Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 33
Nýjasta gamanmynd Adams Sandler, I Now Pronounce You Chuck and Larry, fór beint í efsta sæti norður- ameríska aðsóknarlistans um síðustu helgi. Þar með velti hún nýjustu Harry Potter-myndinni úr sessi og situr nú Potter í öðru sæt- inu. Sandler og Kevin James fara með aðalhlutverkið í gamanmyndinni, sem fjallar um tvo slökkviliðsmenn sem þykjast vera par. Kvikmynd- in Hairspray, sem er byggð á samnefndum Broadway- söngleik, endaði í þriðja sæt- inu sínu fyrstu vikuna á lista. John Travolta fer með aðal- hlutverkið í myndinni. Sandler á toppinn Paris Hilton hefur eytt mörgum stundum undanfarið með nýjum vini sínum, ástralska brimbretta- kappanum Tyler Atkins sem er fimm árum yngri en hún. Hilton hefur ekki enn tjáð sig um nýja sambandið en öðru máli gegnir um Atkins, sem hefur látið hafa það eftir sér að Hilton sé „mjög gáfuð og frábær stelpa“. Hann segir auk þess að þau eigi ýmis sameiginleg áhugamál, meðal annars tísku, en um hana tala þau iðulega þegar þau liggja saman á ströndinni. Það ætti að geta orðið parinu nánast ótæmandi upp- spretta samræðna því strákurinn er sjálfur í tískubrans- anum og Hilton á sína eigin fatalínu. Atkins hefur að minnsta kosti greinilega gaman af samtölunum því hann segist njóta félags- skapar hótelerfingj- ans enda sé hún frábær persónuleiki. Ýmislegt bendir til þess að Ástral- inn sé ekki aðeins góður vinur því skötuhjúin hafa sést í faðmlögum á strönd- inni í Malibu þar sem Hilton leigir hús yfir sumarið. Nýi vinurinn segir Paris gáfaða SNÆFELLSJÖKULL DRANGAJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Njóttu dagsins - taktu flugið Aðeins nokkur skref á Netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 77 33 0 5/ 07

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.