Fréttablaðið - 21.07.2007, Side 21
aftur til Austur-Þýskalands. Það
hefði verið auðvelda leiðin en
aldrei sú rétta. Sem betur fer varði
heimþráin til Þýskalands ekki
nema í nokkrar vikur. En það má
svo sem segja að við höfðum verið
vöruð við. Okkur hafði verið sagt
að taka því rólega fyrst og vera
ekki að flýta okkur neitt, þannig að
ég tók þá ákvörðun að láta námið
bíða um sinn. Ég hafði bara ekki
þrjá tíma í sólarhringnum til að
eyða í lestarferðir. Seinna fór ég
að vísu í leikmyndahönnun og þar
fann ég nám sem mér fannst virki-
lega forvitnilegt og á örugglega
eftir að klára það. Mér fannst sá
heimur mjög spennandi og allar
þessar pælingar á bak við leik-
myndirnar.“
En Kristín hefur aldrei litið á
þessa þróun á lífinu sem fórn – að
hún sé að fórna sínum tækifærum
fyrir feril Óla? „Nei, ég hef aldrei
gert það og hef alltaf notið þessa
alls í botn. En oft heldur fólk það
– að ég sé að fórna mér á altari Óla
og ég hljóti nú bráðum að fara að
drífa í því að gera eitthvað fyrir
sjálfa mig. En það er svo misjafnt
hvað fólk þarf og á hvaða tíma.
Þetta eru árin sem börnin eru lítil,
við höfum tækifæri til að búa á
Spáni og njóta þess lífs í botn,
sinna börnunum og höfum tíma
hvort fyrir annað. Síðar kemur svo
tíminn þar sem það sama verður
ekki upp á teningnum og ég get til
dæmis ekki hugsað mér þegar við
flytjum heim að vera heimavinn-
andi.“
Að flytja heim. Hljómar slíkt und-
arlega í eyrum Kristínar? Sér í
lagi að flytjast frá Spáni – landinu
þar sem börnin koma heim í hádeg-
inu og taka síestu til þrjú og fjöl-
skylduvænt umhverfið leyfir for-
eldrunum að taka börnin með á
veitingastaði og dvelja til mið-
nættis án þess að nokkur fetti fing-
ur út í það. „Hingað til hef ég verið
kvíðin fyrir því að koma heim. Að
ég hreinlega kunni ekki að búa
hérna. Ég var svo mikið barn þegar
ég fór út og finnst ég búin að missa
af svo miklu, þótt við dveljum að
vísu á landinu hvert sumar. Það er
mun meiri hraði í þjóðfélaginu og
miklir peningar og lífsgæðakapp-
hlaupið er strembnara. Óli er að
minnsta kosti með endalausar hug-
myndir og pælingar um hvað hann
ætli að gera þegar heim er komið.
Mér þætti betra að vera búin að
setja það niður fyrir mér hvað ég
mun gera en Óla finnst hann vera
að missa af einhverju skemmti-
legu hér á Íslandi. Það kemur þá
bara í ljós og það má alltaf flytja
út aftur – það er það stórkostlega
við frelsið.“
Helga Soffía, sem setið hefur þol-
inmóð og hlustað á móður sína síð-
asta klukkutímann, er orðin þrí-
tyngd. Þýskuna skilur hún vel og
hún er altalandi á spænsku og
íslenku. Kristín Soffía segir að þau
systkini séu mjög ólík. Helga Soff-
ía var í austur-þýskum leikskóla
þar sem allt var í röð og reglu og
pínulítil voru þau látin hátta sjálf
ofan í lítil rúm sem lágu í röð og
brjóta fötin saman. Einar var ekki
nema eins og hálfs árs þegar þau
fluttu til Spánar og er því mun mót-
aðri af spænska umhverfinu. Helga
Soffía læðir því að að bróðir henn-
ar nenni sko engu – leggist bara og
bíði eftir því að hún og móðir henn-
ar klæði hann úr sokkunum. Í dag
ganga þau bæði í kaþólskan skóla í
bænum Ciudad Real á Spáni.
Morgnar byrja á maríubænum og
nunnur vappa í kring og Kristín
Soffía segist vera afar glöð að
krakkarnir fái að kynnast þessari
menningu og bara sem flestu í líf-
inu.
En hver er galdurinn – að geta
búið svo fjarri fjölskyldu sinni,
með eiginmanni og börnum í yfir
10 ár og ekkert farið í hund og
kött? „Ég hef oft sagt í hálfkæringi
að við værum örugglega löngu skil-
in værum við á Íslandi. Hér er svo
mikill hraði og áreiti að mér finnst
það stundum hreinlega hræðandi.
Það er líka svo auðvelt að búa í
samfélagi þar sem allt er á þönum
og komast í raun aldrei að því hvort
þú og maki þinn eigið skap saman.
Alltaf hægt að dreifa athyglinni
annars staðar. En úti, þar sem
hvergi er hægt að flýja neitt og þú
situr uppi með þennan eina félags-
skap – þar kemstu fljótt að því
hvort þetta gangi eður ei.“
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
12
10
Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000
„Hvað er með Ásum?“
Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjölskylduna.
Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta
Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings.
Laxárstöðvar í Aðaldal
Orka í iðrum jarðar!
Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir
frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og
orkuvinnslu.
Kröflustöð í Mývatnssveit
Kraftverk
Listaverk sem sjaldan hafa komið fyrir almenn-
ingssjónir – mörg hver með áhugaverða sögu
sem tengist Landsvirkjun og orkumálum.
Kjarval, Ásgrímur, Gunnlaugur Blöndal og fleiri.
Ljósafossstöð við Sog
Kynnist Kárahnjúkavirkjun!
Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar
ásamt ferðamennsku og útivist norðan
Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en
haldið er upp á Fljótsdalsheiði.
Végarður í Fljótsdal. Opið 9–17 alla daga.
Líf í Þjórsárdal
Ómissandi viðkomustaður á leiðinni inn á
Sprengisand og í Veiðivötn.
Sultartangastöð ofan Þjórsárdals
Heimsókn í Húnaþing
Kynnið ykkur orkumál og starfsemi
Blöndustöðvar í starfsmannahúsi stöðvarinnar.
Blöndustöð, Húnaþingi
Kynnist okkur af eigin raun
Heimsækið Landsvirkjun í sumar.
Stöðvarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar.
Komdu í heimsókn í sumar!
Landsvirkjun býður landsmönnum að heimsækja sex stöðvar í sumar þar sem bæði er hægt að kynna sér staðreyndir
um umhverfisvæna íslenska orku og skoða fjölbreyttar sýningar um menningu, list og sögu.
Íslensk orkumál og virkjanir – alþjóðleg fyrirmynd í umhverfismálum