Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 38

Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 38
BLS. 10 | sirkus | 6. JÚLÍ 2007 Þ að er óhætt að segja að Íslendingar hafi tekið hitabylgj-unni sem nú ríður yfir landið fagnandi. Á hverju götuhorni má sjá fáklædda Frónverja sleikja sólskinið og láta fara vel um sig í hitanum. Austurvöllur og kaffihúsin hafa verið þéttsetin sem og ísbúðirnar sem hafa sennilega selt meiri ís á síðustu vikum en allt síðasta ár. Sundlaugarnar eru þó þeir staðir sem trekkja mest að enda fátt betra en að spranga um á sundfötunum einum fata og dýfa tánni í svalt vatnið eða jafnvel taka nokkra stutta sundspretti. Best af öllu er þó að flatmaga á bakkanum og næla sér í smá brúnku. HITABYLGJAN SEM HEFUR GENGIÐ YFIR LANDIÐ HEFUR FARIÐ VEL Í ÍSLENSKA KROPPA SEM SPÓKA SIG U ...allt með kossi vekur UNGIR SEM ALDNIR Fólk á öllum aldri sækir sundlaugarnar heim á sólardögum. Á KAFI Í LESTRI Glanstímaritin eru vinsæl afþreying á sundlaugar- bakkanum. Á FLOTI Þessi ungi drengur skemmti sér konunglega á rauðu gúmmíslöngunni. LITLA HAFMEYJAN Þessi stúlka tók við hlutverki litlu hafmeyjunnar á sundlaugarbakkanum í Laugardalslauginni. Á TALI Það er alltaf stutt í gemsann, jafnvel hjá þeim sem sækja sundlaugarnar. Í SÓL OG SUMARYL Það er gott að láta fara vel um sig í buslupollinum í Laugardalslauginni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.