
íslenskt viskí
– Vel lesið
Vertu inní
Fréttablaðinu
með þitt
kynningarefni
Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband
í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is
Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög
Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni
Notaðu mest lesna* blað landsins til að
dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina
*Gallup maí 2006