Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 63
Baltasar Kormákur hyggst halda til Flateyjar í lok sumars og taka þar upp sína nýjustu kvikmynd sem verður í allt öðrum dúr en hinar fjórar. „Þetta verður í anda Four Wedd- ing and a Funeral. Kvikmynd um alvöru fólk í gamansömum dúr,“ segir Baltasar sem var búinn að koma sér vel fyrir í sveitasæl- unni á Hofi við Höfðaströnd. Hann hyggst venda kvæði sínu í kross og leikstýra gamanmynd með blöndu af dramatík sem hefur fengið nafnið Brúðguminn. Myndin fjall- ar um miðaldra mann sem hyggst yngja aðeins upp og giftast tvítugri stúlku með kostulegum og grát- broslegum afleiðingum. Upphaflega stóð til að mynd- in yrði gerð eftir leikritinu Ívan- ov eftir Anton Tjekov en að sögn Baltasars þróaðist sú hugmynd frá leikritinu og varð að sjálfstæðri kvikmynd. Þeir Baltasar og Ólafur Egill Egilsson hafa unnið hörðum höndum að því að skrifa handrit- ið og hefur sú vinna að mestu leyti farið fram á sveitabæ Baltasars, Hofi. „Ólafur er svo mikið borgar- barn að hann vissi varla hvar hann var á landinu,“ segir Baltasar og skellir uppúr. Að sögn Baltasars hefur þegar verið gengið frá ráðningu í öll helstu hlutverk en þau verða í höndum stórskotaliðs úr leikara- stéttinni. Hilmir Snær Guðnason verður í hlutverki brúðgumans en meðal annarra leikara má nefna Þröst Leó Gunnarsson, Laufeyju Elíasdóttur, Ilmi Kristjánsdótt- ur og Margréti Vilhjálmsdóttur. „Þetta gæti verið þroskuð útgáfa af 101 Reykjavík og brúðgum- inn gæti vel verið Hlynur Björn,“ segir Baltasar. U-beygja hjá Baltasar ALGJÖRLEGA ÓMÓTSTÆÐILEG Nýja kjúklingaréttabókin loksins komin út: Frábært uppsláttarverk fyrir alla sem fást við matargerð, frá byrjanda til meistara, og ómissandi í hverju eldhúsi. Sex aðgengilegir efnisflokkar ná til allra þátta og tilbrigða á matseðlinum með einföldum forréttum og súpum, seðjandi aðalréttum, ljúffengum pottréttum, ferskum og léttum sumarsalötum, spennandi grillréttum, matarmiklum og lystilegum bökum og búðingum og framandlegum, sterkkrydduðum og bragðmiklum réttum. 200 uppskriftir Yfir 1000 ljósmyndir Leggðu sumarlaunin þín inn á XY reikning og þú getur unnið Playstation 3 leikjatölvu eða 10.000 kr.! Allir fá 4 bíómiða og ef þú ert að stofna XY reikning í fyrsta skipti færðu líka flottan XY Ósómabol. Þeir sem leggja laun inn á XY reikning í júní fá 4 bíómiða senda heim til sín í byrjun júlí. Aðalvinningarnir verða dregnir út 6. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.