Fréttablaðið - 21.07.2007, Qupperneq 6
Engin ákvæði í samningi
sem sveitarfélagið Ölfus hefur
gert við Icelandic Water Hold-
ings ehf. útiloka að áltæknigarð-
ur eða álver verði byggt í
námunda við vatnsverksmiðju
sem fyrirtækið mun byggja að
Hlíðarenda í Ölfusi. Þetta segja
Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar-
stjóri sveitarfélagsins Ölfuss, og
Jón Ólafsson, stjórnarformaður
Icelandic Water Holdings.
Ólafur Áki segir að í samning-
um við fyrirtækið sé aðeins kveð-
ið á um að engin atvinnustarf-
semi sem fer í bága við íslensk
lög megi vera nálægt vatnsverk-
smiðjunni. Hann segir að ef
ákveðið verði að byggja álver eða
áltæknigarð í sveitarfélaginu
muni sú framkvæmd fara í
umhverfismat lögum samkvæmt.
„Þá mun koma í ljós hvort ein
atvinnustarfsemi geti verið
nálægt annarri í sveitarfélag-
inu,“ segir Ólafur.
Jón segir að hann sé ekki á móti
því að byggður verði áltækni-
garður í Ölfusi en að það sé hans
draumur að Ölfus verði fyrsta
græna sveitarfélagið á Íslandi.
Byrjað verður að byggja vatns-
verksmiðjuna á næstu vikum og
er gert ráð fyrir að hún verði til-
búin eftir eitt ár, segir Jón. Á
milli 30 til 40 störf munu skapast
í sveitarfélaginu þegar verk-
smiðjan verður tilbúin.
Umboðsmaður Alþingis
segir að ekki séu nægilega skýrar
forsendur fyrir því að tuttugu pró-
senta tekjuálag sé lagt á þá sem
skila ekki skattframtali. Þetta
kemur fram í áliti frá 13. júlí síðast-
liðnum. „Við tökum þetta auðvitað
mjög alvarlega og munum fara yfir
þetta,“ segir Skúli Eggert Þórðarson
ríkisskattstjóri.
Ef skattgreiðandi skilar ekki inn
skattframtali tímanlega er skattur á
hann áætlaður, samkvæmt þeim
gögnum sem liggja fyrir hjá Ríkis-
skattstjóra.
„Þá eru teknar saman allar þær
helstu upplýsingar sem menn hafa
um viðkomandi, launamiðar, upp-
lýsingar um staðgreiðslu á hugsan-
legum virðisaukaskatti og aðrar
upplýsingar sem kynnu að vera
fyrir hendi,“ segir Skúli. „Af var-
færnissjónarmiðum er áætlunin
hækkuð um tuttugu prósent.“
Tæplega fimmtán þúsund skatt-
greiðendur skil-
uðu ekki inn
framtali í vor,
tæplega sex pró-
sent af framtelj-
endum.
„Verkefni
skattstjóra er að
ná til þessa hóps,“
segir Skúli. „Það
er hægt að gera
með ýmsum
hætti. Þegar ekki var komið framtal
frá stórum hópi í vor var sendur
tölvupóstur til þeirra sem höfðu
opnað framtalið sitt á netinu en ekki
lokið við það. Það eru miklir hags-
munir fyrir fólk að telja fram á rétt-
um tíma.“
Skúli segir hugmyndir uppi um að
skrifa þeim bréf sem ekki hafa skil-
að framtali eða hafa samband við þá
á annan hátt. „Við þurfum að kanna
hvort hægt sé að veita betri þjón-
ustu, það kunna að vera einstakl-
ingsbundnar aðstæður sem valda
þessu,“ segir Skúli.
Skúli telur ekki að tekjumissir
yrði af því ef hætt yrði að innheimta
tuttugu prósenta álag. „Margir
þeirra sem lenda í áætlun koma sér
í skil eftir að álagningu lýkur. Það er
tiltölulega lítill hópur sem borgar
áætlunina.“ Umboðsmaður hvetur
einnig til þess að Ríkisskattstjóri
minni skattstjóra landsins á að þeim
beri að fara sjálfir yfir hverja ein-
ustu tillögu að áætlun með það fyrir
augum að meta hana eftir aðstæð-
um hvers landshluta.
„Það er auðvitað þeirra að áætla
og þeir þurfa að fara yfir þetta
betur,“ segir Skúli. „Þessum tilmæl-
um hefur alltaf verið beint til skatt-
stjóra og ég veit ekki annað en að
þeir geri þetta.“ Í einhverjum tilvik-
um valdi þó tímaskortur því að
treyst sé of mikið á vélrænar áætl-
anir, að sögn Skúla.
Bannað að refsa þeim
sem skila ekki framtali
Umboðsmaður Alþingis segir að Ríkisskattstjóri megi ekki leggja tuttugu pró-
senta álag á þá sem ekki skila inn skattframtali, ef upplýsingar um tekjur þeirra
liggja fyrir. Ríkisskattstjóri segir tæplega 15 þúsund manns ekki skila framtali.
Guðlaugur Þór
Þórðarson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, hefur
ákveðið að skipa vinnuhóp til að
gera tillögur um skipulag sjúkra-
flutninga á grundvelli úttekta sem
fyrir liggja. Tillögurnar skulu
miðast við landið allt.
Vinnuhópurinn mun skoða
mönnun og rekstur sjúkraflutning-
anna sérstaklega. Þá hefur
ráðherra einnig falið vinnuhópnum
að kalla eftir tillögum um menntun
sjúkraflutningamanna og leita í
því sambandi til Sjúkraflutninga-
ráðs landlæknis, samtaka sjúkra-
flutningamanna og annarra
fagaðila.
Skipulag sjúkra-
flutninga skoðað
Hópur mótmælenda frá
samtökunum Saving Iceland heim-
sótti Orkuveitu Reykjavíkur í gær
og strengdi fána í anddyri hússins
sem á stóð „Vopnaveita Reykjavík-
ur?“.
Með þessu vildi hópurinn benda
á að tæpur þriðjungur álfram-
leiðslu Century Aluminium og
Alcan, sem kaupa orku til íslenskr-
ar álframleiðslu frá OR, fari í her-
gagna- og vopnaframleiðslu. Mót-
mælin fóru friðsamlega fram.
Mótmælendur frá hópnum
skvettu einnig gulri málningu á
sendiráð Íslands í Edinborg í
Skotlandi í gærmorgun. Jafn-
framt límdu þeir lása sendiráðs-
ins og hengdu upp skilti með
slagorðum.
Vildu þeir með þessu mótmæla
fjölgun álvera og virkjanafram-
kvæmdum á Íslandi. Jafnframt
býður Saving Iceland Orkuveit-
unni til opinberra viðræðna um
siðgæði fyrirtækisins.
Strengdu fána í Orkuveitunni
Hefur þú lesið einhverja af
bókunum um Harry Potter?
Langar þig að smakka fær-
eyskar mjólkurafurðir?