Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 1
Ráðgjafi Reykja- víkur-maraþons Ótal maurar hafa spókað sig síðustu daga á bökkum Vesturbæjarlaugar, mennskum viðskipta- vinum til lítillar gleði. Ólafur Gunnarsson, tæknistjóri sundstaðanna, hefur enga sérstaka skýringu á reiðum höndum en telur ekki ólíklegt að rekja megi þessa maurafjöld til veðurblíðunnar undanfarið. Hann segir að engin hætta sé á ferðum, en óneitanlega sé þetta hvimleitt fyrir sundlaugargesti. „En þetta er ekki staðbundið við laugina, heldur finnst þetta víðar um bæinn. Ég sé þetta til dæmis hérna við blokkirnar í kringum laugina,“ segir hann. Ólafi dettur helst í hug að þarna séu roðamaurar á ferð, einnig þekktir sem veggjamítlar, en hann átti eftir að fá niðurstöður úr sýnatöku þegar Fréttablað- ið náði af honum tali. „Við tókum sýni og ætlum að vita hvort þetta er rétt tilgáta. Veggjamítlar forðast alla jafna snertingu við vatn og leggja sér grasið eitt til munns. Sundgarpar þurfa því ekki að óttast áttfætta sundfélaga. Mauramergð í Vesturbænum Gleymdu ekki nestinu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -0 8 8 2 Kill Bill 1 og 2 2 DVD saman. Bíómiði fyrir tvo á Death Proof fylgir* 1399 KR. *á meðan birgðir endast Aðeins fjórar umsóknir hafa borist um greiðslur vegna langveikra barna frá því lög um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna tóku gildi fyrir rúmu ári. Um ein millj- ón hefur verið greidd út vegna umsóknanna. Umsóknirnar fjórar voru allar samþykktar en upphæðir sem greiddar hafa verið út eru aðeins brot af því sem áætlað var. „Við erum að fara yfir það hvort reglurnar hafi verið of stífar,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, sem sér um úrvinnslu umsókna og greiðslur til foreldranna. Hann segir það koma á óvart að aðeins fjórar umsóknir hafi borist. Lögin tóku gildi 1. júlí 2006 og var þeim ætlað að taka við eftir að greiðslum frá vinnuveitendum og stéttarfélögum sleppti. Foreldrar þurfa að fullnýta réttindi sem þeir kunna að eiga annars staðar áður en sótt er um styrk frá ríkinu. Greiðslur til foreldra eiga að nema 93 þúsundum króna á mánuði leggi foreldri niður launuð störf til að annast langveikt barn. Gert var ráð fyrir því við setn- ingu laganna að árlegur kostnaður vegna greiðslna til foreldra gæti verið á bilinu 160-170 milljónir króna þegar fram liðu stundir. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 80 milljónum. „Nú er komið ár síðan lögin tóku gildi, við höfum verið að fylgjast með framkvæmdinni og munum gera það áfram. Í framhaldinu munum við meta hvort ástæða sé til að breyta lögunum,“ segir Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrif- stofustjóri jafnréttis- og vinnu- mála hjá félagsmálaráðuneytinu. Margvíslegar ástæður geta verið fyrir því að ekki hafi verið meiri ásókn í að fá greiðslur, segir Giss- ur. Stéttarfélög hafi til að mynda aukið réttindi foreldra langveikra barna. Einnig hafi lögin ekki verið afturvirk, svo einungis sé greitt vegna barna sem greinst hafi eftir 1. janúar 2006. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra í gær vegna málsins. Við umræður um málið á Alþingi í desember 2005 sagði hún það vonbrigði að lögin næðu aðeins til foreldra barna sem greinst hefðu eftir 1. janúar, það rýrði mjög gildi þessara laga. Foreldrar fjögurra barna hafa alls fengið milljón Foreldrar fjögurra langveikra barna hafa fengið aðstoð frá ríkinu á því ári sem liðið er frá því lög um stuðn- ing tóku gildi. Á fjárlögum er gert ráð fyrir 80 milljónum í málaflokkinn í ár. Foreldrarnir fengu samanlagt um eina milljón króna. Verið er að skoða hvort úthlutunarreglur séu of stífar. Bauð stjörnunum í London í partí Metveiði í Straumnum Popplag með hljómsveit- inni Sigur Rós hljómar í tveggja mínútna sýnishorni fyrir nýja spennumynd með Nicole Kidman og Daniel Craig í aðalhlutverk- um. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðins fengu liðs- menn Sigur Rósar um 25 milljónir króna fyrir vikið. „Við fáum endalaust af þessum tilboðum en við afþökk- um þau flest,“ segir Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar. Hann segir sveitina opnari fyrir að selja lög sín í kynningar kvikmynda en í myndirnar sjálfar. Kynna Kidman og Craig

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.