Fréttablaðið - 21.07.2007, Page 16
Eftir hlýindin í Tyrklandi er
hitastigið á Íslandi afskaplega
notalegt.
Hér hefur verið gott næði til
vinnu því að heimilisfólkið eyddi
helginni austur í Bolholti við að
mála og sparsla og gera húsinu til
góða. Össur og Birta komu við hjá
mér í dag og svo eldaði ég kvöld-
mat handa fólkinu sem var á heim-
leið.
Í kvöld horfði ég á Brasilíu og
Argentínu spila úrslitaleik um
Ameríkubikarinn í knattspyrnu.
Brassarnir unnu 3:0. Fyrri hálf-
leiknum lýsti kínverskur sjón-
varpsþulur, seinni hálfleikinn
horfði ég á undir handleiðslu arab-
ísks íþróttafréttamanns.
Fyrir 500-kall getur maður
keypt sér aðgang að tölvuútsend-
ingum á öllum heimsins knatt-
spyrnuleikjum. Það var merkilegt
að sjá að Argentínumenn virðast
hafa sams konar minnimáttar-
kennd gagnvart þessum nágrönn-
um sínum og við höfum fyrir
Dönum og Svíum. Það var greini-
legt frá fyrstu byrjun að Argent-
ínumenn höfðu enga trú á því að
þeir gætu sigrað granna sína og
því fór sem fór.
Slóðin á vefsíðuna sem býður
upp á alla þessa knattspyrnu er
www.free-football.tv. – og ég vona
að viðskiptasiðferðið sé í lagi hjá
því fyrirtæki. Ef þetta er ræn-
ingjakompaní er það þó alla vega
ekki að ræna viðskiptavini með
himinháum afnotagjöldum.
Frú Sólveig er haldin flökkueðli.
Nú er hún komin í sumarbústað
austur við Laugarvatn með litlu Sól
með sér. Reyndar er það ekki
bara flökkueðlið sem rekur
hana að heiman heldur líka til-
litssemi. Henni er annt um að
ég hafi sem best næði til að
klára bókina mína. Andri minn
er hins vegar í bænum. Hann
fer út um borg og bý með
vinum sínum, Elí og litla Villa
og stóra Villa. Þeir koma svo
við og láta vita af sér þegar
þeir eru svangir svo að óþarfi
er að kaupa á þá staðsetning-
artæki en það mun vera nýj-
asta nýtt í uppeldismálum að
festa staðsetningartæki á
afkvæmin til að vita hvar þau
eru stödd hverju sinni.
Í sumarfríinu mínu las
ég merkilega bók eftir
breskan höfund sem heitir
Simon Sebag Montefiore. Hún var
um æsku og uppvöxt Jósefs Stal-
íns, heilmikill doðrantur, en mér
fannst bókin svo athyglisverð að
ég pantaði mér á amazon.co.uk
aðra bók eftir sama höfund. Sú ber
titilinn „Stalin – The Court of the
Red Tsar“ eða „Stalín –
hirð rauða keisarans“.
Þetta er svakaleg lesning. Í
venjulegum reyfara þykir
gott ef höfundur lætur myrða
þrjár eða fjórar persónur og í bíó
fer mannfallið sjaldan yfir hundr-
að. Stalín drap milljónir.
Hin háa dánartíðni í afþreying-
ariðnaðinum hefur leitt til þess að
margir spyrja hvort blóðsúthell-
ingar geri ekki neytendur blóð-
þyrsta.
Hvað þá um raunveruleikann?
Engin glæpamynd eða -saga
kemst í hálfkvisti við það sem
raunverulega hefur gerst. Ill-
mennin Blofeld, Iago og Vold-
emort eru eins og fermingar-
drengir við hliðina á alvöru
glæpamönnum eins og Hitler, Stal-
ín og Maó.
Við þennan lestur um blóðugan
feril Stalíns fer ekki hjá því að
maður velti því fyrir sér hvort
illskan eigi sér engin takmörk.
Fyrir utan að fyllast viðbjóði yfir
vonsku og morðfýsn þessa ein-
staklings hlýtur maður einnig að
spyrja: Hvernig komast fjölda-
morðingjar upp með ógnarverk
sín? Það drepur enginn milljón
manns með eigin hendi. Það þarf
fleiri til aðstoðar. Það þarf sam-
þykki margra. Og hvar endar
illskan? Getur
einn vits-
tola
harðstjóri smitað heilar þjóðir af
geðveiki sinni? Og aðrar þjóðir,
sbr. Bush og fylgisveina hans og
innrásina í Írak?
