Fréttablaðið - 21.07.2007, Side 10

Fréttablaðið - 21.07.2007, Side 10
greinar@frettabladid.is Bestu þakkir fyrir bréfið sem gladdi mig ósegjanlega. Þar færir þú mér þau merku tíðindi, og sennilega ýmsum lesendum Bréfs til Maríu líka, að Henri Lepage sé góðvinur þinn. Það gætir að vísu nokkurs misskiln- ings hjá þér, þegar þú segir að ég hneyksl- ist á bók Henri Lepage, Á morgun, kapít- alisminn, eða samkvæmt þinni túlkun á titlinum, Morgundagurinn er kapítalism- ans. Það er í rauninni þvert á móti. Mér fannst hún hin athyglisverðasta, því þar fékk ég á einum stað nákvæmt, greinargott og yfirgripsmikið yfirlit yfir kenningar frjálshyggjumanna. Þess vegna taldi ég ómaksins vert að verja tíma og rúmi í að fjalla um þessa bók. Nú mun sá orðrómur vera kominn á kreik og hefur borist til mín í vindinum, að ég hafi dregið þarna fram einhvern þriðja flokks höfund, með öllu óþekktan, sem ekki sé eyðandi miklu púðri á; ég ráðist sem sé á garð frjálshyggjumanna þar sem hann sé lægstur, eða jafnvel skarð í honum. Þetta er alvarleg gagnrýni, ef hún skyldi hafa við rök að styðjast, og erfitt fyrir mig að svara henni, því óvíst að ég teldist trú- verðugur ef ég ætlaði að taka upp hansk- ann fyrir Henri Lepage meira en orðið er. En nú hefur þú tekið ómakið af mér og kippt öllum grundvelli undan þessum and- mælum. Eins og almenningur veit átt þú það nefnilega sameiginlegt með ýmsum þeim höfuðspekingum sem láta ljós sitt skína á Signubökkum, að þú umgengst einungis stórmenni þessa heims. Ef Henri Lepage er góðvinur þinn, getur hann þess vegna ekki verið neinn hálfdrættingur í hugmyndafræðum frjálshyggjunnar, það hlýtur að vera fullt mark takandi á manni sem er í svo góðum félagsskap. Þess vegna er það líka dálítið óréttlátt hjá þér, þegar þú segir í nokkrum álösunartón að ég safni saman undir heitinu „frjálshyggja“ alls kyns hag- stjórnarhugmyndum og þá væntanlega ólíkum. Þær hugmyndir sem ég fjalla um eru allar til stað- ar í riti Henri Lepage, hann hefur safnað þeim saman á undan mér. Megir þú svo ávallt vaxa að manviti. Höfundur er sagnfræðingur og doktor í miðaldafræðum. Kæri Hannes! Við heilsuðumst kurteislega og kankvíslega í vor, þegar sumarþingið tók til starfa. Það var alltaf blik í augunum á honum Einari Oddi, prakkaraskapur, glettni. Bros. Við höfum sosum vitað hvor af öðrum í gegnum tíðina og mér fannst alltaf nokkuð til þess, að hann gaf mér auga, var vinsam- legur og skrafhreyfinn þegar við hittumst, ekki síst vegna þess að þessi maður hafði skráð nafn sitt í söguna fyrir löngu. Var sjálfur bjargvætturinn, nafngift sem fór honum vel og verðskulduð. Það var ekkert annað en afrek, sem þeir unnu Guðmundur Joð og Ásmundur og fleiri góðir menn með Einar Oddi, þegar þeir sömdu um þjóðarsáttina forðum. Auðvitað með aðstoð ríkisstjórn- arinnar og annarra skynsamra manna. En þetta var hans verk og fyrir það eigum við þessum manni mikla skuld að gjalda. Unga kynslóðin man ekki lengur þá tíð þegar verðbólgan flæddi yfir laun, verðlag, útgjöld og skuldir í einum samhangandi vítahring. Það var svo sannarlega kominn tími til að kveða hann niður, þennan draug, óðaverð- bólguna, sem þjóðin hafði slegist við svo lengi og sligað allt þjóðarbúið, atvinnufyrirtækin og launþega þessa lands. Þetta gengur barasta ekki lengur, eins og Einar Oddur var vanur að segja. Og þeim tókst það, Einari og öllum hinum bjargvættunum að ná sátt um atlögu, sem var upphafið að þeirri gósentíð, sem við höfum lifað síðan. Af hverju skyldi Einari Oddi hafa tekist þetta, nema vegna þess að hann var niðri á jörðinni, hann átti rætur í atvinnulífinu og sá lífsbaráttuna með öðruvísi gleraugum en mennirnir sem voru klossfastir í pólitískum skylmingum. Hann kom úr annarri átt. Að vestan. Þar sem lífið er saltfiskur. Ég held að gæfa Einars Odds hafi verið sú að komast ekki til áhrifa og valda, fyrr en hann var fullþrosk- aður maður. Ekki eins og svo margir aðrir sem alast upp í pólitískum heimi og setjast óharðnaðir á þing, án nokkurrar lífsreynslu. Hann bar lífsreynsluna utan á sér, hann Einar Oddur. Já, þegar við hittumst og heilsuðumst í vor, var hann kumpánlegur, karlinn. Kannski líka af því að við vorum allt í einu orðnir samherjar í ríkisstjórn. Hann var ekki maður sem gerði upp á milli fólks, eftir því hvar það sat í flokki. Hann talaði eins við alla, lét þá heyra hvað hann vildi og meinti og lá aldrei á skoðunum sínum. Jafnvel þótt þær væru stundum á skjön við allt og alla. Mér þykir vænt um svona tegund af mönnum. Einar var fulltrúi þeirra, fulltrúi grasrótarinnar í þjóðfélaginu og þótt hann færi ekki alfaraleið og léti ekki alltaf að stjórn, þá var gaman að hlusta á hann af