Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 66
Arnór Guðjohnsen, faðir
og umboðsmaður Eiðs Smára Guð-
johnsen, greindi frá því í gær að
Barcelona vildi halda landsliðs-
fyrirliðanum í sínum röðum. Þrá-
látur orðrómur hefur verið um að
Eiður sé á leið aftur til Englands en
hann hefur alltaf sagst vilja vera
áfram í herbúðum Barcelona. Þar
sem viljinn er beggja vegna eru
litlar líkur á því að Eiður Smári
fari í sumar.
„Þeir (Barcelona) sögðu, „ef þú
vilt glaður vera hér áfram, viljum
við gjarnan að þú verðir það“,“
sagði Arnór við Sky-fréttastofuna
í gær. Arnór sagði einnig að hann
hefði ekki rætt við nein félög um
hugsanleg kaup á Eiði Smára.
Eiður er staddur á Íslandi þessa
stundina og sagði Arnór að Eiður
hefði í nógu að snúast. „Hann er
mjög ákveðinn, hann er að æfa á
fullu hérna á Íslandi í fríinu sínu
og hann ætlar að vera vel undir-
búinn fyrir næsta tímabil,“ sagði
Arnór.
Þjálfarar og læknalið Barce-
lona settu saman æfingaáætl-
un fyrir hvern og einn leikmann
til að vinna að í sumar, áður en
leikmenn koma saman til æfinga
á undirbúningstímabilinu. Leik-
menn félagsins hófu þessar æf-
ingar í vikunni og ber þeim að æfa
þrisvar í viku, kvölds og morgna,
og svo oftar þegar nær dregur
tímabilinu.
Leikmenn félagsins eru einnig
hvattir til að slappa af inn á milli
og spila golf eða strandblak.
Barcelona vill halda Eiði Smára
Í gær var dregið í riðla
í Meistaradeild Evrópu í kvenna-
flokki. Valsstúlkur voru í efsta
styrkleikaflokki og spila gegn
meisturum Hollands, Finnlands
og Færeyja, ADO Den Haag, FC
Honka og KÍ Klakksvík.
„Þetta er erfiðasti dráttur sem
við gátum fengið. Þetta verður
mjög erfitt og við erum klárlega í
dauðariðlinum. Liðin frá Hollandi
og Finnlandi voru of neðarlega í
styrkleikaflokkum þar sem þetta
er í fyrsta skipti sem þau verða
meistarar,“ sagði Elísabet Gunn-
arsdóttir, þjálfari Vals, en leikið er
í Færeyjum dagana 9. til 14. ágúst.
Eitt lið kemst áfram upp úr riðlin-
um.
Valsstúlkur í
dauðariðlinum
Chelsea vonast eftir því
að ganga frá kaupum á franska
landsliðsmanninum Florent
Malouda um helgina. Viðræður
félagsins við Lyon ganga hægt en
örugglega en talið er að franska
félagið krefjist um sautján millj-
óna punda fyrir vinstri kantmann-
inn. Líklegt er að Arjen Robben
fari til Real Madrid ef af kaupun-
um á Malouda verður.
Vonir standa til að Malouda
fari með Chelsea í æfingaferð til
Bandaríkjanna í næstu viku.
Nálgast kaup
á Malouda
Samkvæmt fréttum á
Englandi eru allar líkur á því að
Carlos Tevez skrifi undir samning
við Manchester United á næstu
dögum. BBC greindi frá því í gær
að viðræður væru í fullum gangi
en ekki er ljóst hvort United kaupi
Tevez eða fái hann lánaðan. Kaup-
verðið á Tevez ku nema um 20
milljónum punda.
Sir Alex Ferguson hefur þegar
keypt Anderson, Nani og Owen
Hargreaves á samtals um 50 millj-
ónir punda í sumar. Tevez vildi
lítið tjá sig um orðróminn í sam-
tali við fjölmiðla í gær.
Tevez næstur?
Íslenskt
tónlistarsumar
Nýjar íslenskar
geislaplötur í næstu verslun
2CD
23. júlí 23
. jú
lí 23. júlí
Megas og Senuþjófarnir - FrágangurÍslandslög 7Íslandslög 1-6
Logar - mikið var Sextett Ólafs Gauks - 14 lög frá Þjóðhátíð Vestmannaeyja
í brekkunni - Vinsælustu
Eyjalögin
6CD
10. júlí
Stuðkompaníið - 2XTÓLF