Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 29
Kl. 20
Margrét Bóasdóttir sópran og
Douglas Brotchie orgelleikari flytja
íslenska og erlenda kirkjutónlist á
síðustu tónleikunum í tónleikaröð-
inni „Þriðjudagskvöld í Þingvalla-
kirkju“. Tónleikarnir eru haldnir í
samstarfi kirkjunnar og Minningar-
sjóðs Guðbjargar Einarsdóttur frá
Kárastöðum, fyrrverandi organista
við kirkjuna. Aðgangur er ókeypis, en
tekið er á móti framlögum til
sjóðsins.
Þjóðlegt handverk til sýnis
Þó að margir aðdáendur
Harry Potter hafi beðið
föstudagsins með eftir-
væntingu er Helga Haralds-
dóttir þar í sérflokki. Helga
er þýðandi bókaflokksins og
er nú í startholunum fyrir
síðustu þýðinguna.
„Ég var búin að bíða í ofvæni
eftir þessum degi,“ sagði Helga,
sem kveðst vera mikill aðdáandi
bókanna sjálf. Hún starfar sem
sálfræðingur á Miðstöð heilsu-
verndar barna og hefur því í nógu
að snúast þessa dagana. Þegar
Fréttablaðið náði tali af Helgu í
gær var hún að ljúka við að lesa
Harry Potter and the Deathly
Hallows. „Núna er farið að bíða
svolítið eftir íslenskum titli, svo
það þarf að drífa hann af stað.
Svo byrja ég að þýða og sendi
kaflana til yfirlestrar jafnóðum
og ég klára þá,“ útskýrði Helga.
Þýðingarferlið á bókunum um
Harry Potter er talsvert hratt, en
íslenska útgáfan er væntanleg
15. nóvember næstkomandi.
Álagið á Helgu og þýðendur
Harry Potter-bókanna erlendis
er því afar mikið. Helga veit til
þess að þýðandi bókanna á
frönsku hafi fengið taugaáfall
við þýðingu fjórðu bókarinnar.
Þá hafði hann unnið sleitulaust í
tíu klukkustundir á dag, í 63 daga
samfleytt.
„Ég hef oft fengið hjálp við
þýðingarnar, annars hefði þetta
hreinlega ekki gengið,“ sagði hún
og hló við. „Þetta er náttúrulega
hörkupúl, en þetta er líka bara
markmið sem maður vinnur að í
takmarkaðan tíma. Maður sér
alltaf fyrir endann á þessu,“
sagði Helga.
Þar sem þýðandi hefur enga
frekari innsýn en hinn almenni
lesandi í hvað höfundurinn J.K.
Rowling ætlast fyrir hefur það
reynst nokkuð snúið að þýða
bókaflokkinn. „Það eru kannski
litlir hlutir í fyrri bókunum sem
ég hélt að skiptu ekki miklu máli,
en verða svo veigamiklir síðar,
og þýða þar að auki allt annað en
maður hélt í upphafi,“ útskýrði
Helga, sem segist hafa rekið sig
á marga slíka hluti í þýðingunum.
„Já, Jesús minn,“ sagði hún. „Ég
er að lesa bókaflokkinn fyrir sex
ára son minn núna, og ég verð
stundum að loka augunum þegar
ég sé hluti sem passa ekki lengur.
En maður hefði þurft að vera
skyggn til að skilja það, svo það
verður bara að hafa það,“ sagði
hún hlæjandi.
Helga segir tilfinningar sínar
gagnvart lokum verkefnisins,
sem nú er í sjónmáli, vera blendn-
ar. „Ég held að ég eigi eftir að
sakna Harrys mjög mikið. En á
hinn bóginn er ég í fullu starfi og
með tvö börn, svo þetta er tölu-
vert álag,“ sagði hún sposk.
Málverkið Rauðhetta og óttatígurinn, sem var hluti
sýningar listakonunnar Karin Leening á Kaffi Karólínu
í fyrra, er horfið. Kaupandi verksins og listakonan sjálf
lýsa eftir verkinu.
„Ég keypti þetta verk á Kaffi Kar-
ólínu, líklega í ágúst í fyrra. Sýn-
ingunni lauk í september. Þegar
ég ætlaði að nálgast verkið var
það einfaldlega ekki til staðar,“
útskýrði Hjálmar Stefán Brynj-
ólfsson, kaupandi verksins. Lista-
konan Karin Leening er gift
íslenskum manni, Aðalsteini Þórs-
syni. Bróðir Aðalsteins, Helgi,
var milliliður í málverkakaupun-
um. Hann fékk önnur verk Karin-
ar af Kaffi Karólínu þegar sýn-
ingunni lauk, en ekki umrætt
málverk.
„Það er ekki verið að svindla á
mér, enda fékk ég skaðabætur í
formi annars málverks. Einhvern veginn hefur myndin Rauðhetta og
óttatígurinn horfið af staðnum. Við listakonan viljum eðlilega vita
hvar myndin er niðurkomin,“ útskýrði Hjálmar.
Ef einhver hefur upplýsingar um hvar verkið er að finna má sá hinn
sami hafa samband við Hjálmar, á netfanginu hjalmarstefan@goog-
lemail.com, eða Karin sjálfa, á karinleening@hotmail.com. Fundar-
launum er heitið.
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
v
VINNINGAR ERU BÍ
ÓMIÐAR,
TÖLVULEIKIR, DVD M
YNDIR
OG MARGT FLEIRA!
SENDU SMS JA SMF
Á 1900 OG ÞÚ
GÆTIR UNNIÐ MIÐA
!
11.
HVER
VINNUR
!
HEIMSFRUMSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 27. JÚLÍ
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Rafstöðvar
Bensín- og díselrafstöðvar
í stærðum 2,5 kW -4,2 kW.
HAGSTÆTT VERÐ