Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 34
 Eftir laka byrjun á tíma- bilinu, þar sem Fjölnir hlaut aðeins eitt stig í fyrstum þremur leikjun- um, fékk liðið þrjá leikmenn að láni frá FH: sóknarmennina Atla Viðar Björnsson og Ólaf Pál Snorrason og miðjumanninn Heimi Snæ Guðmundsson. Koma þremenninganna gjörbreytti gengi Fjölnismanna og var tónn- inn settur strax í 4. umferð þegar Fjölnir slátraði KA fyrir norðan, 6-0. Síðan þá hefur liðið náð í 22 stig af 27 mögulegum, auk þess sem það hefur komist í gegnum þrjár umferðir í Visa-bikarnum og er komið í átta liða úrslit. Þá er markatalan ekki af verri endanum því eftir komu FH-inganna hefur liðið skorað 43 mörk í tólf leikjum, eða 3,58 að meðaltali í leik. „Við virðumst vera búnir að töfra fram leyndarmálið að því hvernig skora á mörk,“ sagði þjálfarinn Ásmundur Arnarsson kíminn þegar Fréttablaðið ræddi við hann um hið frábæra gengi lærisveina hans. Atli Viðar hefur átt við meiðsli að stríða en þó náð að skora sex mörk í átta leikjum. Þrátt fyrir að hafa aðeins skorað eitt mark þykir Ólafur Páll hafa farið á kostum í sóknarleikn- um og lagt upp ófá mörkin á félaga sína. Þá hefur Heimir Snær skilað sínu hlutverki afar vel, ýmist í vörn eða aftarlega á miðjunni. „Þessir strákar hafa vissulega verið liðinu mikill styrkur, þrátt fyrir að það hafi að mestu verið aðrir sem hafa séð um að skora mörkin. En þeir komu með aukið sjálfstraust í liðið, sem vissulega er gríðarlega stór þáttur. Við erum sjóðandi heitir í augnablikinu, því er ekki að neita, og það er óskandi að þetta góða gengi haldi áfram,“ segir Ásmundur. Atli Viðar segist mjög sáttur við veru sína hjá Fjölni, en hann er óðum að finna sitt gamla form eftir að hafa slitið krossband síðasta sumar. „Það er ánægjulegt ef við höfum haft jákvæð áhrif og gert eitthvert gagn,“ sagði Atli Viðar hógvær. „Það er góður andi í Fjölni og mjög gaman að spila með liðinu. Liðið spilar skemmtilegan sóknar- bolta sem er að skila árangri,“ segir framherjinn. Atli Viðar er ekki í vafa um að Fjölnir eigi heima í efstu deild. „Leikmennirnir eru góðir og efniviðurinn er sannarlega til stað- ar. Það er hægt að gera heilmikið úr þessu liði og það á fullt erindi upp.“ 1. deildar lið Fjölnis hefur farið á kostum fyrir framan mark andstæðinga sinna í síðustu leikjum. Liðið hefur skorað 43 mörk í síðustu tólf leikjum í deild og bikar. Þrír lánsmenn frá FH hafa átt stóran þátt í velgengninni. Sænski landsliðsmaður- inn Freddie Ljungberg var kynntur sem nýjasti liðsmaður Íslendingaliðsins West Ham á blaðamannafundi í gær. Vel fór á með þeim Ljungberg og stjórnar- formanninum Eggerti Magnús- syni á fundinum og fór sá sænski fögrum orðum um áætlanir Eggerts með liðið. „Það var mjög erfitt að yfirgefa Arsenal og það var alltaf ljóst að það þyrfti eitthvað mjög sérstakt til. Ástæðan fyrir því að ég fer til West Ham er Eggert Magnússon. Hann vill gera West Ham að besta liði landsins og er tilbúinn að kaupa frábæra leikmenn um leið og hann vill nota leikmenn úr unglingaliðinu. Hann vill að ég hjálpi liðinu að komast í fremstu röð og það er mikil áskorun.“ Kaupverðið á Ljungberg er talið vera um þrjár milljónir punda og verður hann launahæsti leikmaður West Ham með tæpar átta milljónir á viku. „Við reyndum að selja honum þá hugsjón sem við höfum hjá félaginu og það tókst. Við erum mjög ánægðir með að hafa klófest jafn reyndan og góðan leikmann og Ljungberg,“ sagði stjórinn Alan Curbishley. Til West Ham vegna Eggerts Hjálpar mér ekkert við að reikna út mótherjann Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er meiddur á fingri sem setur þátttöku hans á Íslandsmótinu í hættu. Mótið hefst á Hvaleyrarvelli á fimmtu- dag. „Ég meiddist þegar ég var að flytja um helgina og hef ekkert getað æft. Ég má enn ekki slá en ég mæti vonandi til leiks á fimmtudaginn. Ég stefni á að liðka mig til í dag og reyna svo að æfa daginn fyrir mótið,“ sagði Birgir Leifur við Fréttablaðið í gær. Birgir kvaðst jafnframt hlakka til mótsins en hann er talinn meðal sigurstranglegustu kylfinga mótsins. Íslandsmótið er gríðarlega sterkt og meðal annars keppa Sigurpáll Geir Sveinsson og Heiðar Davíð Bragason á mótinu en þeir hafa ásamt Birgi aðallega keppt erlendis á árinu. Heimamaðurinn Björgvin Sigurbergsson er einnig talinn líklegur til afreka auk Íslands- meistarans frá því í fyrra, Sigmundar Einars Mássonar. Ekki með á Íslandsmótinu?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.