Tuttugasta öldin er án vafa
mesta framfaraskeið í sögu Evr-
ópu og jafnframt blóðugasta tíma-
bil í sögu Vesturlanda. Af því má
til dæmis þá ályktun draga að lýð-
ræðið sem við búum við sé óend-
anlega dýrmætt og brothætt.
Nútímafólki hættir til að líta á lýð-
ræði og borgaraleg réttindi sem
sjálfsagðan hlut en því fer fjarri.
Lýðræðið er nýfengið og kostaði
miklar fórnir. Á eftir lífinu sjálfu
er það dýrmætasta eign okkar og
við eigum að virða það og gæta
þess í samræmi við það.
Á visir.is er að finna alveg dás-
amlega frétt:
„Karlmaður var í Héraðsdómi
Norðurlands eystra í gær dæmdur
til að greiða 20.000 króna sekt í
ríkissjóð fyrir brot gegn vald-
stjórninni.“
Í gúrkutíðinni les maður spennt-
ur áfram og vill komast að því
hvers konar uppreisnarstarfsemi
þessi Norðlendingur hafði í
frammi andspænis vald-
stjórn-
inni.
Enda kemur á
daginn að það er
ekkert smáræði sem mað-
urinn hefur á samviskunni.
Fréttin heldur áfram:
„Aðfaranótt sunnudagsins 29.
apríl síðastliðinn klæddist maður-
inn einkennisskyrtu lögreglu á
veitingastaðnum Kaffi Akureyri
og taldi dómurinn að hann hafi
með því brotið gegn valdstjórn-
inni.
Maðurinn var einnig ákærður
fyrir ranga skýrslugjöf með því
að hafa skýrt rangt frá nafni sínu
og kennitölu er lögreglan hafði
afskipti af honum í skyrtunni.
Hann var þó sýknaður af þeirri
ákæru þar sem ekkert kom fram
í gögnum málsins um að búið
hafi verið að greina honum frá
réttindum sakbornings. Eins
var litið til þess að maðurinn
hefur ekki sætt refsingu áður.“
Þetta er óborganlegt:
Þegar löggan var búin að hand-
sama manninn í skyrtunni sem
ógnaði valdstjórninni var maður-
inn spurður að heiti og maðurinn
laug að löggunni.
Svo er hann sýknaður
af lyginni vegna þess
að löggan gleymdi
að skýra honum
frá réttindum
sakbornings áður
en hún spurði
hann að heiti.
Hins vegar er
hann sakfelldur
fyrir að vera í
einkennis-
skyrtu lög-
reglu á veit-
ingastað.
Það er ekki
mikið að gera
hjá þeim dóm-
stólum sem
standa í svona gríni.
Dómstólar landsins halda áfram
að stytta manni stundir. Í dag var
Geiri í Goldfinger sýknaður í Hér-
aðsdómi Reykjaness af ákæru um
að hafa staðið fyrir nektardans-
sýningu „í lokuðu rými“.
„Að mati dómsins þótti ekki sýnt
að dansinn hafi farið fram „í lok-
uðu rými“ líkt og bannað er sam-
kvæmt lögreglusamþykkt.
Fyrir dómi lá fyrir viðurkenn-
ing sakborninga að dansinn hafi
farið fram í rými með fasta veggi
á þrjár hliðar og tjald fyrir þeirri
fjórðu. Hins vegar taldi Ásgeir
ekki um lokað rými að ræða þar
sem auðvelt væri að hafa eftirlit
með því hvað fram færi inni í
einkadansklefanum með því að
svipta tjaldinu frá.“
Á mínu heimili og flestum
öðrum heitir það að loka að sér ef
einhver lokar herbergisdyrum til
marks um að vilja vera í næði.
Auðvitað getur hver sem er opnað
dyrnar því að engin þörf er á að
læsa með lykli þótt maður vilji
loka að sér. Enda merkir „að loka“
ekki „að víggirða“. Að vera í lok-
uðu rými er einfaldlega andstæð-
an við að vera á almannafæri.
Nú held ég að dómstólar í land-
inu séu orðnir viðskila við þjóðina
og farnir að stíga sinn einkadans í
lokuðu rými.
Getur hvaða glæpamaður sem
er haft þá að fíflum með útúrsnún-
ingum ef hann er með nógu harð-
an lögfræðing?
Dómstólar í lokuðu rými?
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um hungur sem staðsetningartæki. Ennfremur er rætt um fjöldamorðingja og glæpamenn, sagt frá skyrtu sem
braut gegn valdstjórninni og einkadansi dómstóla í lokuðu rými.
Auglýsingasími
– Mest lesið