Fréttablaðið - 06.07.2007, Síða 34
BLS. 6 | sirkus | 6. JÚLÍ 2007
F oreldrar mínir hafa alltaf verið miklir hippar en sjálf var ég farin að máta pinnahæla mjög
ung,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir
markaðsstjóri sem veitt hefur konum
ráðgjöf um tísku í áraraðir. Þrátt fyrir
að hafa verið farin að skoða búðar-
gluggana á Laugaveginum sem lítil
stelpa segir Eva Dögg að hún aðhyllist
ekki ákveðinn stíl heldur fari klæðnað-
ur hennar eftir því í hvernig skapi hún
vakni. „Ég á eina 8 ára sem er alveg eins
og ég var. Það þýðir hins vegar ekkert
að kvarta því mamma þurfti að díla við
það sama með mig,“ segir Eva bros-
andi. „Ég get ekki sagt að stíllinn minn
sé svona eða hinsegin því ég breyti
reglulega um stíl. Ég dett í gallabuxur
og strigaskó um tíma en fer svo í pinna-
hælana og er voðalega fín inn á milli,
það fer eftir skapi, veðri og vindum og
hvað ég er að gera hverju sinni. Ég
hugsa sjaldnast fram í tímann heldur
læt skapið ákvarða fötin á morgnana.“
Eva Dögg segir leiðinlegt við tískuna
þegar fólk leitist eftir að klæða sig eins.
Hins vegar þar sem úrvalið og flóran sé
meiri sé fólk óhræddara við að prófa
sig áfram og móta sinn eigin stíl. „Ég
hef mjög gaman af íslenskri hönnun og
„second hand“ fötum og finnst það
kærkomin nýjung í flóruna. Tískuból-
ur eru ekki alltaf skemmtilegar enda
klæða þær ekki alla og mér finnst fólk
fyrst og fremst þurfa að hugsa um
hvort fötin klæði það frekar en hvort
þau séu í tísku. Ekki bara kaupa af því
að það eru allir aðrir að kaupa eða af
því að búðarkonan segir að þetta eða
hitt sé flott. Svo finnst mér líka að það
ætti að vera bannað að konur kaupi of
lítil föt sem þær ætla að grenna sig í því
þröng föt gera okkur bara feitari,“ segir
Eva Dögg sem er ófrísk að sínu þriðja
barni. Hún segir lítið mál að halda
áfram að klæða sig fallega þótt hún sé
ófrísk því tímarnir séu heldur betur
breyttir frá því þegar hún gekk með sitt
fyrsta barn fyrir um 14 árum. „Þá bjó
ég í Bandaríkjunum og eini meðgöngu-
fatnaðurinn voru svokallaðir rjóma-
kökukjólar. Hér á Íslandi var hins vegar
ekkert að fá. Í dag er gaman að vera
ófrísk því landslagið er allt annað og
mikið úrval verslana hér á landi sem
bjóða upp á smart óléttuföt,“ segir Eva
Dögg sem er á leið í sumarfrí til Barce-
lona. Hún hefur tekið sér frí frá tísku-
ráðleggingum um tíma en segir aldrei
að vita hvað hún geri eftir barneignar-
leyfið. „Ég mun halda áfram í mínu
starfi og mun örugglega gera eitthvað
fleira spennandi enda hef ég góða
reynslu og hef mjög gaman af því að
starfa með fólki. Það er aldrei að vita
hvað maður gerir í þessum tísku-
bransa í framtíðinni.“
indiana@frettabladid.is
EVA DÖGG SIGURGEIRSDÓTTIR Á VON Á SÍNU ÞRIÐJA BARNI. HÚN SEGIR MIKINN MUN Á MEÐGÖNGUFATN-
AÐI Í DAG OG ÞEGAR HÚN VAR ÓFRÍSK FYRIR 14 ÁRUM. EVA DÖGG HLEYPTI SIRKUS Í FATASKÁPINN.
Ófrískar konur eru líka smart
GLAMÚR „Rauða kjólinn fékk ég í Zöru.
Ætli stíllinn minn sé ekki pínu glamúr?
Allavega hef ég voðalega gaman af
öllum „díteilum“. Svo er ég í svörtum
leggings við með smellum en þessi
leggings tíska er voðalega þægileg
þegar maður er ófrískur.”
GULLSKÓR „Peysuna
fékk ég í unglinga-
búð en ég er hrifin
af gulli og féll fyrir
peysunni. Kærastinn
minn gaf mér svo
gullskóna en mig
hafði lengi langað í
gullstrigaskó.“
ELSKAR GALLAEFNI „Ég elska þennan
kjól en hef fengið gagnrýni hjá þeim
sem eru á móti vopnum,” segir Eva
Dögg hlæjandi. „Gallajakkinn er í
sérstöku uppáhaldi en mér finnst
nauðsynlegt að eiga nokkra gallajakka
fyrir sumarið.“
ALGJÖR PÆJA
„Ég klippi oft
neðan af
gallabuxunum
mínum enda vil
ég hafa þær
gamlar og
þægilegar.“
FLOTT „Ég kemst
enn þá í gallabux-
urnar mínar og get
því aðeins skvísast
enn þá. Kápuna gaf
vinkona mín mér og
mér þykir rosalega
vænt um hana. Ég
held að ég hafi
verið egypsk
prinsessa í fyrra lífi
því ég elska svona
munstruð og
útsaumuð efni.“
MYND/VILLI