því að hann talaði mannamál og alltaf viss í sinni sök. Rembingslaust. Með allt sitt á hreinu. Nú er hann farinn, þessi maður. Upp úr þurru. Á miðju sumri. Á sínum heimaslóðum. Einn tveir og þrír. Þetta er flottur dauðdagi hugsar maður. Á fjöllum uppi, í fallegu veðri. Án þess að gera boð á undan sér. Kannski var það honum líkt. En Einar var yngri maður en ég og átti mikið eftir og fráfall hans er áminning um að lífið er ekki eilíft og ekki eitthvað sem maður getur gengið að. Hvenær kemur röðin að manni sjálfum? Það styttist að minnsta kosti í það. Þetta er ekki minningargrein, þetta er ekki grátstafur yfir manni sem ég þekkti náið. En Einar Oddur var maður sem við öll þekktum, þjóðfrægur og annálaður fyrir það sem hann var. Við áttum hann öll í þjóðar- vitundinni og þegar slíkur maður fellur frá þá er það þjóðarbrest- ur. Það er mikill sjónarsviptir að honum á Alþingi og í þjóðfélag- inu öllu. Við áttum hann öll, líka við hin sem erum í öðrum flokkum vegna þess að sameigin- lega erum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að létta undir með fólki, með landi og lýð og skila betra búi en við tókum við. Í þeirri baráttu, í þeirri viðleitni, lét Einar Oddur aldrei deigan síga. Hann stóð keikur fyrir stafni. En kynni mín af þessum þjóðfræga manni voru þau, að hann var ekki einasta skörungur í sjón og raun, heldur einlæg og tilfinningarík mann- eskja. Góður drengur. Betri lýsingu kann ég ekki. Þegar Einar Oddur er allur „...hann var niðri á jörðinni, hann átti rætur í atvinnulífinu og sá lífsbaráttuna með öðru vísi gleraugum en mennirnir sem voru klossfastir í pólitísk- um skylmingum.“ S íðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kemur út í dag. Þar með er endahnútur bundinn á sögu þessa óvenjulega drengs sem kynntur var í fyrstu bókinni fyrir tíu árum, drengsins sem með töframætti sínum fékk milljónir barna til að hverfa inn í ævintýraheim bókarinnar sem mörg þeirra hefðu líklega ekki kynnst ella. Joanne K. Rowling kom fram á sjónarsviðið með söguna af Harry einmitt þegar umræðan um að miðlar eins og sjónvarp og tölvur myndu ganga af bókinni dauðri stóð sem hæst. Dregið hafði úr bóklestri barna og unglinga og gerir enn. Ljóst er að bækurnar um Harry Potter hafa í það minnsta tafið þessa þróun. Engum hefur tekist að skilgreina nákvæmlega hvað veldur aðdráttarafli sagnanna um Harry Potter en leiða má að því líkur að galdraformúlan felist í því hvernig venjulegum börnum er plant- að inn í heillandi og verulega framandi galdraheim, börnum með venjulegar tilfinningar og langanir barna, börnum sem lesendurn- ir eiga auðvelt með að samsama sig við. Einhver galdur virðist verða til við þessa skörun raunveruleika og ævintýraheims. Óumdeilt er að áhrif höfundarins eru mikil. Fjöldi barna um allan heim sem aldrei hafði sýnt bóklestri áhuga hefur látið hríf- ast með í Harry Potter-æðinu og tekið sér bækurnar í hönd. Þegar sá ís er brotinn er að minnsta kosti líklegra en áður að viðkom- andi barn láti sér aftur detta í hug að opna bók og lesa. Annar galdur við Harry Potter-bækurnar er að frá upphafi hafa sögurnar höfðað til breiðs aldurshóps. Þannig voru fyrstu bækurnar á mörgum heimilum lesnar fyrir börn sem annars hefðu varla treyst sér sjálf í svo þykka bók. Iðulega mátti þá ekki á milli sjá hvort börn eða foreldrar voru spenntari í sög- unni. Þegar fram í sótti fóru svo sömu börn að lesa bækurnar sjálf og áður en yfir lauk átti Harry eftir að leika viðamikið hlutverk í enskunámi barnanna, sem þjófstörtuðu og lásu Harry Potter á ensku. Einnig má nefna þá snilldarhugmynd höfundarins Joanne K. Rowling að láta drenginn eldast í hverri bók þannig að lesendur vaxi ekki upp úr sögunni. Ekki má heldur gera lítið úr markaðssetningu bókaflokksins sem vissulega hefur verið öflug. Tekist hefur að kynda undir spennu fyrir útgáfu hverrar bókar með miðnæturopnunum í bókabúðum á útgáfudegi og ýmsum vangaveltum um örlög sögupersónanna. Aldrei hefði markaðsmönnunum þó tekist að viðhalda þessari spennu ef ekki hefði verið innistæða í sögunum sjálfum. Sögu Harry Potter er lokið en Harry er fráleitt allur, hvort heldur hann lifir eða deyr í sögulok sjöundu bókar. Bækurnar um Harry Potter eru kannski ekki ódauðleg bókmenntaverk en þær munu lifa áfram um hríð meðal barna og halda áfram að lokka þau til lestrar. Framtíðin ein leiðir í ljós hvort rithöfundi tekst að endurtaka leik Rowling og hrinda af stað lestraræði á borð við það sem hefur staðið í tíu ár í kringum Harry Potter-bækurnar. Meðan tekst að koma slíkum ævintýrum af stað lifir bókin góðu lífi. Strákur sem galdr- ar börn að bókum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.